Yfirferð laga – IV. hluti

yfirferðarmynd

Það er komið að fjórðu yfirferðinni og höldum við áfram að fjalla um lögin sem keppa á seinna undankvöldinu.

georgia

Georgía Three minutes to earth í flutningi The Shin and Mariko

Eyrún segir: Vægast sagt sérstakt lag en af því að ég fíla þessi skrítnu lög verð ég að segja að þetta höfðar pínulítið til mín. Raddæfingakaflinn er undarlegur en lagið sjálft bara fínasta þjóðalagapopp á georgískan mælikvarða (sem ég þekki reyndar ekki en get mér þess til!) Þetta gæti alveg fallið hvoru megin sem er, fer algjörlega eftir stemmingunni á keppniskvöldinu.

Hildur segir: Sei sei hvað á þetta að vera? Einhver sagði þjóðlagajazz en hvað er nú það, spyr ég bara? Þrátt fyrir að ég sé svolítið mikið týnd í því hvaða tónlistarstefna þetta sé og það sér alveg rosalega mikið að gerast í þessu hálfundarlega lagi, þá fíla ég það samt pínulítið. Kannski eru það þessi undarlegheit sem höfða til mín. Þrátt fyrir að ég fíli þetta pínulítið þá mun ég örugglega ekki hlusta á lagið eftir keppnina og á ekki von á að heyra það í úrslitunum.

poland

Pólland – My Słowianie/We Are Slavic í flutningi Donatans & Cleo

Eyrún segir: Úff, controversial lag, jafnvel meira havarí en í kringum Conchitu. Hrikalegt myndband þar sem kvenfyrirlitning virðist í hámarki (virðist segi ég því að svo virðist sem þetta eigi upp að vissu marki að vera grín!), textinn löðrandi í sömu kvenfyrirlitningu en burtséð frá því finnst mér lagið ekki slæmt – svona “euro-hiphop” er alveg mér að skapi. En það er of margt annað sem tengist þessu lagi sem ég get ekki gúdderað svo að þessu sinni vona ég að Pólverjarnir hafni mjög neðarlega!

Hildur segir: Æi, lagið er vont, textinn verri og myndbandið skammarlegt. Hvað voru Pólverjar að hugsa að senda þetta? Maður hálf vonaði að sviðsetningin myndi verða öðurvísi og til að byrja með lofaði hún góðu, söngkonan á sviðinu með dansara í þjóðbúningum en brátt kom í ljós að búið var að koma stúlkum fyrir á sviðinu sem þvo þvotta og strokka smjör eins og um kynferðislega athöfn sé að ræða, brjóstin eru mynduð og þær látnar fækka fötum. Segi bara: Skammist ykkar Pólverjar og ég vona að Evrópubúar sjái sóma sinn í að skilja þetta eftir heima!

austurriki

 

AusturríkiRise like a Phoenix í flutningi Conchitu Wurst

Eyrún segir: Alveg frá því að Conchita rétt missti af sigrinum 2012 í austurrísku söngvakeppninni hef ég dáðst að henni sem karakter og því sem hún stendur fyrir: Frelsi einstaklingsins til að vera nákvæmlega eins og hann/hún kýs án þess að þurfa að passa í ákveðin hólf samfélagsins! Lagið 2012 var ekki næstum eins gott og það sem hún komst svo alla leið með í ár (kannski sem betur fer) því að nú er hún mætt til að taka þetta með trompi. Ég vonavonavona að Evrópubúar geti horft fram hjá fordómum sínum (ef þeir eru til staðar) og valið út frá besta laginu, því að lagið hennar Conchitu og flutningurinn á sannarlega að skila henni áfram í úrslitin og í toppslaginn!

Hildur segir: Conchita Conchita, hún er bara svo ótrúlega frábær! Ekki nóg með að vera stórgóð söngkona, þá hefur hún frábæra útgeislun á sviðinu, er þrælskemmtileg í viðtölum og á blaðamannafundum og nýtur sín algjörlega í sviðsljósinu. Conchita býður okkur upp á stóra ballöðu í söngleikjastíl og ef hennar söngleikjalag er borið saman við belgíska framlagið sem líka hefur vott af söngleikjastíl verður ekki annað sagt en að Conchita vinni þann belgíska í öllu, rödd, framkomu, lagi og tilfinningum! Vona jafn mikið að Conchita komist áfram og ég vona að Pólverjar komist ekki áfram!

lithaen

Litháen Attention í flutningi Vilija Matačiūnaitė

Eyrún segir: Þetta er lagið sem ég man aldrei eftir – jú, Attention-hróp og tútú-pils. Ekkert fyrir mig og sjaldnast eru framlög Litháa á sama kaliberi og frænda þeirra í Eystrasaltinu. Situr að öllum líkindum eftir þegar umslögin verða opnuð!

Hildur segir: Ef Georgía bíður upp á undarlegt lag, þá veit ég ekki alveg hvað á að segja um þetta framlag Litháa! Lagið þykir mér nú frekar vont og það getur engan veginn ákveðið sig hvað það á að vera. Það hoppa á milli teknó og hallærispopps. Þessi klofi í laginu kemur enn betur fram legar maður horfi á Viliju flytja lagið því dansinn er jafn klofinn og lagið. Lagið heitir auðvitað Attention og Vilija æpir æ ofan í æ á athygli í gegnum lagið. En eins og oft er, það þýðir ekki bara hrópa á athyglina, maður verður að verðskulda hana líka og því miður verðskulda Litháar ekki mikla athygli í júróvision í ár.

finland

FinlandSomething better í flutningi Softengine

Eyrún segir: Þetta rokkaða lag hjá Finnunum rennur ljúflega niður en er því miður ekkert eftirminnilegt – og kannski ekki nóg til að komast áfram. Fyrir þá sem vilja rokklög gæti þetta þó verið málið og aldrei að vita!

Hildur segir: Mér finnst ég hafa  gleymt Finnum dálítið mikið í ár og þurfti oft að rifja upp hvert framlag þeirra væri eiginlega. Þegar ég loksins kíki og fletti þeim upp man ég að þetta er fínasta band með alveg ágætt iðnaðarrokk, sem á köflum minnir mig á hljómsveitina A Friend from London sem keppti fyrir Dani árið 2011. Ég hef þó áhyggjur af því að þessir ungu og kraftmiklu strákar komist ekki áfram en þær gætu það þó fyrir að vera eina rokklagið í seinni riðlinum.

irland

ÍrlandHeartbeat í flutningi Can-Linn með Kasey Smith)

Eyrún segir: Ágætlega hressandi popplag en samt svona miðjumoð, vona að sviðssetningin hjálpi til því að annars er ekki gott að segja með gengið.

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði lagið fannst mér einhver góður húkkur í því og hann hefur ekki horfið þrátt fyrir ítrekaða hlustun á lagið. Lagið er poppað með dansívafi þó það nái ekki alveg að verða hressasta danslagið í ár. Í myndbandinu við lagið sést Can-Linn hversdagslega klædd en í kvöldþætti í írska sjónvarpinu mætti hún í galaklæðnaði. Á æfingum hér í Kaupmannahöfn hefur hún verið í týpu af síðkjól og með bæði dansara og bakraddir á sviðinu sem einhvern vegin passa ekki alveg við dansbítið í laginu. Ég held þrátt fyrir það að Írar fari áfram.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s