Síðan dekruð í drasl/Our site is getting a little makeover!

 

auj_hvitt3

Elsku lesendur, takk fyrir að fylgja okkur í gegnum enn eina Júróvisjón-vertíðina! Lesturinn hér fer alltaf í botn í hátíðarvikunni og við hoppum af kæti! Okkur þykir alltaf svo vænt um að heyra frá lesendum og viljum endilega hvetja ykkur til að senda okkur línu í athugasemdakerfinu eða hreinlega á netfangið eurovisioneurovision(at)gmail.com!

Við erum með margt skemmtilegt í pípunum og ætlum að poppa ýmislegt upp hérna á síðunni. Endilega fylgist spennt með á næstunni – það styttist nefnilega óðum í að gamanið hefjist á nýjan leik!

Júróvisjón allt árið!

Bestu kveðjur,

Eyrún og Hildur

Sætasti sigurinn!

 

10269591_10152469067844343_8995694684643743071_n

Við erum bara ennþá dálítið orðlausar frá því í gær og trúum því vart að 60. keppni Eurovision-sögunnar verði haldin í Austurríki. Enn á eftir að ákveða hvort um Vín eða Salzburg verður að ræða. En sigur Conchitu var sætur og réttindabarátta hinsegin fólks fékk svo sannarlega byr undir báða vængi. Okkur vöknaði um augun þegar Conchita lét þau orð falla á blaðamannafundinum eftir keppnina: „We’re unstoppable“!

Spáin okkar um topp tíu gekk nú ekki alveg eftir en við höfðum spáð þessum í toppbaráttuna: Rúmeníu, Austurríki, Svíþjóð, Rússlandi, Noregi, Armeníu, Grikklandi, Hollandi, Aserbaídsjan og Úkraínu. Úrslitin urðu hins vegar þessi:

1. AUSTURRÍKI
2. HOLLAND
3. SVÍÞJÓÐ
4. ARMENÍA
5. UNGVERJALAND
6. ÚKRAÍNA
7. RÚSSLAND
8. NOREGUR
9. DANMÖRK
10. SPÁNN
11. FINNLAND
12. RÚMENÍA
13. SVISS
14. PÓLLAND
15. ÍSLAND
16. HVÍTA-RÚSSLAND
17. BRETLAND
18. ÞÝSKALAND
19. SVARTFJALLALAND
20. GRIKKLAND
21. ÍTALÍA
22. ASERBAÍDSJAN
23. MALTA
24. SAN MARÍNÓ
25. SLÓVENÍA
26. FRAKKLAND

Júrónörd dagsins: Þórdís Steinarsdóttir

1526861_10152029533915303_1431820018494729113_nJúrónörd dagsins er í örlítilli pásu hjá okkur en í tilefni þessa dýrðardags og Júróhátíðar fengum við hana Þórdísi til að svara nokkrum spurningum:

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?

Þetta er erfiðasta spurning allra tíma og erfitt að nefna eitthvað eitt lag. Ég segi Waterloo eins og fleiri júrónördar svo að ég sitji ekki enn yfir þessari spurningu þegar keppnin hefst í kvöld!“

2. Hver er mesta júróvísjon-stjarnan?

Páll Óskar – af því að hann tók keppnina upp á næsta level!“

3. Hvert er uppáhalds júróvísjonlagið þitt, bæði íslenskt og erlent?

Úff! Að öllum öðrum íslenskum júróvisjónperlum ólöstuðum þá á Tell me alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Uppáhalds erlendu lögin eru sömuleiðis ótalmörg en ég kemst alltaf í ólýsanlegt júróstuð þegar ég heyri Fångad av en stormvind og næ yfirleitt í hárblásarann til að fullkomna stemninguna með heimagerðri vindvél.“

4. Áttu þér einhverja sérstaklega eftirminnilega minningu tengda júróvisjon?

Öll júrópartýin í gegnum tíðina og Pallaball á Nasa eftir keppni var toppurinn.“

5. Ef lífið væri júróvísjonlag, um hvað væri það?

Ást, heimsfrið og sjúbídú.“

6. Ballaða eða júrópoppslagari?

„Bæði betra. Hvar værum við án Hold me now eða J’aime la vie?!“

7. Hver er galdurinn á bak við fullkomið júróvisjón-framlag? (sviðsetning/lag/flytjandi)

„Það er nefnilega galdurinn og fegurðin við Júróvisjón að enginn veit hvað virkar hverju sinni þrátt fyrir alla heimsins júrótölfræði!“

