Nýliðarnir í Söngvakeppninni 2015

pizap.com14225251667631

Við erum enn í makeover-vinnu og ekki allt búið enn í því. En vertíðin er hefjast enda byrjar Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn og undankeppnir í öðrum löndum margar komnar af stað svo að við látum ekki stoppa okkur þótt makeoverið sé ekki búið og verðum með umfjöllun hér að vanda.

Í ár keppa 12 lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tvö undankvöld verða haldin, 31. janúar og 7. febrúar og komast þrjú lög áfram úr hvorri keppni um sig á úrslitakvöldið þann 14. febrúar. Öll kvöldin verða í beinni útsendingu úr Háskólabíói. Hægt er að kaupa sér miða í Háskólabíó á öll kvöldin og fylgjast þannig með herlegheitunum með berum augum!

Það hefur varla farið fram hjá aðdáendum að all nokkrir nýliðar taka þátt í keppninni í ár og eru þeir bæði nýliðar í tónlistinni almennt en líka reynsluboltar úr íslensku tónlistarsenunni. Það hefur loðað við Söngvakeppnina að vel er tekið á móti nýliðum og þeir verða jafnvel fastagestir í mörg ár á eftir og því spennandi að kynnast þeim sem taka þátt í fyrsta sinn í ár. Kíkjum aðeins á þá:

Björn Jörundur Þrátt fyrir að Daníel Ágúst hafi tekið þátt í Eurovision fyrir öllum þessum árum síðan (1989) stígur félagi hans úr Nýdanskri, Björn Jörundur sín fyrstu skref í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Björn þarf nú ekki að kynna fyrir neinum enda verið áberandi í tónlistinni í meira en tvo áratugi aðalega með fyrrnefndri Nýdanskri. En Björn er líka leikari og hefur komið fram á leiksviðinu og í fjölda kvikmynda. Í Söngvakeppninni fékk Björn með sér nokkra félaga, þar á meðal reynsluboltann Pétur Örn. Lagið sem var samið fyrir keppnina sérstaklega í nettum Hjálpum þeim-stíl og við bíðum spenntar eftir að sjá það útfært á sviði.

Elín Sif Það er alltaf gaman þegar alveg glænýir höfundar koma í Söngvakeppnina og Elín Sif er ein af þeim. Þessi 16 ára mennaskólamær er greinilega hæfileikarík og býður upp á ljúfan og huggulegan ástarsöng. Þótt Elín sé að stíga sín fyrstu skref í Söngkeppninni er hún ekkert algjörlega ný í tónlistinni. Hún stundar nám í Tónveri Tónlistarskólans í Kópavogi auk þess að hafa lært á klarínett og píanó. Þá ku hún hafa tekið þátt í lagasmíðakeppnum í MH!

Friðrik Dór Það eru ábyggilega margir sem hafa beðið eftir að Friðrik Dór taki þátt í Söngvakeppninni. Þar á meðal erum við og nú er hann loksins komin! Þótt Frikki sé nýr í keppninni eru höfundar lagsins, StopWaitGo það alls ekki enda sömdu þeir til að mynda lagið Dönsum burtu blús fyrir keppnina í fyrra. Þótt StopWaitGo séu kannski þekktast fyrir smellin popplög sem Frikki hefur einmitt sungið mörg, sýna þeir og Frikki nýtt andlit með ballöðu sem er sérstaklega samin fyrir keppnina.

Daníel Óliver Daníel ætlar að bjóða okkur upp á eiturhresst europopp en Daníel stígur sín fyrstu skref í keppninni bæði sem höfundur og flytjandi. Daníel tók þátt í Idol Stjörnuleit en er nú búsettur í Svíþjóð þar sem hann starfa við tónlist. Hann er einnig dansari og hefur leikið í auglýsingum. Þá hefur hann gefið út nokkur lög hér á landi. Það er mikil eftirvænting á þessum bæ eftir að sjá atriðið enda höfum við fulla trú á að Daníel Óliver komi með hressan Melfest-brag inn í Söngvakeppnina!

Hildur og Guffi Hér leiða saman hesta sína söngkona Rökkurróar og gítar- og hljómborðsleikar For a minor reflection í elektrópopplagi um fugla sem skiljast að. Þau hafa bæði verið virk í tónlist þó þau stígi hér sín fyrstu skref í Söngvakeppninni ásamt Vigni Rafni og Helgu Kristínu en öll fjögur mynda þau hljómsveitina Sunday sem mun flytja lagið. Þetta telst varla til hefðbundins júróvisionlags og hljómar meira eins og sú tónlistarsena sem minnst hefur tekið þátt í keppninni. Því er afar spennandi að sjá hvernig þjóðin tekur laginu.

Baddi Einhvern veginn átti maður engan veginn von á að sjá Badda birtast í keppninni en það er svo með Söngvakeppnina og Júróvision að allt getur gerst! Baddi er sjálfsagt þekktastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? sem átti góðu gengi að fagna um tíma en þeir ætla einmitt að vera Badda innan handar á sviðinu. Baddi bíður upp á svolítið sérstakt lag sem erfitt er að flokka og því hlökkum við til að sjá hvernig útkoman verður á sviðinu.

Haukur úr Diktu Það þarf nú varla að kynna Hauk Heiðar til sögunnar en hann er þó að þreyta frumraun sína í Söngvakeppninni með lagi Kalla Olgeirs. Haukur sem er einn þriggja lækna sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár (hinir: Sveinn Rúnar og Arnar Ástráðsson höfundar Augnabliks og Myrkursins hljóða) hefur getið sér gott orð sem slíkur, m.a. þýtt fræðslubók um líkamann fyrir börn og auðvitað spilað með Diktu. Það verður gaman að sjá hvernig hann tekst á við Söngvakeppnina.

María Ólafsdóttir 21 árs gömul stelpa sem syngur hitt lagið sem StopWaitGo á í Söngvakeppninni í ár og hefur verið að vinna með þeim að ýmsum verkefnum. Hún er líka skelegg leikkona og hefur slegið í gegn í leikfélaginu í Mosfellsbæ sem setti upp Ronju ræningjadóttur þar sem hún lék titilhlutverkið. Hlökkum til að sjá Ronju taka lítil skref á sviðinu!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s