Lokakvöld
Jæja, þá getum við öll verið sátt, Eurovision-partý í öllum heimahúsum út um allt Ísland. Sama hvað gerist í kvöl þá er það alveg klárt að þetta verður hörkukeppni og svaka spenna. Ég var að koma af fundi í OGAE International í gær og þar kom fram að þangað til núna er enginn klár sigurvegari eins og hefur verið síðustu tvö ár. Það verður erfitt að spá hverjir verða í top 10 þar sem maður hefur ekki ennþá séð hvernig þessi 6 lög koma út í sjónvarpi. Ég leit við á æfingu og Pollapönk var að sjálfsögðu með þetta. Við getum verið stolt af íslenska framlaginu og það er aldrei að vita nema að við fáum einhver stig. Mig langar að lokum að nefna þau 10 atriði sem ég held að verði í top 10 og að mínu mati standa upp úr eftir að hafa séð öll atriðin:
Svíþjóð: Þetta er lagið sem gaf mér gæsahúð frá fyrstu hlustun og ég held að það séu margir sammála mér í því þar sem 99% eru að sjá þessi lög í fyrsta skiptið.
Grikkland: Þetta lag hefur unnið mest á hjá mér síðan ég kom til Köben og ég er staðráðinn í að það verði í Topp 3. Hugsanlega sigurvegari.
Rúmenía: Þetta er búið að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að ég heyrði þetta lag og það er en í Top 5 hjá mér þó að ég haldi að Grikkir hafi tekið fram úr í gær. Þetta verður sko spilað á klúbbunum í sumar.
Aserbaídjan: Aserbaídjan hefur verið í Topp 10 frá því þau tóku þátt enda með bestu blönduna á góðum lagahöfundum frá Svíþjóð sem og staðsetningin á landinu. En lagið er líka flott og enn og aftur eru Aserar með eitt af bestu gymmickum ársins og hún syngur bara rosa vel.
Danmörk: Danir kunna þetta á sviðinu þótt þeir geti ekki skipulagt Eurovision. Hann er skemmtilegur og ég er að fýla Zumba-danssporin hjá honum. Þetta lag sker sig úr í stíl og fær öll unglingsstelpuatkvæðin.
Ítalía: Ítalía var ekki sterkt á æfingu en ég hef mikla trú á þessu lagi og hún flott, sexý og Ítalía hefur alltaf verið í Topp síðan að þau komu aftur í Eurovision.
Rússland: Rússar eru eina landið sem ég vil ekki hafa í topp 10 því mér finnst lagið leiðinlegt og það vinnur ekkert með Rússum í ár nema það að það búa Rússar út um allt og munu þeir því vera í Top 10.
Úkraína: Úkraína er með flott popplag og flott svið og það munu margir kjósa þau vegna samúðar og styðja Úkraínu.
Svartfjallaland: Svartfjallaland er geggjað á sviðinu og hann er flottur. Svartfjallaland mun fá öll atkvæði Balkan-landanna og þeir leynast víða í Evrópu og ég hef mikla trú á þessum kynþokkafulla Svartfelling.
Holland: Þetta lag er það lag sem allir koma sér saman að kjósa því það er einfalt, flott á sviði, geggjað ljósashow og hver fýlar ekki smá Kántrý-fýling. Lagið er einfalt sem ég held að muni hjálpa því ég tala mikið fyrir Less is more.
Þegar kemur að Íslandi þá er maður vanur að vera bjartsýnn og ég ætla að lofa mér að segja að þeir munu lenda ofar en vanarlega en það verður samt bara 15.sæti.
Sigurvegarar: Grikkland eða Svíþjóð!