SPÁIN OKKAR FYRIR ÚRSLITIN

pizap.com10.473620175849646331399731310560

Það er komið að stóra kvöldinu, sjálfum úrslitum! Mörg síðustu ár hefur verið nokkuð auðvelt að spá fyrir um hver verður sigurvegari en okkur þykir keppnin í ár vera mun jafnari en oft áður og því erfiðara að spá fyrir um sigurvegara. Hins vegar er keppnin ekki eins sterk og oft, þannig að spáin fyrir hverjir verða í topp 10 þykir okkur auðveldari. Eftir talsverðar pælingar og spöguleringar setjum við fram að eftirfarandi verði í topp 10 í kvöld. Röðin er engin sérstök þó við teljum að líklegt að Rúmenía, Austurríki og Svíþjóð detti inn á topp 5.

Rúmenía
Austurríki
Svíþjóð
Rússland
Noregur
Armenía
Grikkland
Holland
Aserbaídsjan
Úkraína

Góða skemmtun í kvöld, öllsömul! Það verður svo fróðlegt að vita hvar Pollarnir okkar lenda 🙂

Munið bara að Eyþór Ingi var í 17. sæti, Gréta og Jónsi í 20. sæti, Vinir Sjonna í 20. sæti og Hera Björk í því 19.

Hið dæmigerða 16. sæti væri því bara besti árangurinn á síðustu fimm árum!! Vonum það besta og áfram Ísland!!

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Tölfræðin í úrslitunum!

Í kvöld keppa 26 lönd að því takmarki að bera sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við ákváðum að líta örlítið á tölfræðina:

Screen Shot 2014-05-06 at 01.58.15

  • Kvenflytjendur eru tíu talsins, studdar bakröddum og/eða dönsurum.
  • Karlar á sviðinu eru sjö talsins. Tveir þeirra mæta með svipuð atriði; fjóra dansara og/eða bakraddir.
  • Dúettar, tríó eða söngflokkar eru  níu talsins.
  • Búningatrend eru síðkjólar, áberandi tattú og einum Rybak-búningi mun bregða fyrir!
  • Svartfjallaland er eina Balkanlandið í úrslitunum. Ekkert Eystrasaltsland er í úrslitum en öll fimm Norðurlöndin taka þátt á úrslitakvöldinu í kvöld.
  • Stærsta landið sem keppir í kvöld (að flatarmáli) er Rússland. Hið minnsta er San Marínó, aðeins ríflega 61 ferkílómetri!
  • Öll löndin sem eru við Alpana (og taka þátt í Eurovision) taka þátt á úrslitakvöldinu: Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Sviss, Slóvenía og Austurríki.
  • Til að toppa stigamet Alexanders Rybak (Noregur 2009) þarf sigurvegari kvöldsins að fá tólfur frá 13 löndum!
  • Sigursælasta land keppninnar sem enn hefur ekki unnið tekur þátt í kvöld og hefur því möguleika á sigri: Malta – en Maltverjar lentu í 2. sæti 2002 og 2005 og 3. sæti 1992 og 1998.
  • Spennandi verður að sjá hvert 12 stig Grikkja fara í ár, þar sem Kýpur tekur ekki þátt.
  • Bæði Hollendingum og Austurríkismönnum er spáð nokkuð góðu gengi í kvöld. Ef annað landið stendur uppi með pálmann í höndunum er það í fyrsta sinn í 39 ár fyrir Holland en Austurríkismenn hafa ekki hampað titlinum í 48 ár, eða frá 1966!!

 

Eflaust er hægt að týna til mun merkilegri og skemmtilegri tölfræði en við erum komnar hálfa leið í huganum upp á sviðið í B&W hallerne og getum ekki beeeeeðið eftir kvöldinu! 🙂

Dagbókin hans Flosa: Spá fyrir úrslitakvöldið

FlosiLokakvöld

Jæja, þá getum við öll verið sátt, Eurovision-partý í öllum heimahúsum út um allt Ísland. Sama hvað gerist í kvöl þá er það alveg klárt að þetta verður hörkukeppni og svaka spenna. Ég var að koma af fundi í OGAE  International í gær og þar kom fram að þangað til núna er enginn klár sigurvegari eins og hefur verið síðustu tvö ár. Það verður erfitt að spá hverjir verða í top 10 þar sem maður hefur ekki ennþá séð hvernig þessi 6 lög koma út í sjónvarpi. Ég leit við á æfingu og Pollapönk var að sjálfsögðu með þetta. Við getum verið stolt af íslenska framlaginu og það er aldrei að vita nema að við fáum einhver stig. Mig langar að lokum að nefna þau 10 atriði sem ég held að verði í top 10 og að mínu mati standa upp úr eftir að hafa séð öll atriðin:

Svíþjóð: Þetta er lagið sem gaf mér gæsahúð frá fyrstu hlustun og ég held að það séu margir sammála mér í því þar sem 99% eru að sjá þessi lög í fyrsta skiptið.

