Gestaálit: Flosi

Flosi

Fyrsta gestaálit ársins er að sjálfsögðu frá honum Flosa Jóni Ófeigssyni!

Dönsum burtu Blús eftir StopWaitGo í flutningi Sverris Bergmanns
Fyrirfram hafði maður hugsað að Stopwaitgo hópurinn yrði sigurstranglegastur miðað við það sem þeir hafa verið að framleiða síðustu mánuðina. Ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar ég heyrði lagið. Það er svo sannarlega fýlingur í því og maður getur twistað með því en það gerir ekki mikið fyrir mig nema  kannski að Sverrir er með svakalega röff og það verður gaman að sjá hann  á sviðinu. En ef ég þekki Íslendinga rétt þá fer þetta í gegn en að mínu mati eru Amor og Eftir eitt lag betri lög heldur en Dönsum burtu blús. Svona blús lög hafa átt misjöfnu gengi að fagna í Eurovision má þar meðal nefna lagið Copycat fra Belgíu 2009 sem komst ekki áfram á úrslitakvöldið og framlag Rúmeníu 2011 FM Hotel – Change lenti í 17 sæti á úrslitakvöldinu . Það þykir lélegur árangur hjá Rúmenum því þeir hafa verið í top 10 síðustu árin. Við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.

Eftir eitt lag eftir Ástu Björg og Bergrúnu Írisi í flutningi Gretu Mjallar
Jiii mig langar bara að klípa í kinnarnar á Gretu og hrissta hana til því byrjunin er svo sæt. Þetta minnir mig svolítið á Sviss 2011 sem var stelpa á sviði með  svona Ukalele og jollý fýlingur. Það var í fyrsta sinn sem Sviss komst áfram í mörg ár. En þetta lag er að mínum dómi miklu betra, það er einhver kraftur í því sem fær mann til þess að dilla rassinum og syngja með.  Þetta gæti verið lag af plötu sem Hafdís Huld hefur komið nálægt. Ég er að fýla þetta í tætlur og ég vona að þetta verði sætt og einlægt á sviði með miklum litum í kring. Margir hafa líkt þessu við laginu hans Svavar Knúts og Hreindísar Ylfu frá því í fyrra, sem er kannski rétt en Eftir eitt lag var lagið sem ég hrífðist mest af við fyrstu hlustun. Það eru jú 98% eða svo sem heyra löginí fyrsta sinn á aðalkvöldunum.  Ef hún syngur þetta vel ‚ þá held ég að hún fljúgi í gegn verði í toppsætunum.

Von eftir Jóhann Helgason í flutningi Gissurar Páls
Jæja þá er sko komið að powerballöðu sem Eurovisionaðdáendur þekkja vel. Það er ekkert nýtt hérna á ferð, texti sem auðvelt er að fá á heilan, Eurovision hækkunin til staðar, er það ekki bara ábvísun á sigur.?Því miður fyrir frábæran söngvara eins og Gissur erm þá er lagið nokkrum klössum fyrir neðan hans virðingu. Ég fæ bara hroll þegar ég heyri orðið Von. En  það er aldrei að vita að væmnin sé á hæsta stigi hjá þjóðinni og þetta lag verði fyrir valinu en ég held ekki.

Amor eftir Hauk Johnsson í flutningi Ásdísar Maríu
Ég er rosalega stoltur að vita til þess að það er alvöru Eurovision nörd sem semur þetta lag hann Haukur Johnson. Það fyndna er að maður hefði búist við týpísku Eurovision poppi frá aðdáenda en upp úr kafinu kemur leyndardómsfullt James Bond þemalegt lag sem Ásdís syngur með svona í takt við Adele. Ég veit ekki hvort að Íslendingar fýli þetta við fyrstu hlustun en það er eitthvað svona seiðandi við þetta sem ég vona að falli í kramið. Þegar ég loka augunum þá sé ég einmitt álfa og huldufólk  hoppandi og dansandi í kringum Ásdísi, ekki að ég vilji endilega að það verði hoppandi dvergar í kringum hana á sviðinu. Þetta lag er með svona ævintýranlegan takt sem  ég held að fái fólk til að syngja Amor í Bónus án þess að það taki eftir því. Flottur höfundur á ferð og gaman að sjá nýtt andlit að spreyta sig í Eurovision.

Elsku þú eftir Vigni Snæ í flutningi hans sjálfs
Velkominn á sveitaball í Valaskjálf, svaka stuð á ullarpeysuballi það sem landinn er farinn að segja til þín, æji elskan eigum við ekki bara að fara heim. Það er svo sem ekki meira að segja en það að þetta lag á heima á sveitaballi í sveitinni sem er bara gott og gillt, fallegur texti hjá henni Þórunni en lagið er ekki að gera neitt fyrir mig og mundi ekki ná langt ef það færi alla leið. En ég hefði kannski sagt eitthvað annað í fyrra sem segir bara til um að gæðin á lögunum eru mjög góð af þessum fyrstu fimm og ég hlakka bara til að heyra meira.

Ef ég mundi velja þá færi Amor og Efir eitt lag áfram en ég held að StopWaitGo fari áfram á kostnað  Amor. Sigurvergari þessa kvöld er klárlega Eftir eitt lag að mínu matien Amor kemur sterkt í 2 sæti.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s