Fyrra undankvöld/Semi-final 1 – ýmis konar tölfræði

 

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Það er svo skemmtilegt að pæla í alls konar tölfræði og við brjótum aðeins heilann um hvað verður á boðstólum í kvöld – án þess að gefa of mikið upp:

  • Af 16 flytjendum í kvöld eru átta kvenkyns sem standa einar á sviðinu (ásamt bakröddum/dönsurum), fjórir karlflytjendur trylla lýðinn og fjögur dúó eða söngflokkar stíga á stokk, þar af einir tvíburar. Gimmikk hjá hvoru tveggja dúóunum felst í að vera samtvinnuð.
  • Ef marka má æfingar nota a.m.k. tvö atriði í kvöld sviðsrampinn sem liggur út að áhorfendum.
  • Í tveimur lögum er alvarlegri undirtónn og boðskapur (fordómar og heimilisofbeldi). Í einu lagi er sungið um kökubakstur.
  • Tvær söngkonur eru í lægri kantinum og notast við palla í sínum flutningi.
  • Útfærður nútímadans er í a.m.k. tveimur atriðum (þ.e. aðeins meira en bakdansarar). Skautahlaupara bregður einnig fyrir.
  • Hárgreiðsluáhugafólk ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð því að í tveimur atriðum verður farið frjálslega með hár!
  • Langmest fer fyrir stórum sviðsmunum og gimmikk til stuðnings lögunum. Meðal þess sem ber fyrir augu er sirkúsróla, risagæludýraleikföng, stórar trommur og hörpuskel a la Venus!

– augljóst er að sviðssetning Asera frá því í fyrra (muniði: gaurinn í kassanum sem var skuggi söngvarans) hefur aldeilis inspirerað lagahöfunda og þá sem undirbúa framlögin fyrir Köben. Nú er bara spurning: Virkar allt heila klabbið eða verða það látlausu atriðin sem komast í gegn??

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s