Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014: Spá Hildar fyrir úrslitin

Hilla og fidrildidÞá er komið að spá Hildar fyrir kvöldið. Hún er í sama formi og spá Eyrúnar!

Ég hef sveiflast allt verulega undanfarna í daga í pælingum mínum fyrir þessa keppni, einkum og sér í lagi eftir að F.U.N.K. komst áfram í símakosningu á seinna undankvöldinu. Það kom reyndar ekki eins mikið á óvart eftir að ég heyrði að þeir hefðu heimsótt flesta grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu! Samt er erfitt að spá í ár, enda flest lögin gerólík en flest líka með pótensjal í að vinna keppnina. 

Röðun laga
Þrátt fyrir að keppnin sé nokkuð jöfn, kemur röð lagana á svið í kvöld ekki mikið á óvart. Pollapönks menn verða aftur síðasti og Gréta Mjöll sem oft hefur verið orðuð við sigur líka, er næst síðustu. Það má þó ekki lesa of mikið í röð laga, því þó hún geti haft áhrif í stóru keppninni út, þá eru hér um miklu færri lög að ræða og því ólíkt að röðin hafi áhrif á úrslitin. Eftir að hafa spáð og spegúlera spái ég að röð þriggja efstulaganna verði eftirfarandi: Svona tel ég að röð þriggja efstu verði:

3. sæti: Gréta Mjöll (Eftir eitt lag)

2. sæti: Gissur Páll (Von)

1. sæti: Pollapönk (Enga fordóma)

Pollapönk og þeirra músík (barnamúsík sem er samin eins og músík fyrir fullorðna) er mjög íslenskt og gengur oftast vel í landann og því spái ég að þjóðarsálin sé söm við sig kjósi það sem því þykir skemmtilegt og höfðar til hennar frekar en að pæla mikið í mögulegu gengi lagsins í Júróvision sjálfri. Auk þess, eins og ég hef sagt áður, þá eru hugsanlega fólk sem oftast kýs ekki í júróvisin sem mun taka upp síman og kjósa Pollapönk af því það er ekki hefðbundið júróvision lag. Sama gildir um lagið Von með Gissuri Páli. Það er gerð lags sem fjölda Íslendinga finnst mjög skemmtilegt. Gréta Mjöll er svo með svo dásmlega einlægni en um leið grípandi lag í takt við tíðarandann að þar eru líkur á góðu gengi. 

Það kann þó alveg að vera að eitthvert hinna þriggja laganna rati í tvö efstu sætin og því ætla ég að setja upp einvígistöfluna þar sem öll lögin koma á móti tveimur eftu í spá minni.

Einvígið

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið
Pollapönk og Gissur Páll Pollapönk Gissur Páll
Pollapönk og F.U.N.K. F.U.N.K. Pollapönk
Pollapönk og Ásdís María Ásdís María Pollapönk
Pollapönk og Gréta Mjöll Pollapönk Greta Mjöll
Pollapönk og Sigga Eyrún Sigga Eyrún Pollapönk
Gissur Páll og F.U.N.K. F.U.N.K. Gissur Páll
Gissur Páll og Ásdís María Ásdís María Gissur Páll
Gissur Páll og Gréta Mjöll Gissur Páll Greta Mjöll
Gissur Páll og Sigga Eyrún Sigga Eyrún Gissur Páll

Rétt eins og Eyrún benti á, þá eru pælingarnar margar og mismunandi. Þrátt fyrir að í einvígist töflunni minni, komi Gissur og Pollapönk lang sigurstranglegastir út, þá er Söngvakeppninn ævinlega opin og nánast hvað sem er getur gerst! 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s