Dagbókin hans Flosa: Hver fer áfram??

FlosiFlosi fór á búningaæfingu gærdagsins og hefur ýmislegt að segja um kvöldið í kvöld:

 

Þá er þetta allt að skella á og fyrsta alvöru æfingin á enda. Gaman að segja frá því að Danirnir eiga hrós skilið hvernig þetta kemur út í sjónvarpi og  kynning á lögunum bara mjög skemmtileg og frumleg. En það vantar samt þetta Euphoria sem Malmö var með! Það er samt komið að því að dæma lögin og finna út úr því hvaða lög eiga að fara áfram samkvæmt mínum bókum. Tusan maðurinn minn er hreinn sveinn í Eurovision og bað ég hann að setja inn umfjöllun um þau lög sem stóðu upp úr að hans mati.

 

Armenía: Það var mikil spenna að sjá atriðið sem allir veðbankar spá sigri. Ég fékk ekki gæsahúð sem þýðir að það er ekki að fara að vinna og það sem meira er að hann var falskur á köflum og  leit þreytulega út. Mér finnst lagið dramatískt og flott en röddin hans höndlar ekki lagið og því fellur atriðið um sjálft sig.

Lettland: Ég var svo spenntur að sjá lagið og hlakkaði mikið til en því miður varð ég fyrir miklum vonbrigðum með atriði Letta. Atriðið er út um allt og bakraddirnar falskar á köflum en aðalsöngvarinn er kraftmikill og heldur laginu uppi, em því miður held ég að það sé ekki nóg. Lögin eru mjög jöfn í ár og mun tækni og útfærsla á atriði skipta miklu máli og Lettar eru ekki með X-ið í ár 😦

Tusan: Cute song and all that, but stage performance was not so good. They can sing but they were all around the stage, moving around and spread out which made the cameras try to catch them. It was hard to see all of them on TV at once. And they didn’t have anything planned to do on the stage I guess because they were basically running here and there.

Eistland: Þvílíkur dansari á ferð og góð söngkona! Atriðið er flott og ég er hissa hvernig hún heldur lagi í öllum þessum hamagangi. En því miður þá bara er lagið leiðinlegt og mun ekki ríða feitum hesti í ár. Eistar verða ekki með í ár, að ég held.

Tusan: She sings well, after all she is dancing at the same time, right? But you can hear back vocals are helping her lot. It made me think if they win, back vocals should get the prize because they work hard for her.

Svíþjóð: Sanna Nielsen er sannkölluð Díva og í algjöru uppáhaldi hjá aðdáendum og ég er eiginlega sammála. Ég fékk gæsahúð í salnum þegar ég sá lagið og diskókúlan í loftinu þegar hækkunin kemur er geggjuð. Klárlega sigurlagið í mínum augum.

Tusan: The stage and the lights are very well prepared for her because even though she doesn’t do anything on the stage other than dancing her performance is still so strong. Love the little lights that’s given out to the people 🙂

Ísland: Til hamingju Ísland. Ykkur tókst enn og aftur að velja lag sem vekur athygli og stendur sig svo vel. Þvílíkur kraftur og allir klöppuðu og dönsuðu í salnum. Gaman að segja frá því að ég var hræddur að hafa Ísland á eftir Svíþjóð en ég held að það eigi eftir að hjálpa þeim. Ég er sannfærður eftir þessa æfingu að þeir komist áfram.

Tusan: They are fun, and colorful. They could hold it better on the stage this time and hopefully they will be as good as they were at the rehearsal. They clearly got the attention of the audience, got them all go with the rythm and clap their hands. Ending of the act was so cute!

Albanía: Þetta lag hef ég alltaf haft smá gaman af því ég elska dívur sem kunna að syngja. Því miður er þetta eitt af lögunum sem týnast og atriðið ekki vel útfært og kjóllinn hræðilegur.

Rússland: Hvað er þetta sem þær halda á í laginu? Galdrastafir? Er ekki alveg að virka fyrir mig þetta gymmick en svo fóru þær að vega salt og lagið varð allt í einu áhugavert en það er bara of seint. Mér finnst bara mjög óviðeigandi að Rússar syngi um frið, ekkert illa meint til flytjendanna en friður og Rússland eiga ekki saman. Mér finnst dansrútínan ekki í takt við lagið og ekki eiga við, þetta er ekki teknó-lag og engin dramatík og engin ástæða að vera með þessi spor. Rússar fara því miður áfram.

