Spjall við flytjendur: Sigga Eyrún

Líkt og fyrir fyrra undankvöldið, lögðum við nokkrar spurningar fyrir flytendurna á laugardaginn. Það er hún Sigga Eyrún sem ríður á vaðið að þessu sinni en hún stígur einmitt fyrst á svið á laugardaginn og flytur lagið Lífið kviknar á ný eftir kærastann sinn, hann Karl Olgeirsson. Þó Sigga Eyrún sé nýgæðingur í Söngvakeppninni, er Karl það alls ekki, hann hefur gert svo margt í þessari keppni að það er næstum því ekki hægt að telja það upp!

Sigríður-Eyrún-Friðriksdóttir-700x325

1. Hversu spennt ertu fyrir laugardeginum á skalanum 1-10?
,,25….sirka.“

2. Hver er mesta júróvísjon-stjarna allra tíma?
,,Johnny Logan, fyrir mömmu.“

3. Veistu hvað FÁSES er?
,,Félag áhugamanna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, og ég þurfti ekki að gúggla það!“

4. Hvert er uppáhalds Eurovision-lagið þitt?
,,J’aime La Vie – búin að æfa það svo vel með hárburstanum í gegnum árin“

5. Værirðu til í að fara til Danmerkur sem bakrödd fyrir annan keppanda?
,,Að sjálfsögðu væri ég til í það.“

6. Ef lífið væri júróvísjonlag um hvað væri það?
,,Það væri bara nákvæmlega um það sem „Lífið kviknar á ný“ er. Að það koma mótbárur og lífið getur verið mjög erfitt oft á tíðum. En maður verður að staldra við og anda inn og út og drífa sig svo aftur af stað og takast á við það og njóta þess!“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s