Yfirferð laga – V. hluti

yfirferðarmynd

 

Í þessari fimmtu og næstsíðustu yfirferð okkar förum við yfir síðustu sex lögin sem keppa í undanúrslitunum á seinna kvöldinu.

belarus

Hvíta-RússlandCheesecake í flutningi Teos

Eyrún segir: Ég get ekki þetta lag og söngvarann! Finnst þetta endalaus aulahrollur frá upphafi til enda… Jafnvel eftir að hafa séð æfinguna á sviðinu í Köben held ég að gleiðbrosandi Hvítrússarnir sitji eftir með sárt ennið! Ég mun aldrei líta ostakökur sömu augum!

Hildur segir: Eitthvað fannst mér allt í kringum þetta lag ótrúlega hallærislegt til að byrja með. Hins vegar eftir að hafa séð það á sviðinu í Köben hef ég skipt um skoðun. Teo er einstaklega líflegur og hress, leikur við myndavélarnar og brosir og það hættir því að skipta svo miklu máli að lagið sé ekki endilega mjög gott! Held að Teo dilli sér í úrslitin!

makedonia

MakedóníaTo the sky í flutningi Tijönu

Eyrún segir: Sko, fyrir fram hefur þetta lag alveg pótensjal í eitthvað stórt. Ágætlega rokkað og skemmtileg bygging, viðlagið þokkalega grípandi. Söngkonan fær því miður bara 0 í útgeislun og sviðsframkomu og drepur alla möguleika lagsins. Ég held að ekki einu sinni ég sé komin með Makedóníu-syndrómið því að þetta verður bara heima.

Hildur segir: Æi æi æi, leiðinlegt lag, leiðinleg sviðsframkoma, agalegt hár. Hún er samt með svolítið töff rödd, svona þegar hún mæmar ekki! Makedónía verður heima á laugardaginn, held að það sé alveg ljóst!

sviss

SvissHunter of stars í flutningi Sebalter

Eyrún segir: Svisslendingar eru alltaf með þeim fyrstu til að velja og tilkynna um framlög sín í keppnina (í lok síðasta árs) og það getur þýtt að eldheitir aðdáendur hafa um hálft ár að hlusta á og venjast svissneska framlaginu! Ég er bara alls ekki viss um að það komi að nokkrum notum. Jú, Sebalter er hress og krúttlegur og pínu skrítinn, en þetta er bara einkar óeftirminnilegt – svona eins og svissnesku lögin eru því miður alltof oft!

Hildur segir: Sebalter er mættur í hvítri skyrtu, vesti og með fiðlu! Maður gæti hreinlega haldið að Alexander Rybak væri mættur aftur. Svo er hins vegar alls ekki, enda lagið hans Sebalter á allt öðrum nótum en lag Rybaks. Sebalater bíður okkur upp á þjóðlagaskotið lag með flauti, svolítið hresst en kannski ekkert rosalega eftirminnilegt. Ég er hrædd um að Sebalter nái ekki alla leið í úrslitin.

grikkland

GrikklandRise up í flutningi Freaky Fortune  með RiskyKidd

Eyrún segir: Grísku framlögin verða alltaf hittarar, það klikkar ekki! Ég er reyndar ekki á því að rappi eigi að blanda inn í popplög á þennan hátt og finnst það ekki vænlegt til vinsælda – en þar sem þetta eru Grikkir þá eru önnur lögmál! Þeir höfða til dansþyrstra aðdáenda og þetta lag á eftir að gera allt vitlaust. Grikkir eru með bókaðan passa í úrslitin!

Hildur segir: Grikkir klikka sko ekki á europoppinu í ár frekar en svo mörg önnur. Hins vegar er þetta í annað sinn sem þeim dettur í hug að troða rappi inn í annars ágætt lag. Europopphluti lagsins er ljómandi fínn, ekta smellur fyrir Euro club en rappið verður eins og svo oft í svona blönduðum lögum, bara frekar hallærislegt. Þeir eru þó með hressa sviðsetningu strákarnir og þeir munu líkt og fyrirrennarar þeirra frá Grikklandi fljúga beint inn í úrslitin!

Slovenia

SlóveníaRound and round í flutningi Tinkara Kovač

Eyrún segir: Ágætis lag og ég kann vel að meta að sungið er örlítið á móðurmálinu, það hefði mátt vera stærri hluti lagsins! Nokkuð grípandi viðlag og möguleikinn á að komast áfram verður meiri við að vera næstsíðust á svið. Þetta er þó ekki lag sem ég myndi hlusta aftur og aftur á…

Hildur segir: Slóvenar hafa oft sent fín lög í júróvision en þrátt  fyrir það ekki tekist almennilega að ná neinu flugi í keppninni. Því er skemmst frá lagi þeirra í fyrra að minnast sem var ljómandi fínt, með eina af flottari sviðsetningum síðasta árs en það dugði þeim þó ekki til og þeir enduðu meðal þeirra sem fengu allra fæst stig í keppninni í heild! Í ár er lagið aftur frekar gott, viðlagið er grípandi, flutningurinn og sviðsetning góð. Ég ætla bara vona fyrir Slóvena að þeir komist alla leið í úrslitin þetta árið!

rumenia

RúmeníaMiracle í flutningi Paula Seling & OVI

Eyrún segir: Mér fannst þau æðibitar í Osló og enn betri eru þau núna! Trylltir sviðsmunir, háir tónar a la Paula og dynjandi júró-beat! Hvað getur maður beðið um meira? Eitt af mínum uppáhalds og klárt fan favorite líka. Himnar og jörð munu farast áður en Paula og OVI komast ekki upp úr undankeppninni!

Hildur segir: Seinna undankvöldinu lýkur með framlagi Paulu og Ovi frá Rúmeníu. Það verður sko ekkert slor lokaatriði enda þau ferlega hress, með magnað propps á sviðinu og ekki síður góðan euro-smell! Mér fannst reyndar lagið ekkert gott fyrst þegar ég heyrði það fyrst en það vinnur á og núna er það meðal minna uppáhalds í keppninni í ár. Ég ætla samt bara rétt að vona að danshreyfingar Paulu á sviðinu, sem stundum minna á einhverskona tilþrift til að leika fíl, komi þeim ekki í koll! Ef ekki eru við að horfa á sigurvegara þessa undankvölds!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s