Yfirferð laga – III. hluti

yfirferðarmynd

Í þriðju yfirferð okkar förum við yfir síðustu fjögur lögin sem keppa á fyrra undankvöldinu 6. maí og fyrstu þrjú sem keppa á seinna kvöldinu 8. maí.

 

portugal

Portúgal Quero Ser Tua í flutningi Suzy

Hildur segir: Keppnin í ár er troðfull af ballöðum og því er þetta framlag Portúgala mjög kærkomið þó það sé ekkert endilega besta svona lagið sem hefur komið í júróvision. Sambatakturinn og viðlagið eru sérlega grípandi og það er ekki annað hægt en að dilla sér með og  brosa. Mér finnst þó betra að horfa ekkert á söngkonuna því mér finnst eins og henni líði illa við að syngja lagið, hún er að minnsta kosti allt of stíf miðað við takinn í laginu! Ég vona hins vegar sannarlega að Portúgalir fari áfram og haldi uppi einhverju fjöri á úrslitakvöldinu.

Eyrún segir: Þetta hressa danslag sem er í grunninn Chula-tónlist úr þjóðlagaranni Portúgala, á enga sinn líkan í keppninni í ár – og sambatakturinn á örugglega eftir að fá fólk til að dansa. Því miður hefur flutningurinn hennar ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og ef það batnar ekki verður lítið dillað sér yfir suðrænum tónum í aðalkeppninni. Við heyrðum því fleygt að hún hefði með hjálp moldríks eiginmanns í Dubaí „keypt“ sér sigurinn í portúgölsku undankeppninni – ætli þau skötuhjúin reyni e-ð slíkt í Eurovision? Langt síðan almennilegt mútumál komst upp á yfirborðið í keppninni…

 

 

Foto_The_Common_Linnets_-_fotograaf_Michel_MAlder

HollandCalm after the storm í flutningi The Common Linnets

Hildur segir: Sagt hefur verið um framlag Hollendinga að það sé ekki mjög júróvisionlegt. Lög sem þessi hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og jafnvel gengið ágætlega og má því segja að júróvision hafi opnast fyrir svona útvarpsvænum popplögum í rólegri kantinum. Þau í Common Linnets eru mjög góðir  flytjendur og gengi þeirra mun því velta mikið á stemmningu Evrópubúa fyrir svona músík sem og hvort þú ná að koma karisma í gegnum sjónvarpsskjáin. Ég spái því að þau nái þessu og helli sér með í úrslitin!

Eyrún segir: Eitt af uppáhöldunum mínum í ár. Lágstemmt með fallegri röddun frá Waylon og Ilse og alveg víst að það verður melódían sem fær að njóta sín á sviðinu: Þetta er það sterkt lag að það þarf sko ekkert gimmikk. Þar sem ballöður og róleg lög eru mjög mörg í keppninni gæti þetta þó dottið á milli skips og bryggju. Sérstaklega þar sem Hollendingar geta ekki reitt sig á neina gommu af stigum frá nágrönnunum, öðrum en mögulega Belgum.

 

svartfjallaland

SvartfjallalandMoj Svijet í flutningi Sergej Ćetković

Hildur segir: Loksins loksins kom balkan ballaða í keppnina! Þó þetta sé ekki endilega besta balkan ballaðan sem hefur komið, þá er bara svo dásamlegt að fá eina að mér er eiginlega alveg sama þó hún sé ekki frábær! Rödd Sergej er dæmigerð fyrir svona ballöðu og lyftir annars ekki framúrskarandi lagi á hærra plan. Ég held með öllum balkan ballöðum og þar af leiðandi með Sergej!

Eyrún segir: Balkan-ballaðan í ár, með stóru B-i. Óneitanlega minnir byrjunin á ofspilaðasta lag allra tíma, My heart will go on, þemalag 90’s-myndarinnar Titanic, en eftir byrjunina er þetta bara ljúft. Í ár er Svartfjallaland eitt afar fárra Balkanlanda í Eurovision-keppninni (hin eru Albanía, Slóvenía og Makedónía) og því fátt vina. Ég held þó að það komi ekki að sök – Balkanblæti er landlægt í Evrópu að mínu mati og þetta er alveg hreint unaðslegt. Ég segi að Sergej sem er hokinn af reynslu fljúgi áfram í úrslitin!

 

ungverjaland

UngverjalandRunning í flutningi András Kállay-Saunders

Hildur segir: András er ekki bara frábær flytandi, heldur er lagið sérlega gott og áhrifamikið. Eina sem fer svolítið í taugarnar á mér er þessi mikli teknótaktur sem kemur þegar líður á lagið og hefði mátt vera aðeins lágstemmdari. Sjálfur segir hann að honum þætti mikilvægt að syngja um fleira en ástarsorg og því hafi þetta umfjöllunarefni orðið fyrir valinu, en fyrir þá sem ekki vita fjallar lagið um heimilisofbeldi og barn sem er að flýgja ofbeldisfullan föður. Allt í kringum framlagið er mjög metnaðarfullt og má passlega gera ráð fyrir að Ungverjar fljúgi í úrslitin en Ungverjar hafa komið sterkir inn öður hverju í þessa keppni með framúrskarandi framlög.