Grikkland: Þetta lag hefur unnið mest á hjá mér síðan ég kom til Köben og ég er staðráðinn í að það verði í Topp 3. Hugsanlega sigurvegari.

Rúmenía: Þetta er búið að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að ég heyrði þetta lag og það er en í Top 5 hjá mér þó að ég haldi að Grikkir hafi tekið fram úr í gær. Þetta verður sko spilað á klúbbunum í sumar.

Aserbaídjan: Aserbaídjan hefur verið í Topp 10 frá því þau tóku þátt enda með bestu blönduna á góðum lagahöfundum frá Svíþjóð sem og staðsetningin á landinu. En lagið er líka flott og enn og aftur eru Aserar með eitt af bestu gymmickum ársins og hún syngur bara rosa vel.

Danmörk: Danir kunna þetta á sviðinu þótt þeir geti ekki skipulagt Eurovision. Hann er skemmtilegur og ég er að fýla Zumba-danssporin hjá honum. Þetta lag sker sig úr í stíl og fær öll unglingsstelpuatkvæðin.

Ítalía: Ítalía var ekki sterkt á æfingu en ég hef mikla trú á þessu lagi og hún flott, sexý og Ítalía hefur alltaf verið í Topp síðan að þau komu aftur í Eurovision.

Rússland: Rússar eru eina landið sem ég vil ekki hafa í topp 10 því mér finnst lagið leiðinlegt og það vinnur ekkert með Rússum í ár nema það að það búa Rússar út um allt og munu þeir því vera í Top 10.

Úkraína: Úkraína er með flott popplag og flott svið og það munu margir kjósa þau vegna samúðar og styðja Úkraínu.

Svartfjallaland: Svartfjallaland er geggjað á sviðinu og hann er flottur. Svartfjallaland mun fá öll atkvæði Balkan-landanna og þeir leynast víða í Evrópu og ég hef mikla trú á þessum kynþokkafulla Svartfelling.

Holland: Þetta lag er það lag sem allir koma sér saman að kjósa því það er einfalt, flott á sviði, geggjað ljósashow og  hver fýlar ekki smá Kántrý-fýling. Lagið er einfalt sem  ég held að muni hjálpa því ég tala mikið fyrir Less is more.

Þegar kemur að Íslandi þá er maður vanur að vera bjartsýnn og ég ætla að lofa mér að segja að þeir munu lenda ofar en vanarlega en það verður samt bara 15.sæti.

Sigurvegarar: Grikkland eða Svíþjóð!

Svona spáðum við!

Þrátt fyrir að Ísland hafi ekki verið að keppa í gærkvöldi ríkti samt mikil spenna hjá okkur þegar dregið var upp úr umslögunum hverjir komust áfram. Spennan var kannski mest um hvort Austurríki kæmist ekki örugglega áfram, sem og hvernig við höfðum spáð. Við vorum nokkuð sannspá fyrir fyrra undankvöldið en fyrir það se

Byrjum á að líta á spá Eyrúnar. Hún spáði nú sjö af tíu rétt og hafði spáð Ísrael, Georgíu og Írland en ekki Sviss, Póllandi og Hvíta Rússlandi. Flosi og Hildur spáðu bæði átta af tíu áfram. Þau spaðu bæði spáði átta af tíu rétt. Flosi hafði spáð Litháen áfram sem og Ísrael en ekki Sviss og Póllandi. Svipað var upp á tengingum hjá Hildi. Hún hafði rétt eins og Eyrún og Flosi spáð Ísrael áfram sem og Írlandi en ekki Sviss og Póllandi.

Á morgun birtum við svo spá okkar fyrir hverjir lenda í topp tíu á morgun, svo fylgist með!

Að loknum blaðamannafundi seinni undankvölds

Það var pakkað á blaðamannafundi með þeim tíu framlögum sem komust áfram í gærkvöldi að seinni undariðlinum loknum. Rétt eins og á þriðjudaginn,  var svo pakkað á fundinum að færri komust að en vildu, þrátt fyrir að aðgangur að honum hefði verið takmarkaður frá því á þriðjudagskvöldið. Hann var þó öllu rólegir enda meira um blaðamenn og minna um aðdáendur sem sóttu fundinn í gær.

