Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014: Spá Eyrúnar fyrir úrslitin

EyrúnogBonnieSöngvakeppnisdagurinn er alltaf mikið tilhlökkunarefni og loftið byrjað að titra af spenningi, og það er ekki bara eftir að hafa hrist alla skanka í Eurovision-zumba í Reebok Fitness! 🙂 Hér birtist spá Eyrúnar fyrir kvöldið:

Það er alltaf hægt að spá og spekúlera heilmargt í kringum framlögin í Söngvakeppninni en eitthvað finnst mér hafa farið lítið fyrir fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við keppnina í ár. Kannski er hægt að greina ákveðna þreytu hjá fólki en við erum þó ekkert þreyttar og þrátt fyrir að hafa kannski ekki skrifað eins mikið hér og oft áður þá hefur þeim mun meira verið spáð á bak við tjöldin. Margir hafa lýst yfir skoðun sinni á framlögunum í ár og sumir jafnvel talið eitt lag sterkara en önnur. Aðrir (og ég er þar á meðal) vilja meina að lögin séu nokkuð jöfn að gæðum og því verði spennandi að sjá hvað verði ofan á. Við byrjuðum í fyrra að reyna að spá í einvígsstöðunni sem skapast getur milli tveggja laga, mest fyrir okkur sjálfar en vonandi hafa einhverjir lesendur gaman af:

Röðun laga

Fyrsti hluti kosningar er blönduð símakosning og dómnefndarkosning eins og áður hefur verið. Spurning er einmitt hvort aðstandendur framlaganna hafa aðlagað þau eitthvað að stóra sviðinu í Háskólabíói og möguleikarnir eru miklir. En þar sem stutt er síðan undankeppnirnar voru sýnir reynslan að útfærslan verður sennilega minniháttar og við vitum að Pollapönkararnir fá aðstoð í nýjum bakröddum. Ég á því von á að breytingarnar verði í ætt við slíkt. Svona tel ég að röð þriggja efstu verði:

3. sæti: Pollapönk (Enga fordóma)

2. sæti: Greta Mjöll (Eftir eitt lag)

1. sæti: Ásdís María (Amor)

Óskrifaða blaðið (dark horse) eru algjörlega lag Jóa Helga með Gissuri Páli sem gæti algjörlega hrifið áhorfendur með sér, og komst jú áfram á sínu kvöldi. Ég átti líka alls ekki von á F.U.N.K.-strákunum áfram og get því lítið sagt fyrir um hvernig þeir raðast. Ástæðan fyrir að ég set lag sem dómnefndin valdi á toppinn er pínu strategísk og ég hef trú á því að fólk hugsi þetta sem Eurovision-material fremur en Gretu. Hins vegar gætu málin einmitt snúist algjörlega á hinn veginn og fólk talið Gretu vera akkúrat það sem Ísland eigi að senda í ár. Ég held samt að þegar á hólminn er komið og valið standi á milli tveggja laga kjósi fólk frekar það sem því finnst henta í Eurovision en það sem það fílar sérstaklega.

Einvígið

Í fyrra settum við upp töflu þar sem við spáðum í líkum ef ákveðin framlög lentu í einvíginu og nú bætum við við tungumálafaktornum. Ég geri fastlega ráð fyrir að flest framlaganna verði flutt á ensku í einvíginu. Mögulega gæti Von Jóa Helga verið flutt á íslensku eða jafnvel Pollapönkið en þá kemst boðskapurinn ekki til skila svo að þær líkur eru litlar. Þetta er einungis til gamans og ekkert sem ég hef fyrir mér í þessu nema að setja þetta upp í hausnum og pæla í hvernig pöpullinn kemur til með að kjósa.

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið Íslenska/enska
Pollapönk og Greta Mjöll Pollapönk Greta Mjöll Enska
Pollapönk og F.U.N.K. F.U.N.K. Pollapönk Íslenska?
Pollapönk og Ásdís María Pollapönk Ásdís María Enska
Sigga Eyrún og Greta Mjöll Sigga Eyrún Greta Mjöll Enska
Sigga Eyrún og Gissur Páll Gissur Páll Sigga Eyrún Enska
Gissur Páll og F.U.N.K. F.U.N.K. Gissur Páll Íslenska/enska
Ásdís María og Greta Mjöll Ásdís María? Greta Mjöll? Enska
Greta Mjöll og F.U.N.K. Greta Mjöll? F.U.N.K. Enska

Pælingarnar eru margar og mismunandi. Gaman væri að heyra hvað þið eruð að pæla sem lesið þessar línur, ég er viss um að það eru ekki allir sammála mér! Ég get þó lofað því að andrúmsloftið verður rafmagnað og spennan engu lík. Ekki aðeins verður spennandi að sjá hverjir lenda í einvíginu heldur einnig á hvaða tungumáli lögin verða flutt!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s