Möguleikar í úrslitum: Enga fordóma

img_9676_PP

via ruv.is/songvakeppnin

Lagið Enga fordóma í flutningi Pollapönks eftir Heiðar Örn og Harald Frey stígur síðast á sviðið í Háskólabíói af framlögunum sex.

Kostir:

  • Nokkuð grípandi lag með hressum en um leið einlægum flutningi.
  • Eiga aðdáendur á öllum aldri og úr öllum áttum og boðskapur sem nær til flestra!
  • Óborganlegt atriði, sérstaklega dansinn!

Gallar:

  • Kannski eru Pollapönksmenn orðnir of gamlir fyrir svona?
  • Gallarnir kunna að þvælast fyrir einhverjum áhorfendum.
  • Einhverjum sem gæti fundist Pollapönkið ekki eiga heima í Júróvisjón sjálfri – og kjósi þá markvisst ekki þess vegna!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þar sem lagið er síðast á svið hlýtur það að ýta vel undir möguleika þess að blanda sér í toppslaginn. Út af hinum frábæra boðskap lagsins fær það ákveðna simpatíu auk þess sem þeir eru með öðruvísi lag en oft heyrist í Júróvision. Svo eru þeir persónulega, sérstaklega Halli, ekki bara þekktir heldur líka vinsælir á Íslandi. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Það mætti alveg leiða líkur að því að lagið kæmist upp úr undanriðlinum, einkum því að það er örlítið rokkað auk þess sem margir aðdáendur keppninnar eru aðdáendur Íslands og myndu því kjósa þá þess vegna. Lagið er hins vegar svolítið mikið íslenskt og alls ekki víst að Evrópa verði eins hrifin af þeim Pollapönksmönnum, eða bara fatti almennilega út á hvað bandið gengur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s