Veðbankaspár tveimur vikum fyrir aðalkeppnina!

via Oikotimes.com

Nú eru réttar tvær vikur í það að við komumst að því hver vinnur Eurovision 2014 og spennan er að magnast upp. Pollapönkararnir eru flognir til Kaupmannahafnar og við hin bíðum spennt eftir fregnum af fyrstu æfingum. Er þá ekki ráð að kíkja aðeins á spár veðbankanna?

Veðbankaspárnar hafa ýmislegt að segja þó að ekki sé hægt að fara nákvæmlega eftir þeim í öllu. Sterkar vísbendingar eru t.d. þegar sigurvegarinn er ótvíræður líkt og Emmelie var í fyrra. Þá settu allir veðbankar hana í fyrsta sæti, jafnvel áður en æfingar hófust og sviðsetningin sást.

Það eitt og sér er ákveðin vísbending í ár um að sigurvegarinn verði ekki „ákveðinn fyrirfram“ eins og stundum hefur gerst eftir að Alexander Rybak rústaði keppninni 2009. Hér er staðan í hinum ýmsu veðbönkum í dag, 27.4.2014:

Screen Shot 2014-04-27 at 15.17.20

 

 

 

 

 

 

 

Armenía og Svíþjóð eru í efsta sætinu og reyndar eru það bara aðdáendatengdu spárnar tvær (þær neðstu) sem setja Sönnu hina sænsku í fyrsta sæti, aðrir setja hana í annað sæti. Danmörk, Noregur og Úkraína fylgja fast á hælana en enn myndum við ekki telja mikið að marka sæti 3.-5.

Þá er að líta á spár fyrir Pollapönkarana íslensku. Þeir eru enn mjög neðarlega í spám, frá 29. sæti og niður úr og í stóru aðdáendakönnuninni hafa þeir einungis einu sinni fengið stig! Þeir eiga þó rosalega mikið inni enn, að okkar mati – og eins og við vitum eru æfingarnar ekki hafnar og engir blaðamannafundir búnir þar sem þeir geta látið ljós sitt (og boðskapinn) skína 🙂

Screen Shot 2014-04-27 at 15.17.32

 

 

 

 

 

 

 

Við birtum aðra svona yfirferð þegar nær dregur!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s