Úrslit fyrra undankvölds

Það hefur varla farið fram hjá neinum júróvísjon-aðdáandanum að það voru lögin Von eftir Jóhann Helgason í flutningi Gissurar Páls og Eftir eitt lag eftir Ástu Björgu og Bergrúnu Írisi í flutningi Gretu Mjallar, sem komust áfram úr fyrri undankeppninni í gærkvöldi.

Þótt við eigum enn eftir að heyra þau fimm lög sem keppa á seinna undanúrslitakvöldinu, þá ætlum við að spá aðeins í möguleika þessara tveggja laga ef þau færu sem framlag okkar í keppnina í Kaupmannahöfn í vor.

Eftir eitt lag
Hildur segir: Eftir árangur t.d. Ungverja og Maltverja í keppninni í fyrra, þá er nokkuð ljóst að það þarf ekki endilega sprengjur, efnislítinn klæðnað og stórt „show“ til að ná eftirtektarverðum árangri í Eurovision. Það er gleðilegt fyrir keppnina að fjölbreytnin eykst og fleiri tegundir tónlistar eigi möguleika á að ná árangri. Út frá því má því ætla að fari Eftir eitt lag alla leið til Kaupmannahafnar í vor, þá eigi það ágætar líkur á að ná ágætis árangri. Kannski ekki vinningslag en líkur eru á því lagið myndi komast upp úr undanriðlinum. Það byggir þó ekki bara á grípandi laglínunni, það verður að skína ósvikin gleði af þeim stöllum á sviðinu og þeim verður að líða vel á sviðinu og láta sjá að þeir eigi heima þar. Það var kannski það eina sem upp á vantaði hjá þeim í gærkvöldi að sviðsframkoman væri nægilega örugg hjá þeim öllum.
Eyrún segir: Sammála Hildi um að lögin þurfi ekki að vera ofsalega hávær (í öllum skilningi, ekki síst sjónrænt) til að laumast undir húðina hjá fólki sem horfir á Eurovision. Hins vegar getur svona látlaust lag týnst dálítið t.d. ef fleiri lög í svipuðum dúr verða framlög landanna sem keppa við okkur.

Von
Hildur segir: Þeir eru orðnir all nokkrir óperusöngvararnir sem stigið hafa á Júróvision-sviðið. Svo hafa auðvitað nokkrir „wannabe“-óperusöngvarar líka stigið á sviðið. Ef við byrjum á að líta á óperusöngvarana sem tekið hafa þátt síðustu ár þá hafa þeir ekki náð inn á top 10, en Alenka Gotar, sem söng fyrir Slóveníu 2007 náði 15. sæti í úrslitunum meðan hin sænska Malena Ernman náði einungis 21. sæti í úrslitunum árið 2009. Hinn rúmenski Cezar náði svo bestum árangri óperusöngvara með 13. sætinu í keppninni í Malmö í fyrra. Ef við lítum snöggvast á ,,wannabe“ óperusöngvara þá náði hinn franski Amaury Vassili 15. sætinu árið 2011 og Didrik Solli-Tangen náði einungis 20. sætinu á heimavelli í Osló árið 2010. Allir óperusöngvararnir hafa því náð inn í úrslitin en þeir Amaury og Didrik komust sjálfkrafa í úrslit. Þótt þetta sé enginn mælikvarði á hvað myndi gerast ef Gissur færi í Júróvision fyrir okkar hönd, má þó leiða líkur að því að hann kæmist a.m.k. áfram í úrslitin, ekki bara fyrir að vera framúrskarandi óperusöngvari með popplag sem hentar honum, heldur líka fyrir lag sem er svo afskaplega kunnuglegt að það er erfitt að gleyma því.
Eyrún segir: Það er ekki heiglum hent að mæta með óperuskotið lag í Eurovision og sennilega mun það vera seint sem slíkt lag blandar sér í toppbaráttuna. Það færi algjörlega eftir stemmingu þeirra sem á horfa, sem og í kringum keppendurna þarna úti. Það hefur sýnt sig að þau atriði/flytjendur sem vinsælir eru hjá aðdáendum komast frekar áfram á úrslitakvöldið (eiginlega bara aðdáendur sem fylgjast með undankvöldunum) og þess vegna þarf auka ílag (e.t.v. sviðsetningu) til að hrífa sem flesta með sér. Ég hef þó fulla trú á laginu og Gissuri Páli hvað það varðar – hvort tveggja pottþétt!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s