Söngvakeppni Sjónvarpsins 2015: Yfirferð laga á fyrra undankvöldi

Screen Shot 2015-01-31 at 10.01.33

Nú er þessi tími runninn upp á ný og Söngvakeppnisrússíbaninn leggur af stað í kvöld. Framlögin í ár eru hvert öðru betra og greinilegt að standard keppninnar batnar ár frá ári, high-five fyrir RÚV með það!

Við ætlum að skoða lögin sem boðið verður upp á í kvöld, sem eru sannkallaðar kræsingar:

Myrkrið hljótt eftir Arnar Ástráðsson og Ernu Hrönn Ólafsdóttur í flutningi Ernu Hrannar

Eyrún: Erna Hrönn er einn af uppáhalds listamönnunum mínum í Söngvakeppninni og auðvitað fyrir löngu orðinn heimilisvinur þeirra sem horfa á Söngvakeppnina á hverju ári. Manni finnst einhvern veginn e-ð vanta ef hún og Pétur Örn eru ekki að stíga á stokk í janúar (en þau verða bæði með í ár). Ótrúlega gaman að heyra textann hennar, sem er hin besta smíði, og lagið er alveg bærilegasta ballaða með smá elektrópoppi í viðlaginu. Ég held þó að af því að hún er fyrst á svið (og það eru fleiri ballöður í keppninni sem eru sterkar) vinni það ekki alveg með þeim og því kæmi mér ekki á óvart ef Erna Hrönn sæti eftir – en ég vona ekki. Fínt lag sem ég væri alveg til í að sjá á aðalkvöldinu.

Hildur: Erna Hrönn er ábyggilega Íslandsmeistari í Söngvkeppni Sjónvarpsins enda sungið í fjölda laga í þessari keppni. Hún syngur ballöðu eins og að vanda þegar hún er í aðalhlutverki í lögum. Mér þykir lagið nokkuð gott, eiginlega strekasta ballaðan á þessu ballöðu krúttkvöldi og því eiginlega fullviss um að það fjúki áfram í úrslitin.

Þú leitar líka að mér eftir Ástu B. Björgvinsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í flutningi HINEMOA

Eyrún: Sömbutakturinn náði mér svoldið við fyrstu hlustun, og fyrir fram hafði ég ágætis væntingar þar sem ég fílaði vel lagið þeirra frá því í fyrra. Nú veit ég náttúrulega ekki alveg hvernig framsetningin er á sviði en þau þurfa e-ð pínu gimmikk því að annars verður þetta dálítið eins og lyftutónlist. Vona að útkoman verði flott á sviði en á ekki von á að þau komist áfram í úrslitin.

Hildur: Til að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þetta bara svolítið leiðinlegt lag og óeftirminnilegt. Ég er ábyggilega búin að hluta á það 10 síðustu daga en get ekki fyrir mitt litla munað hvernig það er um leið og því líkur. Ég held rétt eins og Eyrún að það verði að vera einhver gimmikk á sviðinu til þess að það verði á einhvern hátt eftirminnilegt og eigi  möguleika á að komast áfram.

Í kvöld eftir Elínu Sif Halldórsdóttur í flutningi hennar sjálfrar.

Eyrún: Krúttlag kvöldsins. 16 ára snillingur en ég veit barasta ekki alveg hvernig þetta á að ná að standa framar hinum og einfaldlega heyrast. Í stúdíóútgáfunni er allt magnað upp en í kvöld verður hún á sviðinu með einni bakrödd (eftir því sem ég best veit). Það er ekki mjög mikið á stóra sviði Háskólabíós. Ég vona innilega að hún komi mér á óvart og ég hafi rangt fyrir mér, því að Elín Sif er mjög efnileg, en ég held ekki að þetta lag slái í gegn í kvöld.

