Júrónörd dagsins: Þórdís Steinarsdóttir

1526861_10152029533915303_1431820018494729113_nJúrónörd dagsins er í örlítilli pásu hjá okkur en í tilefni þessa dýrðardags og Júróhátíðar fengum við hana Þórdísi til að svara nokkrum spurningum:

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?

Þetta er erfiðasta spurning allra tíma og erfitt að nefna eitthvað eitt lag. Ég segi Waterloo eins og fleiri júrónördar svo að ég sitji ekki enn yfir þessari spurningu þegar keppnin hefst í kvöld!“

2. Hver er mesta júróvísjon-stjarnan?

Páll Óskar – af því að hann tók keppnina upp á næsta level!“

3. Hvert er uppáhalds júróvísjonlagið þitt, bæði íslenskt og erlent?

Úff! Að öllum öðrum íslenskum júróvisjónperlum ólöstuðum þá á Tell me alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Uppáhalds erlendu lögin eru sömuleiðis ótalmörg en ég kemst alltaf í ólýsanlegt júróstuð þegar ég heyri Fångad av en stormvind og næ yfirleitt í hárblásarann til að fullkomna stemninguna með heimagerðri vindvél.“

4. Áttu þér einhverja sérstaklega eftirminnilega minningu tengda júróvisjon?

Öll júrópartýin í gegnum tíðina og Pallaball á Nasa eftir keppni var toppurinn.“

5. Ef lífið væri júróvísjonlag, um hvað væri það?

Ást, heimsfrið og sjúbídú.“

6. Ballaða eða júrópoppslagari?

„Bæði betra. Hvar værum við án Hold me now eða J’aime la vie?!“

7. Hver er galdurinn á bak við fullkomið júróvisjón-framlag? (sviðsetning/lag/flytjandi)

„Það er nefnilega galdurinn og fegurðin við Júróvisjón að enginn veit hvað virkar hverju sinni þrátt fyrir alla heimsins júrótölfræði!“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s