Ólympíuleikar lagahöfunda

Í dag lauk síðustu æfingum undankeppnanna áður en búningaæfingar hefjast eftir helgina. Að lokinni æfingu hélt svo hver sendinefnd sinn síðasta blaðamannafund. Æfingarnar gengu að jafnaði vel þó eitt og annað hafi að sjálfsögðu komið upp eins og gengur og gerist á æfingum. Við höfum þegar fjallað um æfingu hins norska Carl Espen en ætlum að kíkja betur á hvað hann hafði að segja að henni lokinni líkt og nokkrir fleiri keppendur.

AP4_7731

Carl Espen ásamt fiðluleikurum sínum á æfingu. Mynd: eurovision.tv

Fyrsta spurningin sem Carl Espen fékk á blaðamannafundinum sínum var hvort hann væri minna stressaður núna en eftir fyrstu æfinguna. Carl svaraði því játandi en þó mjög til baka í máli, talaði lágt svo varla heyrðist og var ekki lang orður. Annað var upp á teningum hjá höfundi lagsins og frænku Carl þegar hún var spurð hvað lægi á bakvið lagið. Hún sagði Carl vera uppsprettu lagsins, hún hefði alltaf upplifað hann þannig að eitthvað væri að bærast innra með honum sem þyrfti að sleppa út og hann yrði að tjá sig um það. Hún kvaðst jafnan ekki hafa vitað hvað það var, bara upplifað frænda sinn svona og hefði séð fyrir þetta óræða fyrir sér sem hljóðan storm og þannig hafi lagið orðið til. Í lok fundarins stóðu þau frændsystkin upp og fluttu, með aðstoð fiðluleikaranna, lagið Roar með Katy Perry. Við flutningin var eins og lifnaði fyrir Carl blessuðum og hann söng ekki bara vel heldur af innlifun.

Austurríki rokkar

Conchita Wurst hefur vakið verskuldaða athygli í Kaupmannahöfn og var alsæl að æfingu lokinni. Það er greinilegt að langþráður draumur hennar er að rætast með þátttökunni í Júróvision, því hún átti vart orð til að lýsa hvað henni þætti gaman að vera hér í Kaupmannahöfn og taka fullan þátt. Hún lýsti því að meira segja í myrkrinu á sviðinu rétt áður en lagið hennar byrjar glóði húð hennar undir kjólnum! Líkt og öll viðtöl við Conhitu þá var hún spurð út í útlitið og hvort hún héldi að hún hræddi einhvern með því að vera eins og hún er. Það stóð ekki á svarinu hjá henni, auðvitað vildi hún ekki hræða neinn, heldur sýna fram á það að maður ætti að vera eins og maður vill og ekkert annað og uppskar hún mikið klapp fyrir. Í lokin var Conchita spurð hvort hún myndi keppa aftur sagðist hún myndi koma aftur og aftur ef vilji væri fyrir enda væri frábært að taka þátt.

Ungverjar héldu sinn síðasta blaðamannafund seint í gærkvöldi. András var ánægður með æfinguna sína og glaður með þátttökuna í júróvision. Þar sem hann er býr í New York var hann beðin um að segja frá því hvernig hann útskýrði eiginlega Júróvision fyrir amerískum vinum sínum. András var með svarið á reiðum höndum, sagði júróvision vera eins ólympíuleikar lagahöfunda. Anrás var einnig spurður út í skilaboðin í laginu sínu og sagst hann hreinlega hafa langað að fjalla um eitthvað dýpra en ást og ástarsorg sem svo oft er sungið um.

Krúttpungar frá HvítarússlandiÆfingarnar gengu annars alla jafna vel. Hinn hvít-rússneski Teo átti þrusu fína æfingu og sviðsetning hans kom nokkuð á óvart. Þó hún hafi byrjað eins og góð Dressman auglýsing fyrir 25 ára og yngri þá lifanði yfir atirðinu og þeir félagar voru samtaka og flottir. Einhverjum þótti vanta stúlkuna úr myndbandinu en aðspurður um veru hennar sagði Teo hana eiga of mikið af kjólum og það hefði verið of dýrt að taka hana með því þau hefðu þurft að borga 1000 dollara í yfirvigt! Þá var kom slóvenska atirðið vel út þrátt fyrir að söngkonan skarti arfa ljótum kjól og Grikkirnir sem syngja endalaust um að stíga upp enda sinn performans liggjandi á tampólíni!

Rúmenía á æfingu, svaka propsAð lokum fylgdumst við vel með æfingu Rúmena, bæði á skjá sem og í höllinni. Mikil stemmning var í æfingunni á höllinni og braust fólk út í trylltum dansi meðan á laginu stóð. Atriðið var hins vegar öllu verra í sjónvarpi því það virtist ekki nægilega vel æft og hreyfingar þeirra, sérstaklega Paulu virtust vera taldar og flæddu engan veginn. Á blaðamannfundinum eftir æfinguna kom hins vegar í ljós að alls ekki er allt komið hjá þeim í sviðsetningu og eitthvað óvænt mun gerast sem einungis verður gert á búningaæfingum og í keppninni sjálfri! Það verður því spennandi að sjá hvaða spil þau eiga uppi í erminni. Þau Paula og Ovi voru beðin um að segja hvort þeim þætti framlag sitt í ár eða framlag sitt frá 2010 betra. Við þá spurningu fauk stuttlega í yfirmann rúmensku sendinefndarinnar sem greip frammí fyrir spyrjandanum og spurði hvort hann myndi gera upp á milli barnanna sinna! Paula og Ovi voru rólegri yfir spurningunni og Paula lýsti því að framlag þeirra í ár hefði dýpri skilaboð en bæði voru þau sammála um að þeim þætti jafn vænt um bæði framlög sín.

Það voru því falleg skilaboð þeirra um jafnræði sem lokuðu hringum í blaðamannfundum keppenda í undankeppnunum.

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s