Söngvakeppni Sjónvarpsins 2015: Yfirferð laga á seinna undankvöldi

Screen Shot 2015-01-31 at 10.01.33

Þá er seinni undankeppnin alveg að bresta á og við erum spenntar fyrir því að sjá hvernig hin sex framlögin koma út á sviðinu í Háskólabíói. Þau verða í þessari röð:

Milljón augnablik eftir Karl Olgeirsson í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar.

Eyrún: Haukur er frábær söngvari og gaman að fá hann í keppnina í ár. Lagið er samt svoldið sérstakt og stundum eins og það sé of hratt og hamrandi píanólínan. Það er samt grípandi og kemur sennilega vel út á sviðinu. Ég held að allt vinni með þessu lagi til framgangs í lokakeppnina, ekki síst baklandið, svo að ég segi að það fari áfram.

Hildur: Ég er nokkuð sammála Eyrúnu um að það sé stundum eins og þetta lag hans Karls sé eins og það sé oft hratt! Það verður til þess að það verður svolítið ágengt. Fyrir mér er það mjög óeftirminnilegt, ég á erfitt með að muna hvernig það er í lok hverrar hlustunar. Það verður þó samt sem áður gaman að sjá hvernig útfærslan verður á sviðinu í kvöld en ég á ekki von á sjá það í úrslitunum.

Lítil skref eftir StopWaitGo-hópinn í flutningi Maríu Ólafsdóttur

Eyrún: Uppáhaldslagið mitt í Söngvakeppninni í ár ásamt Fjöðrum. Mjög flott popplag frá StopWaitGo með ungri stelpu úr Versló sem a.m.k. skv. accoustic útgáfunni fór létt með þetta með miklu poweri. Ég vona að þannig komi það líka út á sviðinu og að sviðsetningin verði töff – þá á þetta lag ofsalega góða möguleika, því að lagið er mjög frambærilegt.

Hildur:  Við fyrstu hlutun fannst mér þetta lag alls ekkert heillandi en það hefur unnið mikið á og mun sjálfsagt verða eitt af þeim lögum sem ég mun hlusta á eftir að keppninni á þér. Lagið er vel byggt upp með grípandi laglínu. Ég verð þó að viðurkenna að fyrst fannst mér ótrúlega skrítið að heyra orðið ,,heilalím“ í heilalímsviðlagi en fattaði svo að auðvitað hafði mér misheyrst! Ef María er örugg á sviðinu (sem ég held hún verði!) svífur þetta í úrsltin og gefur StopWaitGo tækifæri á að vera í samkeppni við sjálfan sig í úrslitunum.
Fjaðrir eftir Sunday í þeirra flutningi.

Eyrún: Hitt uppáhaldslagið mitt í keppninni. Ég er sjúklega sátt við indie-áhrifin sem Amorslagið hans Hauks Johnsen hafði í fyrra, og held að áhorfendur Söngvakeppninnar séu smám saman að opna augun fyrir öðru en innantómu júrópoppi eða ballöðum. Að því sögðu held ég ekki að þetta lag komist áfram einfaldlega út frá sögunni (Amor var jú dómaraval í fyrra). Ég gæti þó hæglega haft rangt fyrir mér (og vona það) ef sviðsetningin verður ögrandi og öðruvísi!

Hildur:  Þetta er algjörlega uppáhaldslagið mitt í keppninni í ár. Svona ,,nútímaleg“ lög hafa ekkert endilega átt upp á pallborðið í söngvakeppninni en ég vona svo sannarlega að breyting verði á í ár. Það veltur þó mikið á því hvernig sviðsetning verður í kvöld en ég vona sannarlega að þeim takist að gera það töff en ekki hallærislegt.
Aldrei of seint  eftir Maríu Björk Sverrisdóttur, Marcus Frenell og Söruh Reeve.

Eyrún: Já, alveg rétt – þetta lag! Því miður fyrir Regínu frábæru er þetta lag svolítið hvorki fugl né fiskur. Það er alveg ágætt þegar maður hlustar á það en óeftirminnilegt með eindæmum. Ég hef fulla trú á því að það verði hellingur í gangi á sviðinu og kannski gerir það einhverjar rósir. Ég hallast samt ekki að því…

Hildur: Þetta er líklega óeftirminnilegasta lagið í keppnini í ár og ég tek undir með Eyrúnu að það er miður fyrir Regínu sem alltaf neglir allt sem hún tekur sér fyrir hendur í þessari keppni. Ég held bara að þrátt fyrir að kvöldið sé frekar stutt þá muni einhver hreinlega nýta tækifæri og poppa þegar þetta lag hefst.

Brotið gler eftir Bjarna Lárus Hall og Axel Árnason í flutningi Bjarna Lárusar og JeffWho?

Eyrún: Ég hlakkaði til að heyra þetta lag en kemst ekki yfir það hversu pirrandi íslenski textinn er, geri fastlega ráð fyrir því að upphaflega hafi það átt að vera á ensku: „Í dimmu skoti geymi ég gullin þín/Þú gleymdir þeim, í partíi klukkan sjö/En lífið hörfar, lurkum laminn…“ ÚFF
Það er næstum því að mér finnist þessi texti móðgun við áheyrendur. Lagið er svona rokkað lag og hefur alveg burði til að vera frábært, en vantar þennan X-faktor. Ég veit hreinlega ekki hvort þetta kemst áfram eða ekki.


Hildur: Sem mikill Jeff Who? aðdáandi var ég verulega spennt að heyra efni frá Badda í keppninni. Fyrst varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum með lagið en það vann á að ég kann ágætlega við það. Mér finnst það þó svolítið ruglingslegt á einhvern hátt. Laglínan sjálf er flott en þegar viðlagið hefst er eins og dampurinn detti úr og maður gleymir að maður sé að hlusta. Textinn er náttúrlega ekki góður en var jú samin á ensku í upphafi og ég vona að Baddi fari áfram svo við fáum að heyra enska textan á úrslitakvöldinu.

Fyrir alla  eftir CADEM og Einar Ágúst Víðisson í flutningi CADEM.

Eyrún: Mér finnst nauðsynlegt að hafa froðupopp og fæ því eitthvað fyrir minn snúð hér í þessu síðasta lagi á svið. Þetta er allt í lagi lag og textinn er að mínu mati FRÁBÆR – klárlega áhrif frá Pollapönkurunum í mörgum lögum í Söngvakeppninni í ár 😉 Sé fyrir mér hressilegt myndband með öllum á Hvammstanga! Það fer algjörlega eftir því hvernig þetta lag verður flutt hvort þau komist áfram. Við áhorfendur erum mjög oft tilbúin að afskrifa svona froðulög strax ef eitt feilspor verður í dansinum eða söngurinn er e-ð aðeins öðruvísi en í stúdíóútgáfunni. Þau fá ekki alveg eins mikinn séns og lögin sem eru e.t.v. dramatískari eða „dýpri“. Að því sögðu væri ég alveg til í svona feelgood í lokakeppninni!

Hildur: Húrra fyrir Daníel fyrir að koma með ekta poppblöðru inn í keppnina! Lagið er ekkert endilega besta poppblaðra heims en verður eftirminnilegt og frábært í keppninni sem annars er frekar í rólegri kantinum heilt yfir. Textinn er náttúrlega snilld, ekki oft sem maður heyrir orðin ,,einstæðir foreldrar“ í lagatexum! Daníel Óliver flýgur áfram en ég vona sannarlega að sviðsetning verði flott en ekki vandræðalega en það er alltaf hætta í lögum sem þessum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s