Spennan eykst fyrir laugardaginn!

img_9590_0

via ruv.is/songvakeppnin

Allt er að komast á yfirsnúning hvað varðar laugardaginn, og við náttúrulega liggjum yfir lögunum dag og nótt og spáum og spekúlerum endalaust!

Keppnin á laugardag er sérstaklega skemmtileg fyrir tvær sakir. Annars vegar er hún haldin í Háskólabíói sem er ný sviðsetning og það verður áhugavert að sjá hvernig þetta kemur út á sviðinu þar og í sjónvarpinu. Enn á ný er boðið upp á lokaæfingu sem hefur verið vinsæl hjá fjölskyldufólki og svo aðalkeppnina um kvöldið.

Hitt sem er nýlunda er að fyrirkomulagið sem fyrst var prófað í fyrra; að velja á milli tveggja efstu laganna með hreinni símakosningu, verður útfært nánar. Nú verður flytjendum laganna tveggja sem efst verða, og flutt aftur, gert að flytja lögin á því tungumáli sem ákveðið hefur verið að flytja það úti í Kaupmannahöfn. Þessi ákvörðun hefur hingað til tengst frumflutningi á myndbandi við lagið og spennan hefur verið mikil í kringum sum framlögin, t.d. Never forget (2012) og Ég á líf (2013). Nú á s.s. að stytta þennan spennutíma og minnka líkur á kransæðastíflu hjá aðdáendum og henda þessu fram strax í lokakeppninni!

Við hlökkum mega mikið til og þið megið búast við yfirlegu-póstum frá okkur fram á laugardaginn!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s