Að loknum blaðamannafundi seinni undankvölds

Það var pakkað á blaðamannafundi með þeim tíu framlögum sem komust áfram í gærkvöldi að seinni undariðlinum loknum. Rétt eins og á þriðjudaginn,  var svo pakkað á fundinum að færri komust að en vildu, þrátt fyrir að aðgangur að honum hefði verið takmarkaður frá því á þriðjudagskvöldið. Hann var þó öllu rólegir enda meira um blaðamenn og minna um aðdáendur sem sóttu fundinn í gær.

Sviss var fyrst í röðinni og eitthvað fór lítið fyrir innhaldsríkum spurningum til hans þó hann hafi auðvitað sagst vera glaður með að hafa komist áfram. Tinkara frá Slóveníu var næst og var að vonum ánægð enda kemst Slóvenía sjaldan uppi úr undankeppninni. Hún sagðist hafa fundið fyrir allri þjóð sinni á sviðinu og kom því á framfæri að henni finndist að einhver hljóðfæraleikur ætti að vera leyfður á sviðinu. Sú pólska var þriðja í röðinni. Fyrsta spurningin til hennar kom frá sænska Kvöldblaðinu. Spurningin var á þá leið hvort henni þætti það að hún komst áfram vera sigur yfir þeim sem hafa gagnrýnt atriðið fyrir að kynda undir kvennfyrirlitngu. Hún svaraði því með því að spyrja  blaðamanninn hvort honum ætti lagið ekki gott og var það látið gott heita því miður fannst okkur!

Paula og Ovi frá Rúmeníu voru hress að vanda og Paula lofði öllum skoðunarferð um Bukarest ef þau myndu vinna! Þá var komið að Norðmönnum voru þau frændsystkinin Josefin og Carl mætt. Þau voru afskaplega ánægð og töluðum mjög fallega hvort um annað, alveg greinilegt að mikill kærleikur er á milli þeirra. Josefin sagði það væri algjörlega ótrúlegt að þau væru komin svona langt því þegar þau fengu hugmyndina  að því að taka þátt í ágúst á síðasta hafi þeim þótt hún algjörlega galin! Grikkirnir tóku þeir við og maður gæti alveg haldið að þeir hefðu jafnvel skroppið út eftir keppnina og reykt eitthvað aðeins meira en sígarettur! Maltverjarnir voru alvarlegir og algjörlega húmorslausir og þótti ekkert fyndið þegar Hvít Rússin Teo, sem sat við hliðina á þvim gægðist yfir öxlina á þeim og tilkynnti með því að lyfta upp tveimur fingrum að Maltverjar myndu verða í seinni helmingingum í úrslitnum á laugardaginn. Teo hélt áfram að vera hress þegar kom að honum en eftir smá stund varð hann hálf orðlaus svo kátur var hann! Finnland var næst síðast í röðinni. Aðspurð um hvað hefði farið í gegnum huga þeirra þegar aðeins átti eftir að kalla upp tvö lög, sagðist forsöngvarinn hafa verið mjög stressaður enda bara tvö pláss eftir og hann vissi að hin austurríksa Conchita myndi fara áfram!

Og talandi um Conchitu sem hefur sannarlega slegið í gegn hjá öllum hér í Kaupmannahöfn.  Að sögn þeirra sem í höllinni voru var mögnuð stemmning þegar hún steig á svið, það sló nánast þögn á hópinn og menn horfðu á hana hálf agndofa. Á fundinum í gærkvöldi var hún að vonum ánægð og mjög hrærð og sagðist hafa fengið tár í augun þegar hún lauk flutningi sínum á sviðinu. Raunar þufti hún aðstoð við að komast af sviðinu  og heillaði alla næstum því bara með því að vera þarna! Hún var spurð ef hún sigraði, hvort hún myndi gagna alla leið og verða ,,alvöru kona“ eins og það var orðað.  Ekki var alveg ljóst hvort spurning var meint á þann hátt að hún myndi raka af sér skeggið eða hvort hún færi í kynleiðréttingu en Conchita hafði svörin á reiðum höndum og sagði einfaldlega nei, hún væri ,,lazy boy at home but a working queen“ og voru það frábær lokaorð á fundinum.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s