Möguleikar í úrslitum: Þangað til ég dey

funk_image

via Söngvakeppni Sjónvarpsins (Facebook)

Lagið Þangað til ég dey í flutningi F.U.N.K. eftir Pétur Finnbogason, Lárus Örn Arnarson og Franz Ploder Ottósson ríður á vaðið á sviðinu í Háskólabíói á laugardaginn kemur.

Kostir:

  • Hressir og skemmtilegir ungir menn.
  • Laglínan er nokkuð grípandi.
  • Sá litli dans sem framinn er á sviðinu er ágætlega útfærður.

Gallar:

  • Söngvarinn þarf heldur betur að hysja upp sig buxurnar, því að hann var stífur og virtist ekki finna sig á sviðinu. Ef ekki, verður atriðið aðeins of mikið eins og atriði úr Gettu betur (án þess að gera lítið úr því, en þar er standardinn annar)
  • Kaflinn með söngrokunni og píanósólóinu kemur ekki alveg nógu sannfærandi út.
  • Í heildina vantar prófessíonal brag til að eiga raunverulega möguleika – því allir heim að æfa sig og koma svo aftur!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Fyrsta lag á svið getur átt það á hættu að gleymast þegar líður á keppnina. Möguleikarnir verða því að teljast minni en meiri, einkum þar sem er of mikill amaturabragur yfir atirðinu. Það má þó ekki vanmeta það að lagið komst áfram í símakosningu og á því bakhjarla sem gætu fleytt því áleiðis á toppinn. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Eins og við sögðum hér í fyrri færslu er þetta ekki lag sem er líklegt til að eiga ekki mikla möguleika á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn. Það er einfaldlega hvorki nægilega grípandi eða eftirminnilegt atriði til að  ná í gegnum skjáinn til Evrópubúa sem kjósa.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s