B&W Hallerne

Júróvision hefur verið haldið í hartnær 50 ár og því hafa margir staðir orðið svo frægir að hýsa keppnina. Á síðasta áratug fór keppnin ört stækkandi. Til að mynda voru vel yfir 30.000 manns þegar keppnin var síðast haldin í Danmörku, þá á Parken, árið 2000 og í Düsseldorf árið 2011 voru rétt um 30.000 manns í höllinni sem var leikvangur sem breytt hafði verið í Júrovision höll. Eftir ævintýrið í Düsseldorf hefur keppnins hins vegar farið minnkandi. Einungis rétt um 11.000 manns voru í höllinni í Malmö í fyrrar og í ár hér í Kaupmannahöfn, mun 8.500 manns vera í höllinni.

mynd: eurovision.tv

mynd: eurovision.tv

Já, höllina köllum við alltaf staðinn sem hýsir júróvision. Þó megi segja að keppnin hafi sannarlega verið haldin í höll í Baku árið 2012 þá er kannski erfitt að segja að keppnin sé haldin í höll í ár. Byggingin sem hýsir júróvision í ár, er nefninlega enginn höll heldur gömul skipasmíðastöð. Stöðin fær nafn sitt af skipasmíða fyrirtækinu Burmeister & Wain sem lét smíða stöðina 1960. Þar var blómleg starfsemi fram á 10. áratuginn en þá tóku við mikilir örðuleikar í rekstri og stöðinni var lokað 1996. Síðan á hefur svæðið í kringum stöðina þjónað ýmsum tilgangi, oft menningarlegum því tónleikar hafa verið haldnir í kringum stöðina auk þess sem loppumarkaðir, sem vinsælir eru í Danmörku, hafa verið haldnir á svæðinu. Stöðin sjálf hefur hins vegar ekki verið notuð fyrr en nú, undir júróvision.

Stöðin, sem nú hefur verið breytt í höll, er staðsett á eyju sem kallast Refhaleöen og tilheyrir hún Amager. Eyjan er hæfilega miðsvæðis, það er hægt að komast nokkuð auðvelldleg þangað með almenningssamgöngum eða keyrandi en hún er þó í góðri fjarlægð frá borginni og því lítið mál að hafa stórtónleika með öllum sínum hávaða þar.

Þegar ákveðið var að júróvision yrði haldið í B&W halllerne, tóku við miklar framkvæmdir við að koma húsinu í stand. Og það er ekki hægt að segja annað en menn hafi nánast eingöngu einbeitt sér að því að koma húsinu í stand! Aðkoman að því er ekki sérlega falleg, fyrir utan gáma, tæki og tól sem tilheyra útsendingunni, lítur svæðið í kring út eins nákvæmlega það sem það er, yfirgefið iðnaðar svæði. Einhver gróður vex viltur, steypuklumpar eru hér og hvar og afskaplega fátt sem er heillandi. Byggingin sjálf er líka frekar óaðlaðandi að utan, ekkert nema grá steinsteypan og stór plaggötin sem lógói keppninar í ár mega sín eiginlega lítils á kaldri steinsteypunni. Allt þetta breytist hins vegar þegar inn er komið. Það var raunar svona nettur Með allt á hreinu  fílingur þegar maður steig inn í höllina, því það er hreinlega ótrúlegt hvað hún er stór að innan! Hún er ekki bara stór heldur stórglæsileg. Hönnunin hefur heppnast afskaplega vel og er skemmtileg nýbreyttni að grænaherbergið er nú inni í sjálfri höllinni.

Horft yfir grænaherbergið og sviðið. Mynd: eurovision.tv

Horft yfir grænaherbergið og sviðið. Mynd: eurovision.tv

 

Hönnunin er þannig að sætum hefur verið komið fyrir á þremur veggjum. Gólfið í miðjunni er skipt í þrjá hluta, græna herbergið, standandi svæðið fyrir áhorfendur og svo sviðið sjálft sem er ekkert slor! Hin gríðarlega lofthæð sem fygir skipasmíðastöðvum var notuð og ferkantaðað sviðið lokað af stillösum sem geriðir eru úr 40 tonnum af stáli og ná 20 metra upp í loft. Þessir stillasar eru svo notaðir  til fyrir bakgrunnsmyndir í atriðunum. Eins og áður segir er sviðið ferkantað, ekki mjög  stórt og út úr því kemur stuttur rampur sem sumir af keppendum nota. Særsti hluti sviðsins er LED gólf gerður úr áli og gleri og því einnig hægt að nota gólfið sjálft til að sýna grafík eða myndir.

Það má því segja að Danir hafi lagt út í ævintýri þegar þeir ákváðu að halda keppnina í B&W hallerne, ævintýri sem eftir þrotlausa vinnu og æfingar hefst fyrir alvöru í kvöld þegar fyrsta undankvöldið fer fram og nær svo hágmarki á laugardaginn!

Hluti af áhorfendapöllunum. Mynd: eurovision.tv

Hluti af áhorfendapöllunum. Mynd: eurovision.tv

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s