Dagbókin hans Flosa: Hver fer áfram?

Flosi og pollaselfiFlosi hefur skoðanir á lögunum sem keppa í kvöld eftir æfingar þeirra í gær!

Jæja þá er komið að seinna kvöldinu og ég verð að viðurkenna það að mér finnst ekki eins mikið af góðum lögum í þssum riðli eins á þriðjudaginn og mjög erfitt að velja 10 lönd sem komast áfram. Svona áður en maður sá æfinguna þá voru fjögur lönd sem mér fannst standa upp úr sem eru, Ísrael, Noregur, Grikkland og Rúmenía en svona leit þetta út eftir æfinguna:

Malta: Flott lag til að byrja kvöldið og mjög  skemmtilegt viðlag. Hér eru miklar dívur á  ferð og erfitt að halda með þeim eftir að hafa upplifað þessa vitleysu í partyínu hjá Möltu á sunnudaginn. En ef ég dæmi  flutninginn og lagið þá flýgur þetta í gegn því þau syngja þetta mjög vel og áhugavert að sjá hvernig þau minnast heimstyrjaldanna í myndbandinu.

Ísrael: Loksins kemur eitthvað almennilegt frá Ísrael, flott söngkona, hörku rödd, flott svið og Ísraelar greinilega búinn að vinna heimavinnuna þegar kemur að myndvinnslunni. Mei er svaka Beyonce gella og ef Ísrael kemst ekki áfram núna þá komast þeir aldrei áfram.

Noregur: Ég var rosalega spenntur að sjá sjarmatröllið frá Noregi því hann var búinn að valda mér vonbrigðum á fyrri æfingum. Nú gekk allt upp og þetta svínvirkar í sjónvarpi, að mínu mati eru Norðmenn að komast áfram og gott betur. Hann á svo sannarlega skilið að komast í  topp 10, vinningslag er það samt ekki en gaman að heyra svona James Blunt stíl og vonandi fellur það vel í kramið.

Georgía: Hvað sameinar útreykta blúsara og fallhlífastökkvar? Jú það er framlag Georgíu, sem safnaði saman dýrum úr dýragarðinum í Tiblisi og bjuggu til lag. Þetta er svo slæmt að ég get ekki fundi neitt jákvætt við þetta, versta lag ársins 2014.

Pólland: Jæja íslenskir karlmenn, það er komið að því, brjóstlaginu miklu það sem þið hafi möguleika að gefa einkunn, 0-10. Ef ég loka augunum þá er þetta bara flott blakan pop og ég get alveg dillað mér við þetta og ég elska miðkaflan það sem þau dansa einhvern hringdans. EN skilaboðin sem þau eru að senda er náttúrulega ekki mjög feminísk og við munum örugglega  fá einhver viðbrögð á Twitter. Það verður þó til þess að þau fari áfram, öll athygli er til góða.

Austurríki: Conchita er algjörlega búinn að sjarmar alla í Köben með framkomu sinni og einlægni við aðdáendur. Ég fékk smá gæsahúð og hún var svaka flott lítur stórglæsilega út. Það á örugglega eftir að koma niður á henni að hún er með skegg en hún á svo sannarlega skilið að komast áfram.

Litháen: Hættu að öskra á mig, vá hvað þú ert óþolandi. Ég get ekki hlustað á 5 sekúndur af þessu lagi því þá fæ ég í eyrun. En því miður er Litháen eiginlega alltaf með í úrslitum og vegna þess hvað það eru frekar slök lög í þessari undankeppni þá er ég hræddur um að hún fari áfram og ég þurfi enn einu sinni að heyra þetta öskur. Enn eitt lagið sem er í botn fimm hjá mér.

Finnland: Finnar eru með mjög skemmtilegt fyrirkomulag til að velja framlag sitt í einskonar músiktilraunir þar sem nýjar hljómsveitir og söngvarar fá að spreyta sig. Finnar senda unga hressa stráka sem standa sig eins og hetjur. Því miður eru þeir rosalega flott live hljómsveit en það skilar sér ekki í sjónvarpinu og ég er ekki viss um að þeir fari áfram.

Írland: Írar reyna að troða Riverdance aftur inn í Eurovision en ég er ekki viss um að þá virki hjá þeim þó að lagið sé fint og hún syngi bara nokkuð vel. Held að Írar séu farnir að detta í sama gír og Bretar og hafa algjörega misst áhugan. Þetta lag er á mörkunum að komast áfram.

Hvíta Rússland: Þetta lag er það lag sem kom mér mest á óvart því ég þoldi þetta lag ekki í byrjun en núna er þetta bara svaka dillulag. Þeir eru flottir á sviði og öfugt við Finnana þá koma þeir rosa vel út í sjónvarpi.

Makedónía: Dragdrottning Eurovision 2014, nei bíddu þetta er ekki dragdrotning?! Hún er rosalega spes og er bara svaka gella þegar maður hittir hana  í eigin persónu, biðst afsökunar á mínum orðum en þetta var það fyrsta sem ég hugsaði. En lagið er ömurlegt og út um allt. Er ekki viss um hvort það kemst áfram en þeir hafa þó komist áfram þó að lagið þeirra sé ekki sterkt.

Sviss: Svisslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá keppninni síðustu ár og  munu ekki gera það í ár heldur. Lagið er ekki slæmt en það bara gerir ekkert fyrir mig. Hann er flottur fiðluleikari en Svisslendingar verða að koma með mjög gott lag til að komast áfram, því þau eiga enga vini í Eurovision. Held að þetta lag týnist.

Grikkland: Það er alltaf hægt að treysta á Grikki að það verði svaka show. Í ár eru þeir með trampólín og það kemur bara rosa vel út. Ég er ekki aðdáendi rapps og mér finnst það eyðileggja að lagið eigi möguleika að vinna en það mun skora hátt.

Slóvenía: Þetta lag finnst mér æði og vel útfært á sviði. Slóvenar gera það stundum vel en þeir hafa ekki náð viðlíka flugi og hinar balkanþjóðirnar og eru oftast útundan. En þetta lag getur týnst því að Slóvenía eru á milli tveggja af sigurstranglegustu lögunum kvöldsins.

Rúmenía: Þetta er mitt uppáhaldslag í þessum riðli. Mér finnst þetta vera uppskriftin að góðu Eurovision popplagi. Flott gymmik á sviðinu og þau syngja rosalega vel. Ég held að þau vinni þennan riðil.

Mér finnst rosalega erfitt að ákveða mig hvaða tíu lög komast áfram en held að það þessi:

Malta
Ísrael
Noregur

Pólland
Rúmenía
Grikkland
Hvíta-Rússland
Austurríki
Litháen
Finnland

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s