Eyrún segir: Mjög sterkt lag frá Ungverjalandi að þessu sinni og metnaðurinn mikill eins og undanfarin ár, greinilegt að þeir stefna upp úr undankeppninni sem ég held að sé mjög raunhæft markmið! Myndbandið er mjög erfitt að horfa á og valið á umfjöllunarefni gæti alveg spilað stóra rullu í velgengni (eða ekki) – snertir langflesta! Ég fíla dub-steppið í þessu og það að þetta er síðast á svið á fyrra kvöldinu mun hafa sitt að segja. Söngvarinn er líka mikill sjarmör, ekki spillir það fyrir!

 

malta

MaltaComing home í flutningi Firelight

Hildur segir: Maltverjar eru með puttan á púlsinum er horft er til vinsælda svona þjóðalgapopps í heiminum í dag. Hins vegar er lagið ekkert það besta í þessum bransa, þó alveg ágætt. Það rennur hins vegar saman við mörg önnur svipuð lög sem til eru og því ekki mjög eftirminnilegt. Það er þó gaman að hlusta á það þegar maður heyrir það og það gæti alveg hjálpað þeim eitthvað. Söngvarinn hefur hins vegar takmarkað karisma í sjónvarpi og þau hefðu alveg mátt sleppa kaflanum þar sem systirin syngur, það dregur úr laginu, er svolítið eins og þau séu að reyna of mikið. Held þó að þrátt allt að Maltverjar eigi alveg möguleika á að komast áfram og ef þeir gera það ekki verða þeir næstir inn.

Eyrún segir: Þjóðlagaslagari frá Möltu í ár. Þeir eru með yfirlýsingar: „I ain’t gonna leave till you know my name!“ Ég held þó að Evrópa muni gleyma þeim í þessum síðari undanriðli þar sem sprengjurnar eru talsvert margar. Aldrei að vita nema þetta skili sér samt til ákveðinna íslenskra stjórnmálamanna…

 

israel

ÍsraelSame heart í flutningi Mei Finegold

Hildur segir: Ég var hrifin af þessu lagi strax þegar ég heyrði það fyrst, kannski helst til út af sérstakri rödd Mei. Lagið er þó ekki eins gott þegar maður heyrir það aftur og aftur, þó það verði alls ekki óþolandi eins og mörg önnur lög. Ef Mei tekst vel til á sviðinu og nær að halda góðu poweri í röddinni þá gæti þetta orðið eitthvað, en sviðsetningin, eða kannski helst til myndatakan fyrir sjónvarp lofar ekki sérlega góðu. Gæti því auðveldlega setið eftir heima.

Eyrún segir: Ísraelar tefla fram hressri Pink/Beyonce-gellu sem skilar svona júró-rokklagi á sviðið. Ísraelar eru alltaf litnir dálitlu hornauga í Eurovision (sem er nú ósköp skiljanlegt!) og sérstaklega þegar þeir senda væmin friðarlög. Þetta er ögn öðruvísi og hefur náð inn undir hjá aðdáendum. Ég væri til í að sjá hana í úrslitunum og finnst þetta nokkuð „catchy“ lag. Enginn winner samt held ég!

 

noregur

NoregurSilent storm í flutningi Carl Espen

Hildur segir: Rétt eins og margir þá féll ég algjörlega fyrir þessu lagi strax við fyrstu hlustun og hlustaði á það örugglega 10 sinnum í röð! Karl kom mjög vel út á sviðinu í undankeppninni í Noregi en hér í Kaupmannahöfn virðist stressið hafa áhrif á hann og hann nær ekki að skila eins áhrifa miklum flutningi og áður. Ég er þó fullviss að Carl taki sig samana í andlitinu, komist yfir sviðskrekkinn og rúlli þessu upp og sigri seinni undanriðilinn!

Eyrún segir: Ég verð að segja að fyrir keppnina var þetta algjörlega mitt uppáhald. Ég fékk sömu tilfinningu við fyrstu hlustun og þegar ég heyrði Loreen og Lenu þýsku í fyrsta sinn. Mér sýnist samt af æfingum að reynsluleysi Carls Espen gæti skilað sér í nokkuð líflausum flutningi og það má alls ekki! Ég vil sjá Noreg í úrslitum því að lagið er feikigott og hann er nokkrum númerum of krúttlegur!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s