Möguleikar í úrslitum: Lífið kviknar á ný

img_9584_SE

via ruv.is/songvakeppnin

Lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur eftir Karl Olgeirsson er þriðja lag á svið í Söngvakeppninni á laugardag.

Kostir:

  • Eini júrvísjon-slagarinn í keppninni.
  • Von á þéttum flutningi í ágætlega grípandi lagi.
  • Útpæld sviðsetning.

Gallar:

  • Sigga Eyrún virðist vera að reyna dálítið mikið, næstum of mikið.
  • Samsöngur milli bakradda og aðalsöngkonu mætti vera betri, með dansinum mætti styrkja bakraddirnar svo að það komi ekki niður á of sterkri aðalrödd sem gæti orðið andstutt, sem heyrist þá vel.
  • Örlítið þreytt uppsetning með söngvara á milli tveggja dansara.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Lagið verður að teljast eiga aðeins miðlungs möguleika á að komast alla leið á toppinn. Þótt það sé útpælt og smellið að vissu leyti, er það jafnvel kannski of útfært og of mikið júróvision til að vinna hug og hjörtu bæði áhorfenda og dómnefndar.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Hér kann júróvision-bragurinn að hafa meiri möguleika en heima fyrir. Það veltur þó á sviðsetningunni á stóru sviðinu í Kaupmannahöfn, eins á því hvort flutningurinn nær að verða einlægur án þess að tapa töffinu sem á að fylgja laginu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s