Sviss var fyrst í röðinni og eitthvað fór lítið fyrir innhaldsríkum spurningum til hans þó hann hafi auðvitað sagst vera glaður með að hafa komist áfram. Tinkara frá Slóveníu var næst og var að vonum ánægð enda kemst Slóvenía sjaldan uppi úr undankeppninni. Hún sagðist hafa fundið fyrir allri þjóð sinni á sviðinu og kom því á framfæri að henni finndist að einhver hljóðfæraleikur ætti að vera leyfður á sviðinu. Sú pólska var þriðja í röðinni. Fyrsta spurningin til hennar kom frá sænska Kvöldblaðinu. Spurningin var á þá leið hvort henni þætti það að hún komst áfram vera sigur yfir þeim sem hafa gagnrýnt atriðið fyrir að kynda undir kvennfyrirlitngu. Hún svaraði því með því að spyrja  blaðamanninn hvort honum ætti lagið ekki gott og var það látið gott heita því miður fannst okkur!

Paula og Ovi frá Rúmeníu voru hress að vanda og Paula lofði öllum skoðunarferð um Bukarest ef þau myndu vinna! Þá var komið að Norðmönnum voru þau frændsystkinin Josefin og Carl mætt. Þau voru afskaplega ánægð og töluðum mjög fallega hvort um annað, alveg greinilegt að mikill kærleikur er á milli þeirra. Josefin sagði það væri algjörlega ótrúlegt að þau væru komin svona langt því þegar þau fengu hugmyndina  að því að taka þátt í ágúst á síðasta hafi þeim þótt hún algjörlega galin! Grikkirnir tóku þeir við og maður gæti alveg haldið að þeir hefðu jafnvel skroppið út eftir keppnina og reykt eitthvað aðeins meira en sígarettur! Maltverjarnir voru alvarlegir og algjörlega húmorslausir og þótti ekkert fyndið þegar Hvít Rússin Teo, sem sat við hliðina á þvim gægðist yfir öxlina á þeim og tilkynnti með því að lyfta upp tveimur fingrum að Maltverjar myndu verða í seinni helmingingum í úrslitnum á laugardaginn. Teo hélt áfram að vera hress þegar kom að honum en eftir smá stund varð hann hálf orðlaus svo kátur var hann! Finnland var næst síðast í röðinni. Aðspurð um hvað hefði farið í gegnum huga þeirra þegar aðeins átti eftir að kalla upp tvö lög, sagðist forsöngvarinn hafa verið mjög stressaður enda bara tvö pláss eftir og hann vissi að hin austurríksa Conchita myndi fara áfram!

Og talandi um Conchitu sem hefur sannarlega slegið í gegn hjá öllum hér í Kaupmannahöfn.  Að sögn þeirra sem í höllinni voru var mögnuð stemmning þegar hún steig á svið, það sló nánast þögn á hópinn og menn horfðu á hana hálf agndofa. Á fundinum í gærkvöldi var hún að vonum ánægð og mjög hrærð og sagðist hafa fengið tár í augun þegar hún lauk flutningi sínum á sviðinu. Raunar þufti hún aðstoð við að komast af sviðinu  og heillaði alla næstum því bara með því að vera þarna! Hún var spurð ef hún sigraði, hvort hún myndi gagna alla leið og verða ,,alvöru kona“ eins og það var orðað.  Ekki var alveg ljóst hvort spurning var meint á þann hátt að hún myndi raka af sér skeggið eða hvort hún færi í kynleiðréttingu en Conchita hafði svörin á reiðum höndum og sagði einfaldlega nei, hún væri ,,lazy boy at home but a working queen“ og voru það frábær lokaorð á fundinum.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Þau komust áfram!

Nú er það ljóst hverjir keppa í úrslitum á laugardaginn! Eftirfarandi lönd fóru áfram, þar sem kom kannski mest á óvart að Sviss komst áfram, en fáir höfðu spáð því.

Sviss
Slóvenía
Pólland
Rúmenía
Noregur
Grikkland
Malta
Hvíta Rússland
Finnland
Austurríki

 

 

SPÁR OKKAR FYRIR SEINNA UNDANKVÖLDIÐ

Júróvision keppnisdagur nr. 2 er runnin upp! Hér í Kaupmannahöfn heilsaði hann með úrhelli en það skyggir ekki á gleðina! Eftir bollaleggingar umræður, áhorf á æfingar og almennar júróvisionpælingar erum við sammála um níu lög sem komast áfram. Þau eru:

Malta
Ísrael
Noregur
Austurríki
Finnland
Írland
Grikkland
Slóvenía
Rúmenía

Þá spáir Eyrún georgísku gleðisveitinni áfram meðan Hildur spáir mjaðmahnykkjum Hvíta-Rússlands áfram!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv