Svona spáðum við!

Það fylgir því alltaf dálítil spenna að spá fyrir um það hverjir komast áfram þegar umslögin eru opnuð. Allir vilja hafa rétt fyrir sér og vera með sem hæst skor en það eru alltaf einhver óútreiknanleg twist á leiðinni. Við spáðum saman en höfðum þó hvort sitt landið í 10. slottinu – til að gera þetta ögn spennandi 😉

Löndin sem komust áfram eru, eins og allir vita: Svartfjallaland, Ungverjaland, Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, San Marínó, Úkraína, Svíþjóð, Holland og Ísland. 

Við höfðum því sameiginlega rétt fyrir okkur um átta lönd. Við sáum engan veginn fyrir að Valentina myndi merja þetta í þriðja og síðasta sinn, höfðum barasta enga trú á henni! Portúgalska Suzy vék fyrir henni. Eyrún hafði svo rétt fyrir sér með Aserbaídsjan og því er skorið okkar

8-9 af 10

Flosi spáði líka fyrir um hverjir kæmust áfram. Hann hafði sömu trú á Portúgal og við og skorið hans er því

9 af 10

Þið, kæru lesendur AUJ, spáðuð líka í könnuninni hér til hliðar og höfðuð meiri trú á Lettum en raun bar vitni. Skorið ykkar var

9 af 10

Við megum öll vel við una og erum sannarlega nokkuð sannspá!

via wiwibloggs.com

via wiwibloggs.com

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s