Slúðurbankinn gildnar!

Það vantar ekki í digran slúðurbankann hér í Kaupmannahöfn!

  • Í dag heyrðist af sendinefnd Portúgal grátandi í hádegismat, svo leiðir voru þeir yfir að komast ekki áfram í gærkvöldi!
  • Sögusagnir eru um nágrannabrag á keppninni í ár. Ekki nóg með að hin sænska Sanna Nielsen hafi fengið lengsta viðtal júróvision í græna herberginu í gær og áhorfendur verið beðnir um að lýsa upp salinn með símum sínum, heldur munu áhorfendur vera beðnir um það sama á morgun þegar Norðmaðurinn Carl Espen stígur á svið!
  • Meðal Íslendinga flýgur sú fiskisaga að Heiðar hafi talað af sér um búninga Pollanna á laugardaginn og þeir muni koma fram í glimmer klæðnaði sem ekki hefur áður sést!
  • Heyrst hefur að írskiri blaðamenn hafi fagnað svo rækilega þegar Ísland komst áfram í gær að þeir hafi pissað í buxurnar!
  • Litli fuglinn okkar hvíslaði því að okkur að ástæðan fyrir því að Ísland kæmi svona oft síðast upp úr umslögunum væri sú að Jon Ola Sand framkvæmdastjóri keppninnar væri að stríða Jónatani Garðarsynir, forsvarsmanni íslensku sendinefndarinnar en þeim er vel til vina.
  • Sú saga fór á flug í blaðamannatjaldinu í dag að tveir blaðamenn (jafnvel íslenskir!) hafi lent illa í því á Istegade á leið sinni heim eftir fögnuð gærkvöldsins. Tvær stæðilegar konur eiga að hafa komið upp að þeim og boðið þeim tott undir tré en þeir hafi náð að kaupa sig frá því á 25 krónur danskar!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s