Úr Júró-slúðurbankanum!

Um leið og út í júróvisionland er komið byrjar slúðrið að flæða og auðvitað deilum við því markverðasta með ykkur!

  • Skipulagið hefur ekki alveg verið upp á sitt besta hjá Dönunum en lagasta dag frá degi. Heyrst hefur að það sé vegna þess styrkja þurfti þakið á höllinni því það þoldi ekki bassann í sumum atriðunum og þetta hafi sett allt skipulag úr skorðum!
  • Aðdáendur sem eru með miða í stæði ættu ekki að koma með miklar hárgreiðslur á seinna undankvöldið því heyrst hefur að vindvélin sem framkallar hinn hljóða storm Carls Espens sé svo kröftug að hárið á áhorfendum standi hreinlega upp í loftið!
  • Enn er leyndamál í hverju Pollarnir munu klæðast á sviðinu á þriðjudagskvöldið en eins og aðeins hefur glitt í voru saumaðar á þá gamaldags stuttbuxur og hver veit nema þær muni sjást á sviðinu! Vonandi þó ekki í neinum súperman stíl yfir jakkafötin!
  • Heyrst hefur að úkraínska söngkonan Mariya hafi á Euroclub sungið framlag Moldóvu frá 2009, Hora Din Moldova og beint því til rússnesku keppendanna sem þar voru staddir!
  • Eftir æfingu Conchitu í gær flugu sögur að flutningur hennar hefði hreyft svo við mörgum, sem hlýddu á í höllinni, að þeir fóru að gráta!
  • Vangaveltur eru í blaðamannahöllinni um hvort hin rúmenska Paula eigi von á sér. Bæði þykir hún bera hinn þekkta óléttu ljóma auk þess sem hægt var að túlka orð hennar á blaðamannafundi í gær í þá veru að hún ætti von á sér!

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s