Spjall við flytjendur: Greta Mjöll

01greta-flytjandieftireittlag2

Næsti flytjandi sem við heyrðum í er hún Greta Mjöll sem syngur lagið Eftir eitt lag í kvöld.

1. Hversu spennt ertu fyrir laugardeginum á skalanum 1-10?
,,Svona 36″

2. Hver er mesta júróvísjon-stjarna allra tíma?
,,Úff erfið spurning. Ætli það verði ekki að vera Abba. Þökk Eurovision sigruðu þau svo heiminn.“

3. Veistu hvað FÁSES er?
,,Ég veit að sjálfsögðu hvað „Félag áhugamanna um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva“ er þökk sé vini mínum honum Kidda Jóa. Frábært framtak.“

4. Hvert er uppáhalds Eurovision-lagið þitt?
,,Mér þykir alltaf ofsalega vænt um lagið „Divine“ með Sebastien Tellier frá Frakklandi 2008. Eigilega hef ég alltaf bara fílað það í tætlur. Svo svona nýlega fannst mér Allez Ola Ole frábært og Haba Haba alveg ótrúlega skemmtileg.“

5. Værirðu til í að fara til Danmerkur sem bakrödd fyrir annan keppanda?
,,Vá það yrði auðvitað algjört ævintýri, held ég væri alveg til í að sinna alls kyns hlutverkum til að prófa að fara í Eurovision, væri öruggleg alveg brjálæðislega gaman. En bakrödd hef ég aldrei á ævinni verið og held að ég sé eflaust allas ekkert góð í því haha. Hef aldrei verið í kór og er því ekki með mikla reynslu á svoleiðis. En aldrei of seint að læra“

6. Ef lífið væri júróvísjonlag um hvað væri það?
,,Það væri um gleði og hamingju fyrst og fremst. En sérstaklega með áherslu á það að allir séu skapaðir jafnir og fái sömu réttindi og möguleika í lífinu. Vá hvað ég væri til í að heyra þetta fallega lag.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s