Fjúgandi Grikkir og sérstætt píanó!

Leikmunir hafa lengi spilað stóran þátt í Júróvision og ýmsir hlutið skotið upp kollinum í gegnum árin. Hvert man t.d. ekki eftir dauðu ballerínunni í píanóinu hjá Dima Bilan eða risastóra rauða símanum hjá Dönum? Núna þegar allir keppendur í ár hafa æft á sviðinu í B&W hallen höfum fengið að sjá hvaða leikmuni og trix er boðið upp á. Það kom í ljós að það er ansi mikið af skemmtilegum leikmunm sem birtast á sviðinu í ár og því ekki úr vegi að velta þeim aðeins fyrir sér.

Georgía á æfingu. Mynd: Eurovision.tv

Georgía á æfingu. Mynd: Eurovision.tv

Fyrsti leikmunurinn sem  vert er að nefna birtist í atriði Georgíu. Það er risastór fallhlíf sem blaktir í lofti úr vindvélinni meðan á flutningi stendur! Meðan Georgíumenn hafa sinn leikmun í loftinu er leikmunur Grikkja á gólfinu og falin og sést ekki fyrr en líða tekur á lagið og bæði dansarinn og þeir félagar RiskyKidd og Freaky Fortune fara að hoppa á honum! Okkur þykir þetta skemmtilegur leikmunur sem ekki er líklega algengari í fimleikasölum en á júróvision sviðinu!

Grikkirnir  fljúga! Mynd: Eurovision.tv

Grikkirnir fljúga! Mynd: Eurovision.tv

Nokkuð er um að keppendur noti myndir sem birtast í gólfinu. Hin hlédægi og stressað Carl Espen frá Noregi notast til dæmis við þennan fítus og birtast stórar andlits myndir af honum á gólfinu. Við erum alls ekki vissar um að þetta trix hjá Norðmönnum gerir nokkuð til að hjálpa Carl kallinum og verður kannski frekar til vekja upp smá kjánahroll!

Ekki er allt búið enn, því í ár ætla Svartfellingar að endutaka leikinn frá því að Rússar unnu 2008 og mæta með skautasvell og skauta dansara á sviðið! Í þetta skiptið er það kona sem skautar og nú á all stærra svæði en Ólympíu og heimsmeistarinn Evgeni Viktorovich Plushenko dansaði á í Serbíu.

Allt á fullu hjá Úkraínu! Mynd: Eurovision.tv

Allt á fullu hjá Úkraínu! Mynd: Eurovision.tv

Úkraínumenn virðast svolítið hrifnir af stórum hringjum eða hjólum á sviðinu því í ár mæta þeir með risastórt hjól sem einn dansarinn hleypur í eins í eins og trylltur naggrís auk þess sem Mariya leggst á hjólið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Úkraínumenn mæta með stóra hringi á sviðinu því Svetlana Loboda sem keppti 2009 var með þrjá risastóra hringi á sviðinu sem þó var ekki hægt að hlaupa í!

Ovi sæll með píanóið sitt! Mynd: Eurovision.tv

Ovi sæll með píanóið sitt! Mynd: Eurovision.tv

Það eru þó tvö atriði sem standa upp úr í þegar kemu að leikmunum og trixum í ár. Annars vegar eru það Bretar sem eru með tilkomumikinn gullfoss í laginu sínu. Svo magnaður þótti hann að blaðamenn sem horfðu á æfinguna æptu upp yfir sig og klöppuðu eins og þeir ættu lífið að leysa! Tilkomu mesti leikmurinn í ár þykir þó birtast í rúmenska framlaginu en það er hringlaga píanó! Ekki þykir þeim þó nóg að vera með kúl píanó á sviðinu því þau munu beita nokkrum sjónhverfingum líka.

Maður veit þó aldrei alveg nákvæmlega hvað gerist á sviðinu fyrr en búningaæfingar hefjast!

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s