Gestaálit: Flosi fer yfir seinna undankvöld

Flosi

Flosi heldur áfram að spá og spegúlera í lögunum og segir nú sína skoðun á lögunum fimm sem keppa á seinna undankvöldinu á laugardaginn!

Lífið kviknar á ný
Mikið hlakka ég til að sjá þetta lag. Það er frábært hvernig þau hafa auglýst sig án þess að spila lagið með dans og gleði. Lagið lofar mjög góðu við fyrstu hlustun en ég var a vona að þetta yrði svona VÁ faktorinn í keppninni en ég hef ekki fengið hann ennþá. Kannski kemur hann við flutninginn, eins og þegar Eyþór flutti sitt lag á sviðinu í fyrra. Lagið er með svolitlum sirkus blæ og er svona gott popp lag með Britney Spears na na na,…oh oh oh línum, þannig ef það verður á íslensku þá grípur það Evrópu. Það segir svo oft mikið um lögin þegar gamla settið dilli sér og segist bara fíla lagið eftir tvö til þrjú skipti. Ef þetta verður vel flutt og mikið show kemst þetta áfram, en maður efast um hvað er hægt að gera á þessu sviðið sem lítur út eins sviðið í fyrstu keppni Albanía, þegar hið skemmtilega lagi Imagine of you var þeirra framlag. Klárlega uppáhalds lagið mitt í þessum riðli.

Til Þín
Vá þetta er verra en pissupásulag. Ég komst ekki í gegnum 30 sekúndur við fyrstu hlustun, ég varð bara þunglyndur á að hlusta….. Guðrún Árný er hins vegar pottþétt söngkona og kannski eru einhverjir sem vilja heyra þetta fyrir svefnin en ég fær meira svona KILL ME NOW tilfinningu, svo ég segi bara afsakið, ég get bara ekki sagt neitt jákvætt nema að Guðrún mun skila sínu hlutverk vel og spyr: Trausti hvað er að gera hjá þér?! Lélegasta lagið í ár að mínu mati.

Þangað til ég dey
Þetta lag er hvorki gott né vont og hef svo sem lítið að segja um þetta lag,nema kannski sætir og stæðilegir strákar á ferð og verða örugglega hressir á sviði. Ef þetta nær til krakka þá á það kannski smá sjens en ég held að það muni enginn fíla þetta og það mun gleymast um leið og keppnin er búið. Ég óska þeim góðs gengis en spái þeim ekki áfram.

Aðeins ætluð þér
Jæja þá erum við kominn í Melodifestivalen klisjuna, sem ég persónlega elska en er viss um að fær engan hljómgrunn á Íslandi. Þetta er svona lag sem maður heyrði 1999 frá Carolu og kemst ekki einu sinni áfram í dag í Svíþjóð þó að stórstjarna syngi lagið. Fyrir mér þá tikkar þetta í mörg box sem flott Eurovision lag og maður mundi heyra á Bylgjunni einstaka sinnum. Hlakka til að sjá Guðbjörgu flytja lagið og henni veitir ekki af góðum flutningi ef hún ætlar að eiga möguleika í Pollapönk. Ef ég fengi að velja þá færi það áfram.

Enga fordóma
Mér þykir leitt að segja það en þetta er einmitt lagið sem ég held að fólk muni kjósa á öllum aldri, líka út af boðskapnum sem er náttúrlega frábær. Þetta virkar heima og mun fá spilun í smá tíma en mun ekki gera neitt í Köben og ef þeir fara sjáum við í Ísland ekki fara áfram í úrsltin í fyrsta sinn frá 2008. Eins og þið heyrið þá er ég ekki mikill aðdáendi þessa lags og finnst þetta hálf klént eitthvað en kemst áfram en ég vona að það fari ekki áfram.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s