Tölfræðin í úrslitunum!

Í kvöld keppa 26 lönd að því takmarki að bera sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við ákváðum að líta örlítið á tölfræðina:

Screen Shot 2014-05-06 at 01.58.15

 • Kvenflytjendur eru tíu talsins, studdar bakröddum og/eða dönsurum.
 • Karlar á sviðinu eru sjö talsins. Tveir þeirra mæta með svipuð atriði; fjóra dansara og/eða bakraddir.
 • Dúettar, tríó eða söngflokkar eru  níu talsins.
 • Búningatrend eru síðkjólar, áberandi tattú og einum Rybak-búningi mun bregða fyrir!
 • Svartfjallaland er eina Balkanlandið í úrslitunum. Ekkert Eystrasaltsland er í úrslitum en öll fimm Norðurlöndin taka þátt á úrslitakvöldinu í kvöld.
 • Stærsta landið sem keppir í kvöld (að flatarmáli) er Rússland. Hið minnsta er San Marínó, aðeins ríflega 61 ferkílómetri!
 • Öll löndin sem eru við Alpana (og taka þátt í Eurovision) taka þátt á úrslitakvöldinu: Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Sviss, Slóvenía og Austurríki.
 • Til að toppa stigamet Alexanders Rybak (Noregur 2009) þarf sigurvegari kvöldsins að fá tólfur frá 13 löndum!
 • Sigursælasta land keppninnar sem enn hefur ekki unnið tekur þátt í kvöld og hefur því möguleika á sigri: Malta – en Maltverjar lentu í 2. sæti 2002 og 2005 og 3. sæti 1992 og 1998.
 • Spennandi verður að sjá hvert 12 stig Grikkja fara í ár, þar sem Kýpur tekur ekki þátt.
 • Bæði Hollendingum og Austurríkismönnum er spáð nokkuð góðu gengi í kvöld. Ef annað landið stendur uppi með pálmann í höndunum er það í fyrsta sinn í 39 ár fyrir Holland en Austurríkismenn hafa ekki hampað titlinum í 48 ár, eða frá 1966!!

 

Eflaust er hægt að týna til mun merkilegri og skemmtilegri tölfræði en við erum komnar hálfa leið í huganum upp á sviðið í B&W hallerne og getum ekki beeeeeðið eftir kvöldinu! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s