Tusan: They look alike, oh wait, they are twins. But I don’t think their voices go super good together. And there are parts they need to work on that’s what I saw at the rehearsal.

Aserbaídjan: Þetta er eitt af uppáhaldslögunum mínum í ár, öðruvísi og flott ballaða. Því miður eiga Aserar ekki heiðurinn af þessu lagi því það eru Svíar sem semja lagið eins og svo oft áður. Hún var því miður svoldið undir tónunum en það er alltaf flott sviðsetning hjá þeim og það er engin breyting í ár. Mér finnst reyndar  dansatriðið svoldið langt frá  söngvaranum og kamerurnar á allt of mikilli ferð  og ekki í takt við lagið. Kemst örugglega áfram.

Úkraína: Naggrísaratriðið í ár sem breytist í mann á hlaupabretti, það er eins gott að hann sé í góðu formi.Það er svakalegur munur á laginu frá því í undankeppninni og má kannski segja að þau vinni keppnina í ár, ef ætti að dæma frá þeim dyrum. Því miður er lagið bara ekki nógu gott og mun því ekki vera hátt í ár en komast samt  áfram, synd því hún syngur vel og atriðið flott.

Belgía: Æji ég veit ekki……sennilega besti söngvarinn í ár. Lagið er bara drepleiðinlegt og það er bara eitthvað rangt við þessa uppsetningu. Hvað gerði mamma hans eiginlega? Belgar sitja heima í ár.

Moldóva: Kraftmikil byrjun og svaka flottir dansarar. klædd eins og grísk gyðja. Lagið ekki skemmtilegt en þetta er rosa flott á sviði og kom mér mest á óvart af lögunum í kvöld, gæti komist áfram.

San Marínó: Úffff…. sumir segja að allt sé þegar þrennt er en það er bara alls ekki í þessu tilviki, elsku San Marínó. Þetta er orðið svolítið þreytt. Hún syngur vel en lagið en þetta er síðasta hárið sem Ralph Siegel leggur á jörðina til að reyna koma San Marínó áfram, en það var rasshár og ekki nógu sterkt. Farðu nú og hættu að semja og lifðu á frægðinni, elsku Ralph minn!

Portúgal: Loksins komið danslag 🙂 Zumba babý 🙂 Svoldið mikið kaos á sviðinu en ég fyrirgef henni Suzy minni allt, því það lifnar allt við eftir mikla dramantík í flestum löndum sem komu á eftir Íslandi. Æji, nei, hún fór alveg hryllilega út af laginu :/ Vona að hún syngi vel á kvöldinu sjálfu, þá flýgur hún áfram.

Tusan: Nice and catchy song, and to be honest it’s hard to stand and do nothing with that rythm. But I cannot say it’s the winning song, again we all know eurovision is full of surprises.

Holland: Flott byrjun á laginu og einfaldur og auðmjúkur flutningur sem fær mig til að loka augunum og njóta þess í botn. Elska raddirnar hjá þeim saman. Vona svo sannarlega að þau komist áfram.

Svartfjallaland: Hjólaskautar og Titanic er eitthvað sem maður heldur að eigi ekki saman en sjarmatröllið frá Svartfjallalandi gerir það og það kom  mér á óvart hvað það kemur vel út. Er Svartfjallaland að fara að komast áfram í fyrsta sinn? Já klárlega, flottur og geggjaður söngvari.

Ungverjaland: Flottur söngvari,  en það truflar mig hvað þau sýna bókstaflega á sviðinu um hvað hann syngur sem er heimilisofbeldi. En lagið er flott og hann flottur en ég held að Ungverjar séu ekki að fara blanda sér í toppbaráttuna þrátt fyrir að margir spái þeim því. Hann er síðastur á svið sem mun örugglega hjálpa.

Spá mín fyrir kvöldið – löndin sem komast áfram:

Armenía
Svíþjóð
Ísland
Ungverjaland
Portúgal
Holland
Svartfjallaland
Úkraína
Rússland
Aserbaídsjan

Ég vona að Portúgal fari áfram en held að Moldóva fari í staðinn.

Áfram Ísland!

Screen Shot 2014-05-06 at 01.58.15

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s