Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014: Spá Hildar fyrir úrslitin

Hilla og fidrildidÞá er komið að spá Hildar fyrir kvöldið. Hún er í sama formi og spá Eyrúnar!

Ég hef sveiflast allt verulega undanfarna í daga í pælingum mínum fyrir þessa keppni, einkum og sér í lagi eftir að F.U.N.K. komst áfram í símakosningu á seinna undankvöldinu. Það kom reyndar ekki eins mikið á óvart eftir að ég heyrði að þeir hefðu heimsótt flesta grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu! Samt er erfitt að spá í ár, enda flest lögin gerólík en flest líka með pótensjal í að vinna keppnina. 

Röðun laga
Þrátt fyrir að keppnin sé nokkuð jöfn, kemur röð lagana á svið í kvöld ekki mikið á óvart. Pollapönks menn verða aftur síðasti og Gréta Mjöll sem oft hefur verið orðuð við sigur líka, er næst síðustu. Það má þó ekki lesa of mikið í röð laga, því þó hún geti haft áhrif í stóru keppninni út, þá eru hér um miklu færri lög að ræða og því ólíkt að röðin hafi áhrif á úrslitin. Eftir að hafa spáð og spegúlera spái ég að röð þriggja efstulaganna verði eftirfarandi: Svona tel ég að röð þriggja efstu verði:

3. sæti: Gréta Mjöll (Eftir eitt lag)

2. sæti: Gissur Páll (Von)

1. sæti: Pollapönk (Enga fordóma)

Pollapönk og þeirra músík (barnamúsík sem er samin eins og músík fyrir fullorðna) er mjög íslenskt og gengur oftast vel í landann og því spái ég að þjóðarsálin sé söm við sig kjósi það sem því þykir skemmtilegt og höfðar til hennar frekar en að pæla mikið í mögulegu gengi lagsins í Júróvision sjálfri. Auk þess, eins og ég hef sagt áður, þá eru hugsanlega fólk sem oftast kýs ekki í júróvisin sem mun taka upp síman og kjósa Pollapönk af því það er ekki hefðbundið júróvision lag. Sama gildir um lagið Von með Gissuri Páli. Það er gerð lags sem fjölda Íslendinga finnst mjög skemmtilegt. Gréta Mjöll er svo með svo dásmlega einlægni en um leið grípandi lag í takt við tíðarandann að þar eru líkur á góðu gengi. 

Það kann þó alveg að vera að eitthvert hinna þriggja laganna rati í tvö efstu sætin og því ætla ég að setja upp einvígistöfluna þar sem öll lögin koma á móti tveimur eftu í spá minni.

Einvígið

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið
Pollapönk og Gissur Páll Pollapönk Gissur Páll
Pollapönk og F.U.N.K. F.U.N.K. Pollapönk
Pollapönk og Ásdís María Ásdís María Pollapönk
Pollapönk og Gréta Mjöll Pollapönk Greta Mjöll
Pollapönk og Sigga Eyrún Sigga Eyrún Pollapönk
Gissur Páll og F.U.N.K. F.U.N.K. Gissur Páll
Gissur Páll og Ásdís María Ásdís María Gissur Páll
Gissur Páll og Gréta Mjöll Gissur Páll Greta Mjöll
Gissur Páll og Sigga Eyrún Sigga Eyrún Gissur Páll

Rétt eins og Eyrún benti á, þá eru pælingarnar margar og mismunandi. Þrátt fyrir að í einvígist töflunni minni, komi Gissur og Pollapönk lang sigurstranglegastir út, þá er Söngvakeppninn ævinlega opin og nánast hvað sem er getur gerst! 

