Að fyrstu búningaæfingu lokinni

Fyrsta búningaæfinging fyrir fyrri undarriðilin var í dag. Líkt og Svíjar fyrra, buðu Danir skólakrökkum að koma horfa á æfinguna auk blaðamanna og skapaði það góða stemmningu í höllinni. Æfinging hófst með tækniörðuleikum og eftir upphafsatirðið þurfti að endurtaka það! En eftir það gekk æfingin vel tæknilega. Keppendur áttu flestir ágæta æfingu þó hnökrar væru hér og þar! Kíkjum á þetta land fyrir land.

Armenía: Aram virtist mjög þreytulegur og var kraftlaus í flutningi sínum, þrátt fyrir að líta út  fyrir að reyna mjög mikið á sig við að syngja. Hann er einn á sviðinu og þarf þess vegna algjörleg að ná sér upp úr þessu þreytu og kraftleysi fyrir morgundaginn!

Lettland: Að vanda voru þau afskaplega brosmild og höfðu gaman að. Þau standa fjögur á sviðinu öll í röð og líta bara ljómandi vel út!

Svíþjóð: Sanna kom sá og sigraði eins og alltaf! Hún hefur þó einstaka sinnum gert betur en kannski var hún bara að spara sig aðeins!

Ísland: Pollarnir mættu í jakkafötunum og áttu alveg frábæra æfingu. Það ætlaði allt um koll að keyra í höllinni þegar þeir luku sér af og enduðu lagið með því að stafa LOVE í YMCA stíl. Húrra fyrir Pollapönki!

Eistland: Atirðið er í grunnin eins og í keppninni heima fyrir. Mjög ljóst er yfir atirðinu, allt hvítum og ljósgulum litum. Æfingin gekk hnökralaust fyrir sig hvað söngin varðar en þau áttu í örlitlum erfiðleikum með að gera hallatrixið en þó urðu engin stórslys! Dansinn er þó í heildina jafn amatörlegur hjá Tönju og hann var í keppninni í Eistlandi.

Rússland: Hér var allt saman útpælt út í minnsta smáatirði. Það sem Rússunum láðist þó að taka inn í reikninginn var að æfa nægilega þannig að vegasaltið sem fer fram í miðju lagi líti átaklaust út. Heildar hugmyndin er góð en einhvernvegin skein ekkert í gegnum sjónvarpsskjáinn og atriðið jafn flatt og stúdíóútgáfan af laginu. Eina sem var mjög flott þegar sviðið breytti um lit í lok lagsins, fór úr hvítum og ljósum litum yfir í gula.

Aserbaíjan: Í grunnin gekk æfing vel fyrir utan að söngurinn var ekki alveg alltaf kórréttur. Eins og Arserum einum er lagið eru þeir alltaf með gimmik á sviðinu, núna með rólu þar sem ung kona fer í smá loftfimleika. Ekki slæm hugmynd en passar laginu einhvern vegin eftir. Myndatakan var einnig mjög hröð og passaði ekki inn í þetta afskaplega lágstemda lag.

Úkraína: Lagið sem var frekar slapp eða bara eins og hálf klárað í undankeppninni í Úkraínu er nú orðið allt annað og fullútsett. Þannig er það bæði kröftugra og meira grípandi. Sjónvarpsvinnan er hins vegar ekki nægilega góð, myndatakan var ruglandi og of mikið af yfirlitsmyndum úr salnum. Naggrísa hjólið er samt ótrúlega hresst!

Belgía: nelgdi þetta, einfallt og flott!

Moldóva: Þegar atriðið kom í ljós í búningum og öllu lúkkar allt miklu betur en maður hélt áður. Atirðið hefst á hangandi manni fyrir aftan söngkonuna sem einhvern vegin verður að fjórum dönsurum sem eru mjög töff. Kom mest á óvart á æfingunni, þó lagið haldi áfram að vera slappt. San Marínó: Söng vel en bara gamaldags og lítið um að ðvera bæði í lagi og sviðsframkomu.

Portúgla: Portúgalar hafa litlu breytt frá því lagið vann heima í Portúgal. Suzy hefur heldur ekkert verið í því að æfa að því virðist stífar mjaðmirnar því hún er jafn stíf og þegar hún vann heima. Æfing var ágætt þrátt fyrir það fyrir utan að Suzy klikkaði stóra tóninum í miðju laginu.

Holland: Atriðið byrjar mjög töff með loft mynd þar sem er eins og söngvararnir standi úti á miðri götu! Áfram kemur lagið vel út í sjónvarpi þar sem nær þau tvö standa á móti hvort örðu með gítar og spila og syngja. Myndatakan fellst að mestu í nærmyndum af þeim sem kemur vel út. Þau þurfa þó að passa sig í byrjun því þau voru hreinlega fölsk á fyrstu nótunum.

Svartfjallaland: Æfingin gekk ágætlega en Sergéj vantar útgeislun í sjónvarpinu. Eins er skautadansarinn svolítið klaufaleg á köflum. Flutningurinn var hins vegar óaðfinnanlegur!

Ungverjaland: Mjög góð æfing hjá András þar sem flutntingurinn var óaðfinnanlegur. Eitthvað vantar þó upp á sjónvarpssjarmann hjá honum og hann lúkkar meira eins og á tónleikum en júróvision atirði! Hann mætir með tvo dansara sem dansa mjög áhrifia mikinn dans í anda myndbandsins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s