Hildur: Það vantar ekki hæfileikana í Elínu Sif. Lagið er afar krúttlegt og ætti alveg möguleika í ágæta útvarpsspilun. Ég á þó ekki von að það standi næganleg út til þess að ná alla leið í úrslitin en ég vona sannarlega að hvernig sem í kvöld að Elín Sif skelli í fleiri lög fyrir þessa keppni!

Í síðasta skipti eftir StopWaitGo í flutningi Friðriks Dórs Jónssonar.

Eyrún: Jæja, Friðrik Dór í Söngvakeppninni! Flestir eru á því að hann sé fyrir fram sigurstranglegastur og vissulega er hann frábær performer. Ég er hins vegar ekki eins sátt við lagið sem mér finnst hallærislegt og gamaldags og textinn er frekar sérstakur (vo-o-ú-ú-ú fer meira og meira í taugarnar á mér!) – Að því sögðu á ég ekki von á öðru en hann fljúgi áfram í úrslitin. Ét hatt minn ef það gerist ekki!

Hildur: Ég var eiginlega jafn spennt yfir því að Frikki væri loksins mættur í Söngvakeppnina og ég varð fyrir vonbrigðum með að hann ætlaði að taka ballöðu frekar en eitt gott og frábært popplag. Þó Frikki hafi flutt meira en dúndrandi poppslagara þá er þetta lag einhvern vegin svo langt frá því sem hann hefur verið að gera að ég er hrædd um að þetta fari því ekki eins og myndi gera annars. Ég er þó eiginleg fullviss á því að hvernig sem Frikka gengur í kvöld þá flýgur hann áfram í úrslitn, bara fyrir að vera hann sjálfur!

Augnablik eftir Svein Rúnar Sigurðsson í flutningi Stefaníu Svavarsdóttur.

Eyrún: Stefanía snýr aftur með vafalaust bestu ballöðuna í kvöld eftir pásu frá 2013. Lagið er sterkt (en vissulega dálítið týpískt) og flutningur Stefaníu verður fölskvalaus, það er ég viss um. Ég held að þessi ballaða sé í mun betri stöðu sem fimmta lag á svið en t.d. lagið hennar Ernu Hrannar að ná til áhorfenda, t.d. þeirra sem kveikja ekki strax á sjónvarpinu. Nokkuð viss um að þetta er að fara áfram.

Hildur: Líklega ein sterkasta ballaða þessarar keppni, fallegt lag sem verður ábyggilega með allra besta flutningi kvöldsins enda Stefanía mögnuð söngkkona. Þó lagið sé alveg ágætt þá verð samt að viðurkenna að mér finnst vanta it-falktorinn svona til að það verði nægilega frábært til að eiga möguleika á því að komast áfram og ef til kemur möguleika á að hverfa ekki í lagahafið í Vín.

Piltur og stúlka eftir Björn og félaga í flutningi þeirra.

Eyrún: Miðað við aldur og fyrri störf (og að þau verða siðust á svið) eru Björn og félagar að fara að komast áfram. Ég verð nú að viðurkenna að þeirra persónutöfrar og framkoma á sviði trompa lagið sem er það sísta í kvöld að mínu mati. En þetta höfðar sennilega til Nýdanskrarhópsins sem er ansi stór – og Bylgjuhlustendanna sem eru drjúgur hluti þeirra sem kjósa í kvöld.

Hildur: Það var spennandi að heyra að Björn Jörund ætlaði að taka þátt í Söngvakeppninni. Lagið kom svo sem ekkert sérlega á óvart, það er Nýdanskrar bragður á því eiginlega svona eins og ef Nýdönsk hefðið ákveðið að semja eitt stykki „Hjálpum þeim“ lag. Sá bragur verður svo enn meiri með útsetningu og þeirri staðreynd að þau eru fjögur sem flytja lagið. Einhvern vegin gerir þetta svo textann að væminni klisju sem hann hefði ekki endilega þurft að vera. Þó þetta sé ekkert endilega mitt uppáhalds þá held ég að Björn og félagar skelli sér í baráttuna um sæti í úrslitum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s