Dagbók Flosa: Drama, skipulagsleysi og raddleysi af gleði!

Pollapönk í taka lagið sitt í dansútgáfu á Euro Fan Café

Pollapönk í taka lagið sitt í dansútgáfu á Euro Fan Café

Jæja, þá er heldur betur búið að gerast mikið og aðeins mikiðvikudagur. Ég tók mig til þegar ég komst að því að væri verið að kenna Zumba step námskeið til réttinda og tók smá Eurovision pásu. Ég svitnaði fyrir allan peningin. Þetta er svaka fitness og ég hlakka til að kenna það þegar ég kem heim. Heimleiðin var svoldið spes, ég var voða ánægður með daginn en það var troðfull lest og enginn vildi sitja við hliðina á mér. Þegar ég fór úr fötunum þá skildi ég ástæðuna og já ég er einn af þeim sem þefa af sokkunum áður en ég fer úr þeim, hún var hreint út sagt ekki góð. En aftur að Eurovision, ég skellti mér í maltneska partýið því Pollapönk átti að spila þar. Valli Sport er líka umboðsmaður dívunnar Chiara frá Möltu og hún er að gefa út nýtt lag sem Valli og Örlygur unnu að. Pollapönk mætti í sínu fínasta taui að vanda og áttu að byrja en það var komið babb í bátin. Maltneska atriðið í ár var búið að koma sér fyrir á sviðinu og neituðu að fara af því. Biðin var orðinn ansi löng þegar Firelight loksins tók til við að spila og tóku þeir sinn tíma í að syngja lög sem voru ekki einu sinni Eurovision lög eða þeirra eigin. Það var eitthvað rafmagnað loftið og við sáum að fólk var ekki sátt. Við komust að því seinna að umboðsmaður Maltverja laug að staðarhaldaranum að hann væri umboðsmaður Chiara. Það fór ekki vel í íslenska hópinn en þau tóku á því mjög fagmannlega og leystu málin. Það sem fór mest í pirrurnar á Maltverjunum var að Chiara sagði stolt frá því að hún styður Pollapönk í ár. Áfram Chiara:) Næstir á svið voru Pollapönk og að vanda var eitthvað nýtt á nálunum, það var strippað á boxerana. Þvílíkt stuð og útgeislunin frá þeim er alveg ómótstæðileg. Þá var komið að Dívunni sjálfri sem hefur hvorki meiri en minna tekið þrisvar sinnum þátt og náði meðal annars besta árangri fyrir Maltverja með laginu Angel. Ef ég væri gagnkynhneigður þá hefði ég runnið til í sætinu því ég blotnaði svo með blikkinu sem hún gaf mér og handarbendingunni til mín! Þegar þarna var komið var heldur betur farið að hitna. Chiara frumflutti þá nýjasta lagið sitt, Mermaid in Love sem er einmitt eftir Örlyg Smára, Valla Sport og Pétur Örn og það er ekki hægt að segja annað en að blær þeirra sé á laginu. Flott popplag og ég vona að henni gangi allt í haginn. Ég lenti á góðu spjalli við Valla og hann ætlar að reyna að koma Chiara í sama  prógramm í Suður-Ameríku eins og hún Hera okkar er nú kominn á fullt í eftir að hafa unnið söngvakeppnina Vina del Mar í Síle.

Ég lofaði að vera jákvæður í næsta pósti en ég verð að minnast á þetta samgöngukerfi og skipulagninguna í sambandi við miðana á keppnina. Ég var á leiðinni í blaðamannahöllina í morgun og þá var búið að loka fyrir styttri leiðina í blaðamannahöllina. Ástæðan er enn ókunnug en þetta er bara hræðileg skipulagning, fyrr má nú vera að vera “ligeglag”. Þegar við fórum í höllina í gær þá var aðeins einn inngangur og allir sem fóru í höllina þurftu að ganga í gegnum standandi stæðin sem flestir af FÁSES meðlimum fengu. Hvað er búið að halda margar keppnir til að sjá það að þetta mun aldrei virka? Allir gátu verið í standandi stæðum, það var enginn að fylgjast með á hvaða svæði fólk væri með miða og svo var maður eins og sardína í dós því allir sem eru sitjandi þurfa að fara í gegnum  standandi stæðin til að komast á klósettið eða að fá sér einn öllara. Ég vona svo sannarlega að þetta verði lagað næstu daga.

Það er gaman að segja frá því að ég var víst í fréttunum á DR sjónvarpstöðinni sem allir sáu greinilega því annar hver Dani í salnum sagði að ég hafi verið flottur með rautt glimmer hárband og ég þreifaði á enninu og hugsaði með mér á hvaða glas ég hafi verið kominn því ég man ekkert að hafa sett þetta band á ennið.

Ég var svo ánægður að sjá að Ísland komst áfram en hvað á það að þýða að draga Ísland alltaf seinast upp úr hattinum. Þetta bara má ekki, ég mun deyja ungur af hjartaeurovisiontruflunum ef þetta heldur svona áfram! Þetta var svakalegt að upplifa, það var svaka stemning þegar þeir voru á sviði og ég og maðurinn minn Tusan dreifðum 500 íslenskum fánum og 500 Pollapönk fánum sem skilaði sér svo sannarlega í sjónvarpi. Það voru fleiri íslenskir fánar heldur en sænskir, geri aðrir betur! Snilldarhugmynd Valli og there is more to come. Æðislegt að sjá San Marínó og Svartfjallaland komast áfram í fyrsta skiptið í sögu Eurovision. Svo var það beint á Euroclub en ferðin þangað var eiginlega zik zak því það var engin shuttle bus og  enginn starfsmaður til að leiðbeina manni hvert ætti að fara. Þá var ekkert annað að gera en að skella í sig Reyka vodka skotum til að mykja röddina eftir að hafa misst hana í tilfinningaþrungum sekúndum í salnum. Til hamingju Ísland og holde op med det samme hvað Pollapönk voru flottir!

Chiara syngur að innlifun!

Chiara syngur að innlifun!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s