Dagbókin hans Flosa: Fyrsti dagur í Köben

FlosiPistlarnir hans Flosa verða sko á sínum stað í ár frá Kaupmannahöfn undir nýju heiti: Dagbókin hans Flosa! 🙂

Danmörk: Hamingjusamasta þjóð í heimi eða hvað?

Það var ekki langt ferðalag að flytja Eurovision í ár, aðeins hálftíma akstur frá Malmö, og guð sé lof fyrir Danina þá er bjórinn á viðráðanlegu verði og allir hamingjusamir. Ég heyrði hjá vini mínum í Köben að vegna þess möguleika á að keyra yfir til Þýskalands til að versla, þá lækkuðu Danir verðið á bjórnum. Mér finnst ég alltaf eins og ég vera kominn á mitt annað heimili þegar ég kem til Kaupmannahafnar, allir svo vinalegir og “ligeglad”.

Iðnaðarsvæði eða Eurovision-höllin??

Iðnaðarsvæði eða Eurovision-höllin??

Ég bjóst ekki við síðri skipulagningu frá Dönunum enda stutt frá Svíþjóð og Norðurlandaþjóðirnar yfirleitt með allt á hreinu. Því miður er eins og Danirnir hafii byrjað mánuð of seint að skipuleggja. Skemmst er frá því að segja að það tók mig næstum tvo tíma að komast að höllinni frá miðbænum og greinilega ekki búið að skipuleggja neitt til þess að auðvelda okkur ferðirnar. Kannski vilja þeir að maður brenni bjórnum sem maður drakk daginn áður? Eftir tvo strætóa og 50 mínútna göngu þá kom ég á iðnaðarsvæði þar sem enn var verið að malbika út um allt og einhver útileigutjöld út um allt, gat þetta verið blaðamannahöllinn? Já, sú var raunin og það virtist allt vera að hrynja.

Á leið í höllina!

Á leið í höllina!

Loksins komst ég á leiðarenda og fyrstu fréttir sem ég heyri er að það þurfti að styrkja loftið í höllinni vegna hættu að það mundi hreinlega hrynja vegna þrýstings frá bassanum. Ekki mjög traustvekjandi! Eftir allt þetta ævintýri að komast í höllina sjálfa þá var mér orðið mál að pissa sem er ekki í frásögur færandi nema það að ég þurfti virkilega að passa að hitta í pissuskálina því það hristist allt og skalf. Ég hélt fyrst að sumir hefði kannski tekið forskot á sæluna og ekki getað beðið  þangað til í kvöld. Ég komst svo fljótt að því að þetta er út af því að gólfin eru lögð með plönkum sem dúa þegar fólk gengur um blaðamannahöllina. Það þarf líka að halda andanum inni vegna þess að sá þefur sem angar í kringum klósettin fær mann til að missa matarlystina sem er kannski ætlunin líka þvi enn og aftur – bjórinn er svo ódýr. Þannig að fyrsta upplifun af Eurovision í Kaupmannahöfn er vonbrigði því yfirleitt kunna Skandinavar að skipuleggja Eurovision.

Jæja, þá er ég búinn að taka neikvæða pakkann. Nú ætla ég að einbeita mér að vera kominn í Eurovision-paradís og því hversu yndislegt er að hitta alla vini sína sem deila þessari ástúð. Það er sama hvert ég fer í blaðamannahöllinni, ég fæ alltaf hrós fyrir Pöllapönksgallann sem ég fjárfesti í og hef eingöngu heyrt jákvæða umræðu um Pollapönk. Ísland er á uppleið og Pollapönk nær greinilega að koma boðskapnum sem fylgir okkar lagi til skila. Ég hlakka til að fylgjast með þeim og mun láta heyra í mér síðar um hvað mér finnst um önnur lög keppninnar.

Frítt faðmlag í Köben!

Frítt faðmlag í Köben!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s