Er Carl Espen búin að missa powerið?

Carl Espen á æfingu í dag.

Carl Espen á æfingu í dag.

 

Í dag fara fram síðustu æfingar fyrir búninga æfingar og er komið að þeim sem keppa á öðru undankvöldinu. Allt um Júróvision erum svolítið hrifið að norska framlaginu í ár og var því mikill spenningur fyrir æfingu Carl Espen sem hófst rétt fyrir eitt að staðartíma.

Á æfingum sem þessum er rennt þrisvar sinnum í gegnum hvert lag. Fyrsta rennslið horfðum við á í sjónvarpinu og það er skemmst frá því að segja að vonbrigðin voru mikil. Þrátt fyrir að Carl syngi ekki feilnótu, þá var eins og allur krafturinn sem  var í honum á sviðinu í Noregi væri horfinn. Lagið virkaði lengi af stað og hvorki Carl né risið í laginu náðu almennilega í gegnum sjónvarpsskjáinn. Ekki bætti úr skák þegar fyrst birtast myndir af honum á gólfinu og nokkru síðar ganga fjórir fiðluleikararar á sviðið. Þær taka sér stöðu á palli sem er einskonar glimmer bátur og er líklega hugsað  til þess að ýta undir dramað í laginu. Það misheppnast þó svakalega því fiðlukvartettinn verður ekki til þess að ýta undir drama sem kallar fram gæsahúð heldur langar meira í átt við það að komin væri tími til að hringja á Vælubílinn!

Ekki var nú all búið enn hjá aumingja Carl, því eitthvað er hann óheppinn með búningahönnuð. Hann mætti í jakka, skyrtu og terlínbuxum. Bæði í sjónvarpinu og þegar við kíktum inn í höll til að sjá hann flytja lagið live virtist honum líða hálf illa í þessum fötum. Jakkinn kom sæmilega út í sjónvarpi en nokkuð betur í live en Carp má teljast heppinn að buxurnar hann sjást lítið í sjónvarpinu því búningahönnuður hans hafði greinielga ekki sans fyrir því hvað a snið færi Carl og buxurnar eru frekar sniðnar á hávaxinn grannan mann, fremur en sterklega byggðan Norðmann.

Það er einlæg von okkar að Norðmenn nái að pússa þetta aðeins til og Carl nái að koma einlægninni í gegn á fimmtudaginn og fólki geti horft aðeins fram hjá vælulegu fiðluleikurnum í glimmerbátnum. Lagið er nefninlega stór gott og ætti góða möguleika á að ná langt!

 

Lengi af stað og allt powerið sem var í flutningum í norgei horfið

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s