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014: Spá Eyrúnar fyrir úrslitin

EyrúnogBonnieSöngvakeppnisdagurinn er alltaf mikið tilhlökkunarefni og loftið byrjað að titra af spenningi, og það er ekki bara eftir að hafa hrist alla skanka í Eurovision-zumba í Reebok Fitness! 🙂 Hér birtist spá Eyrúnar fyrir kvöldið:

Það er alltaf hægt að spá og spekúlera heilmargt í kringum framlögin í Söngvakeppninni en eitthvað finnst mér hafa farið lítið fyrir fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við keppnina í ár. Kannski er hægt að greina ákveðna þreytu hjá fólki en við erum þó ekkert þreyttar og þrátt fyrir að hafa kannski ekki skrifað eins mikið hér og oft áður þá hefur þeim mun meira verið spáð á bak við tjöldin. Margir hafa lýst yfir skoðun sinni á framlögunum í ár og sumir jafnvel talið eitt lag sterkara en önnur. Aðrir (og ég er þar á meðal) vilja meina að lögin séu nokkuð jöfn að gæðum og því verði spennandi að sjá hvað verði ofan á. Við byrjuðum í fyrra að reyna að spá í einvígsstöðunni sem skapast getur milli tveggja laga, mest fyrir okkur sjálfar en vonandi hafa einhverjir lesendur gaman af:

Röðun laga

Fyrsti hluti kosningar er blönduð símakosning og dómnefndarkosning eins og áður hefur verið. Spurning er einmitt hvort aðstandendur framlaganna hafa aðlagað þau eitthvað að stóra sviðinu í Háskólabíói og möguleikarnir eru miklir. En þar sem stutt er síðan undankeppnirnar voru sýnir reynslan að útfærslan verður sennilega minniháttar og við vitum að Pollapönkararnir fá aðstoð í nýjum bakröddum. Ég á því von á að breytingarnar verði í ætt við slíkt. Svona tel ég að röð þriggja efstu verði:

3. sæti: Pollapönk (Enga fordóma)

2. sæti: Greta Mjöll (Eftir eitt lag)

1. sæti: Ásdís María (Amor)

Óskrifaða blaðið (dark horse) eru algjörlega lag Jóa Helga með Gissuri Páli sem gæti algjörlega hrifið áhorfendur með sér, og komst jú áfram á sínu kvöldi. Ég átti líka alls ekki von á F.U.N.K.-strákunum áfram og get því lítið sagt fyrir um hvernig þeir raðast. Ástæðan fyrir að ég set lag sem dómnefndin valdi á toppinn er pínu strategísk og ég hef trú á því að fólk hugsi þetta sem Eurovision-material fremur en Gretu. Hins vegar gætu málin einmitt snúist algjörlega á hinn veginn og fólk talið Gretu vera akkúrat það sem Ísland eigi að senda í ár. Ég held samt að þegar á hólminn er komið og valið standi á milli tveggja laga kjósi fólk frekar það sem því finnst henta í Eurovision en það sem það fílar sérstaklega.

Einvígið

Í fyrra settum við upp töflu þar sem við spáðum í líkum ef ákveðin framlög lentu í einvíginu og nú bætum við við tungumálafaktornum. Ég geri fastlega ráð fyrir að flest framlaganna verði flutt á ensku í einvíginu. Mögulega gæti Von Jóa Helga verið flutt á íslensku eða jafnvel Pollapönkið en þá kemst boðskapurinn ekki til skila svo að þær líkur eru litlar. Þetta er einungis til gamans og ekkert sem ég hef fyrir mér í þessu nema að setja þetta upp í hausnum og pæla í hvernig pöpullinn kemur til með að kjósa.

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið Íslenska/enska
Pollapönk og Greta Mjöll Pollapönk Greta Mjöll Enska
Pollapönk og F.U.N.K. F.U.N.K. Pollapönk Íslenska?
Pollapönk og Ásdís María Pollapönk Ásdís María Enska
Sigga Eyrún og Greta Mjöll Sigga Eyrún Greta Mjöll Enska
Sigga Eyrún og Gissur Páll Gissur Páll Sigga Eyrún Enska
Gissur Páll og F.U.N.K. F.U.N.K. Gissur Páll Íslenska/enska
Ásdís María og Greta Mjöll Ásdís María? Greta Mjöll? Enska
Greta Mjöll og F.U.N.K. Greta Mjöll? F.U.N.K. Enska

Pælingarnar eru margar og mismunandi. Gaman væri að heyra hvað þið eruð að pæla sem lesið þessar línur, ég er viss um að það eru ekki allir sammála mér! Ég get þó lofað því að andrúmsloftið verður rafmagnað og spennan engu lík. Ekki aðeins verður spennandi að sjá hverjir lenda í einvíginu heldur einnig á hvaða tungumáli lögin verða flutt!

