Rokkstunt!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Félagarnir í Pollapönki og öll íslenska sendinefndin var að vonum ánægð með úrslitin í gærkvöldi. Eins og sjá mátti í sjónvarpinu ríkti mikil gleði þegar nafn Íslands kom upp úr síðasta umslaginu. FÁSES birti líka frábærar myndir af fagnaðarlátum þeirra félaga í græna herberginu. Þar sem Ísland kom síðast áfram þá voru Heiðar og Halli síðast í röðinni í spjallinu. Þeir voru spurðir hvort þeir tryðu því að boðskapur þeirra myndi breyta einhverju og varð Halli fyrir svörum. Hann sagði lagið ekki endilega eitt og sér gera neinn gæfumun en ef allir gerðu eitthvað myndi boðskapurinn vonandi komast til skila. Þar sem búningar þeirra félaga hafa verið mikið í umræðunni voru þeir spurðir út í hverju þeir munu klæðast á laugardaginn. Heiðar svaraði því til að það kæmi í ljós en jafnvel myndi sjást í glimmer og rennilása á laugardaginn!

Að fundinum loknum heyrðum við stuttlega í Pollunum sem enn voru yfir sig kátir yfir að hafa komist áfram. Við spurðum Halla út í hvað gerðist á sviðinu með míkrafóninn og viðkenndi hann fúslega að hafa bara rekist í míkrafóninn en breytt því í gott rokkmúf! Það er sannarlega rétt hjá honum þar sem margir tóku ekki einu sinni eftir þessu! Guðni, sem á dögunum var valinn einn af kynþokkafyllstu karlkeppendunum í ár af vefritinu Good Evening Europe!. Aðspurður um þetta val var hann ekki margorður en sagði að einhver í bandinu yrði að taka þetta að sér!

Íslenska sendinefndi sem og aðrir Íslendingar hér í Kaupmannahöfn áttu svo varla til orð yfir því að enn einu sinni komst Ísland síðast áfram. Margar kenningar liggja að baki því af hverju Ísland kemur svona oft upp úr síðasta umslaginu. Ein þeirra er sú að nú hafi það verið gert vegna þess að atriðið er eins konar ,,dark horese“ í keppninni og ákveðin spenna í kringum það. Þannig verði til gott sjónvarps, en auðvitað er júróvision ekkert annað en raunveruleikasjónvarp!

Af öðrum atirðum sem komust áfram, var óvæntasta atriði líklega San Marínó. Bæði þegar það kom upp úr umslaginu sem og þegar kom að Valentinu á blaðamannafundinum, ætlaði allt um kolla að keyra í fagnaðarlátum. Á blaðamannafundinum voru fagnaðarlætin það mikil að Valentina ætlaði aldrei að komast að! Það var kannski allt í lagi því hún talar ekki mikla ensku og enginn túlkur með hennni og hún var svo hrærð að hún kom varla upp orði. Maiyja frá Úkraínu var að sjálfsögðu spurð spurnigna sem höfðu með ástandið í Úrkraínu að gera. Maiyja svaraði því með þeim hætt að hún blandaði ekki stjórnmálunum saman við söngkeppnina og hingað væri hún komin til að taka þátt í söngkeppni. Það var þó ákveðin sameiningar andi yfir vötnum á fundinum og það var mikið fagnað þegar hinn ungverski András sagði að ef heimurinn tæki keppendur í júróvision sér til fyrirmyndar, því ef þeir gætu verið vinir þá gæti heimurinn það líka! Það var þó Svartfellingurinn, Sergej, sem átti tilvitnun kvöldsins. Aðspurður um hvernig honum liði yfir því að vera fyrsti Svartfellingurinn til að komast áfram í úrslitin svaraði hann því til að þó það væri ekki stórt skref fyrir heimin væri þetta risaskref fyrir Svartfjallaland!

Fundinum lauk með myndatöku af keppendum og viðtölum þar sem Pollapönkararnir voru síðastir út!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s