Að lokinni búningaæfingu

Við fylgdumst með fyrstu búningaæfingu fyrir seinna undankvöldið á morgun. Æfingin gekk ekki alveg eins vel og fyrsta búningaæfing fyrir fyrri undankeppnina því tæknilegar örðuleikar komu upp áður en Rúmenía steig á svið. Flestir keppendur áttu þó ágæta æfingu sem og kynnarnir.

Malta: Dramadrottningarnar í Firelight eru fyrst á svið á morgun. Æfingin þeirra gekk vel og engar stórvægilegar breytingar búið að gera á atriðið þeirra frá því á síðustu æfingu fyrir búningaæfingu. Þau eru brosmild og ánægð og gleðja ábyggilega margan Evrópubúan annað kvöld

Ísrael: Það var allt annað að sjá til Mei á æfingunni í dag en á sunnudaginn! Hún var kraftmeiri, ákveðnari og líkari sjálfri sér ef við miðum við hvernig hún var þegar hún kom fram í ísraelska partýinu á mánudaginn, þar sem hún var mögnuð!

Noregur: Líkt og Mei þá var Carl í miklu betra formi í dag en á sunnudaginn. Svo virðist sem sviðskrekkurinn sé horfinn og Carl njóti þess betur að flytja þetta fallega lag. Röddin var þó ekki alveg 100% en það gerist öðru hverju svo við höfum ekki áhyggjur enn amk! Þrátt  fyrir að hallærislegu myndirnar af Carl í gólfinu væru horfnar eru fiðluleikararnir enn á svæðinu og alveg jafn halló og síðast á glimmerbátnum sínum. Við veltum svo fyrir okkur hver sé búningahönnuður norska sjónvarpsins því enginn virðist hafa séð að buxurnar hans Carl passa honum engan vegin!

Georgía: Fallhlífin var á sínum stað á æfingunni með manninn sem virðist hafa lítið annað hlutverk á sviðinu en að vera í fallhlífinni. Hann slær reyndar í trommu öðru hverju en er annars bara í hlutverki staurs á sviðinu. Hjá hljómsveitinni gekk æfingi vel, myndatakan er þokkalega og við höldum að Georgíumenn sé tilbúnir í slaginn.

Pólland: Við erum lítt hrifnar að pólska framlaginu í ár og langar helst ekki að eyða fleiri orðum í það!

Austurríki: Conchita kom bara sá og sigraði eins og alltaf! Hún kemur fram í glæsilegum gylltum kjól og sendur á litlum palli. Allt í atirðinu er óaðfinnanlegt!

Liltháen: Söngkonan Vilija er mætt á sviðið í búning sem er svolítið eins og mótorhjólaklæðnaður og búningur svarta svansins í bland. Pilsið er þó með trixi því það er með göt fyrir hendur dansarans!

Finnland: Æfing Finnanan gekk vel að mestu eftir smá hnökra í söngnum í byrjun. Þeir raða sér í hring á sviðinu og náðu gríðarlegu flugi í flutningum og sýndu hvað þeir eru þétt band. Þessir strákar eru flottir í gráum glansandi jökkunum sínum.

Írland: Það er svolítið eins og Írar hafi ekki hlustað á lagið áður en þeir ákváðu hvernig sviðsetningin ætti að vera. Kjóll söngkonunar, river dansararnir í pilsum og hreyfingar bakraddasöngkvennana eru í hrópandi ósamræmi við taktfasta músíkina. Þrátt fyrir þetta gekk æfingin vel og Írar virðast tilbúnir í slaginn.

Hvíta- Rússland: Líkt og á sunnudaginn gekk æfing Teo og félaga ljómandi vel. Atriðið lúkkar vel í sjónvarpi og það væri kannski ráð hjá Dressman að ráða þá í auglýsingar hjá sér! Svo má enginn missa af því þegar Teo tekur svakalegustu mjaðmahreyfingar sem sjást á sviðinu í ár!

Makedónía: Ekki er nú búningurinn hennar Tijönu til að hjálpa atirðinu mikið! Myndatakan í atirðinu er mjög hröð á köflum sem gerir mann hálf sjóveikan og atirið er í heild sinni illa útfært fyrir sjónvarp. Það er því erfitt að meta hversu vel æfingin gekk.

Sviss: Sebalater mætir með einfalda sviðsetningu sem virkar mjög vel á sviðinu. Í bakgruninn er flott grafík sem virkar vel í sjónvarpinu. Sebalter er brosmildur og kátur og notast við nokkur góð eurovision trix því hann mætir bæði með trommur og fiðlur!

Grikkland: Æfing Grikkjana gekk vel og nú kom í ljós að þeir eru með trix í myndatökunni þar sem hægt er á hoppum trampólindansarans!

Slóveníu: Það er lítið spennandi við atirði Slóveníu en æfingin gekk ljómandi vel í það heila og atriðið kemur vel út í sjónvarpinu.

Þegar Slóvenía hafið lokið sér af, komu upp einhver tæknileg vandamál fyrir atriði Rúmena. Þegar það loksins komst af stað vantaði fyrstu tónana í lagið en Ovi lét það ekki á sig fá og kom inn á réttum tíma. Atriðið þeirra hefur batnað töluvert frá því á æfingunni á sunnudaginn en enn virðist það vera aðeins of flókið og þau ráða ekki að fullu við þær hreyfingar sem þeim eru ætlaðar. Einnig urðu mistök í myndatökunni eða Ovi fór ekki á réttan stað á sviðinu sem er náttúrlega alls ekki nógu gott þegar að búningaæfingum er komið. Þrátt fyrir þetta er lagið gott og gaman að sjá Paulu og Ovi aftur á júróvision sviðinu.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s