Gestaálit: Bragi

Bragi Skaftason verður væntanlega seint talin til allra helstu júróvision aðdáenda landsins. Hann er hins vegar spegúlant og hefur skoðanir á mörgum hlutum, þar á meðal júróvision. Það fer því einkar vel að biðja hann að spegúlera og hafa skoðanir á lögunum sex sem keppa til úrslita í kvöld í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Bragi

F.U.N.K. – Þangað til ég dey
Ég var fyrst á því að vera hrikalega neikvæður gagnvart enn einu drengjabandinu í keppninni. Ofpródúseraðar klisjur og (ó)samstíga dansspor hafa einkennt þetta form flutnings. Ég ákvað samt að gefa þessu lagi smá sjéns. Og viti menn! Þetta lag venst alveg með tímanum. Fönkgítarinn er flottur í byrjun en risið verður aldrei hátt á laglínunni. Strákarnir halda stundum lagi og eru nógu sniðugir undir lokin að koma með vísun (meðvitað eða ómeðvitað) í Daft Punk með syntha sem trillar niður, trés cul. Þeir eru svo allir brosandi og glaðir og allir bara eitthvað voða kátir með lífið og tilveruna, textinn endurspeglar æskuna og iðrunarleysið sem einkennir hana. Mér finnst lagið samt ekkert spes. Nógu gott til að komast í þessi úrslit en er ekki eitt af þremur bestu.

Ásdís María Viðarsdóttir – Amor
Þegar ég heyrði þetta lag án þess að hlusta gaumgæfilega á textann hugsaði ég með mér að þarna væri verið að syngja til Morrans í Múmíndalnum. Ég hafði víst rangt fyrir mér. Skrítin áhersla í orðinu Amor þarna á ferðinni. Telpan atarna er greinilega hæfileikarík söngkona, ég hef heyrt hana syngja áður og var imponeraður. Þetta lag hentar henni hins vegar ekki. Þetta er gott dæmi um það þegar tveimur púslum er blandað saman og heildarmyndin verður hálfklikkuð. Kúl lag samt sem áður en kannski ekki Eurovision material. Til þess er það alltof kúl. Bassinn í þessu lagi er eitt það flottasta sem ég hef heyrt í keppninni en það dugar ekki til að komast í topp þrjá.

Sigríður Eyrún – Lífið kviknar á ný
Ég veit ekki hvað þetta lag er að gera þarna. Karl Olgeirsson er mikill snillingur en eins og allir snillingar þá er hann mistækur. Þetta er klárlega ekki hans besta verk, kemst ekki í topp tuttugu. Þetta er samt allt saman fagmannlega gert, ekki misskilja mig. Ég er bara á því að farið var af stað með gott premis en vonda laglínu sem endaði svona. Lagið minnir mig á endurgerð bókarinnar Great Gatsby með DiCaprio sem sýnd var í fyrra. Umbúðirnar flottar með vísun til þriðja áratugs síðustu aldar en náði aldrei risi, verkið var aldrei klárað. Þið getið betur. Þið getið svo miklu, miklu betur.

Gissur Páll – Von
Ef þetta væri keppni í sönghæfileikum, þá væri þessi umfjöllun og vangaveltur tilgangslausar. Þarna er einfaldlega langbesti flutningur á lagi sem Íslendingar hafa samið fyrir Eurovision. Segi það og skrifa. Þetta er hins vegar ekki keppni í því og margir spyrja sig hvað óperusöngvari hefur að gera í Eurovision. Spyrjið Cezar frá Rúmeníu (2013) og Cetin Alp og stuttbylgjurnar (Tyrkland 1983) að því, ekki mig. Jóhann Helga hefur fjöldaframleitt stórgóð lög í gegnum tíðina, ég er gjörsamlega óhæfur til þess að dæma um lagið sjálft. Þetta er ekki minn tebolli, ég gæti þó ímyndað mér að tár falli á hvarma sextugra húsmæðra í Grafarvogi við flutning þessa lags. Svoleiðis vinnur samt ekki Eurovision, samt í topp þremur hjá mér.

