Yfirferð laga – VI. hluti

yfirferðarmynd

 

Það er komið að sjöttu og síðustu yfirferð laga keppninnar í ár. Hér fjöllum við um þau fimm lög sem eru ávallt keppa í úrslitum, en það eru framlög Þjóðverja, Breta, Ítala, Spánverja og Frakka og auðvitað framlaga gestgjafanna Dana!

elaiza_-_presse_3_ben_wolf

ÞýskalandIs it right í flutningi Elaizu

Hildur segir: Það hefur eitthvað lítið farið fyrir Þjóðverjum í keppninni í ár, umfjöllun um þá er lítil og meira að segja þýska júróvision-síðan á Facebook fjallar meira um flesta aðrar en eigið framlag! Ég segi þess vegna að hér sé gleymdur gullmoli á ferð. Ég fíla lagið í tætlur, finnst Elaiza flott og hlakka mikið til að sjá þær taka sviðið á laugardaginn. Þrátt fyrir að ég fíli lagið er ég þó hrædd um að Þjóðverjar nái engu flugi í úrslitunum.

Eyrún segir: Þjóðlagatríóið Elaiza á mjög óvæntan smell í úrslitunum en Þjóðverjar hafa smám saman verið að taka Eurovision í sátt, sérstaklega eftir sigur Lenu 2010. Lagið minnir þó óneitanlega á stemminguna í lagi Finna árið 2010 sem snarvirkaði í salnum og allir hrifust með smitandi harmónikkuleiknum. Hún skilað sér þó ekki í gegnum sjónvarpið heim í stofu og Finnar voru sendir heim. Ég er ansi hrædd um að slík verði örlög Elaizu.

Twin_Twin_c_Fifou_1_1

Frakkland – Moustache í flutningi Twin Twin

Hildur segir: Ég er lítill aðdáandi Frakka í júróvision og þetta framlag þeirra er sko ekki til að laga það! Hversu lummó geta eiginlega þrír strákar verið?! Hef bara ekkert meira um þetta að segja!

Eyrún segir: Ég er algjörlega á öndverðum meiði við Hildi því að Frakkar eru ein af mínum uppáhalds þjóðum í Eurovision, einfaldlega vegna þess að þeir fylgja akkúrat engum tískustraumum, nema sínum eigin og það líkar mér. Svona „don’t-give-a-flying-fuck“ attitude virkar yfirleitt fyrir þá að mínu mati því að þeir senda þá bara listamenn og lög sem eru góð fyrir sitt leyti og yfirleitt ekkert í samræmi við það sem gerist í Euroverse. Mitt allsherjar uppáhaldslag í Eurovision er einmitt franskt! TwinTwin eru hressir og lagið líka, með nettum grínundirtón – ég neita að trúa því að kvendansarnir á sviðinu séu virkilega að meina það! Í sjálfu sér á ég nú ekki von á neinum gloríum frá Frökkum í ár, en býst við að þeir verði fyrir ofan miðju.

euro_140

Bretland Children of the Universe í flutningi Mollyjar

Hildur segir: Ég er ánægð með Breta í ár að hafa ekki sent útbrunna fyrrurm stórstjörnu! Molly er dálítið töff og lagið þokkalega gott. Það er kannski ekkert mjög júróvisionlegt en textinn er eins klisjukenndur og hægt er með frösum á borð við ,,children of the universe“ og ,,power to the people“. Mér finnst erfitt að spá fyrir um gengi lagsins, er eiginlega svona topp eða botn lag en maður veit aldrei hvort gullfossinn sem Molly verður með á sviðinu muni gera gæfumuninn!

Eyrún segir: Þegar ég heyrði lagið fyrst fannst mér það vægast sagt skrítið, ekkert endilega á góðan hátt. En það hefur vaxið mjög við hverja hlustun og gæti nú alveg gert ágætis hluti í keppninni. Það eru þó mun stærri bombur á leiðinni upp úr forkeppnunum sem munu klárlega skyggja á Molly að einhverju leyti og ég held hún sé ekki beint sigurstrangleg.

dsc1976

Spánn Dancing in the rain í flutning Ruth Lorenzo

Hildur segir: Æi, enn eitt lagið sem mér finnst bara frekar mikið leiðinlegt þetta árið! Það nær aldrei neinu flugi og verður bara ekki neitt neitt allar þrjár mínúturnar sem það stendur yfir þess fyrir utan að aumingja Ruth virðist á köflum ekki alveg ráða við lagið! Finnst þetta ekta lag til að skella sér á klósettið eða poppa!

Eyrún segir: Mér finnst þetta hafa potensjal í góða power-ballöðu en þar sem þær eru þó nokkrar í ár held ég að það vinni á móti Ruth að vera bara í finalnum. Textinn sem inniheldur skrilljón „The rain“ verður ansi hreint leiðigjarn – hvað varð um einfaldlega „La lluvia“? Verður ekki ofarlega, get ég sagt ykkur…

emma_flavio_frank_schiena06

Ítalía La Mia Città í flutningi Emmu

Hildur segir: Ég er svolítið hrifin af þessu, sérstaklega þegar ég hlusta bara. Það er gott riff í laginu og það er langt frá því að vera eitthvað hefðbundið ítalskt júróvisionlag. Emma er með töff rödd en því miður lúkkaði sviðsetning ekkert rosalega vel á fyrstu æfingunni hennar í gær og lagið er kannski full lengi að byrja fyrir júróvision, þó það nái góðu flugi. Þrátt fyrir að mér  finnist lagið nokkuð gott þá held ég hún Emma eigi ekki eftir að gera neinar gloríur á laugardaginn.

Eyrún segir: Mér finnst þessi þróun hjá Ítölum að koma frekar með rokkaðri framlög með kvenflytjendum mun skemmtilegri en þessi rólegu píanólög með körlunum, verð ég að segja. Emma er nokkrum númerum of töff fyrir Eurovision, það er klárt mál en henni á eftir að ganga fremur vel af þessum stóru þjóðum a.m.k. sé litið til undangenginna ára.

Basim

DanmörkCliche love song í flutningi Basims

Hildur segir: Það kom mér verulega á óvart að Basim skyldi vinna undankeppnina í Danmörku enda fannst mér lagið alveg ótrúlega glatað. Það er hins vegar alltaf gott að geta skipt um skoðun! Núna þykir mér lagið hrikalega hressilegt, sérstaklega þegar maður horfi á atirðið á sviðinu. Orkan hreinlega lekur af Basim og dönsurum hans, þeir eru ofsa glaðir og kátur og maður getur ekki annað en glaðst með! Lagið hentar því algjörlega í júróvision en ég held það muni ekki lifa mikið eftir keppnina þó þeir skauti efalaust inn á topp 10.

Eyrún segir: Ég þoli eiginlega ekki neitt við þetta lag; ekki söngvarann, ekki skúbbídúið (Anna Mjöll reyndi, gekk ekki!), ekki lagið, ekki dansarana og alls ekki þá staðreynd að ég fæ þetta ALLTAF á heilann. Jújú, hann er ofsakrúttlegur og brosandi og á heimavelli og sem slíkur fær hann gommu af atkvæðum. Ég er hins vegar ekki í markhópnum fyrir hann og ætla alveg að leyfa öllum 12-13 ára skvísunum að kjósa hann. Ísland gefur Danmörku klárlega 12 stig fyrir Basim, vitið þið til… en ég hugsa samt að hann verði um miðbikið þegar atkvæðagreiðslunni er lokið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s