Greta Mjöll – Eftir eitt lag
Heilalím keppninnar í ár. Nú skulum við hafa það á hreinu að uppáhaldstónlistin mín þegar ég var unglingur var Old School Hardcore og ég hata U2 af öllu hjarta. Væmni og sykursýki er eitthvað sem ég fyrirlít í tónlist og ég nenni yfirleitt ekki að sitja í bíl nema þar sé kröftugur taktur. En jedúddamía! Jeremías í upphæðum! Hversu krúttlegt getur eitt lag verið! Héðan í frá verður bara skrifað með upphrópunarmerkjum í endann! Þetta lag er eins og dúnmjúkur hvolpur eða kettlingur sem barnið þitt var að eignast og getur ekki hætt að tala um hann og hlakkar til að knúsa hann þegar hann kemur heim! Ef þetta vinnur ekki þá er það vegna þess að leikskólakennarar landsins hafa fyrirskipað herjum sínum að styðja við Halla formanninn sinn í Pollapönki! Segi það og skrifa!

Pollapönk – Enga fordóma
Æ þeir eru svo skemmtilegir. Hérna er komið lagið sem á eftir að keppa við Blikann Gretu. FH-Breiðablik í úrslitum. Ég held alveg með Breiðabliki þannig að fyrir mér er þetta einfalt. Það þýðir ekki að lagið sé ekki gott. Ef það vinnur á það hins vegar ekki eftir að gera nokkurn skapaðan hlut úti. Til þess er það of lókal. Strákarnir kunna ýmislegt fyrir sér og eru skuggalega þéttir og hressir á sviði. Gætu komist áfram vegna þess.

Möguleikar í úrslitum: Enga fordóma

img_9676_PP

via ruv.is/songvakeppnin

Lagið Enga fordóma í flutningi Pollapönks eftir Heiðar Örn og Harald Frey stígur síðast á sviðið í Háskólabíói af framlögunum sex.

Kostir:

 • Nokkuð grípandi lag með hressum en um leið einlægum flutningi.
 • Eiga aðdáendur á öllum aldri og úr öllum áttum og boðskapur sem nær til flestra!
 • Óborganlegt atriði, sérstaklega dansinn!

Gallar:

 • Kannski eru Pollapönksmenn orðnir of gamlir fyrir svona?
 • Gallarnir kunna að þvælast fyrir einhverjum áhorfendum.
 • Einhverjum sem gæti fundist Pollapönkið ekki eiga heima í Júróvisjón sjálfri – og kjósi þá markvisst ekki þess vegna!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þar sem lagið er síðast á svið hlýtur það að ýta vel undir möguleika þess að blanda sér í toppslaginn. Út af hinum frábæra boðskap lagsins fær það ákveðna simpatíu auk þess sem þeir eru með öðruvísi lag en oft heyrist í Júróvision. Svo eru þeir persónulega, sérstaklega Halli, ekki bara þekktir heldur líka vinsælir á Íslandi. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Það mætti alveg leiða líkur að því að lagið kæmist upp úr undanriðlinum, einkum því að það er örlítið rokkað auk þess sem margir aðdáendur keppninnar eru aðdáendur Íslands og myndu því kjósa þá þess vegna. Lagið er hins vegar svolítið mikið íslenskt og alls ekki víst að Evrópa verði eins hrifin af þeim Pollapönksmönnum, eða bara fatti almennilega út á hvað bandið gengur.

Möguleikar í úrslitum: Eftir eitt lag

img_9076_GM

via ruv.is/songvakeppnin

Lagið Eftir eitt lag í flutningi Gretu Mjallar Samúelsdóttur eftir Ástu Björgu Björgvinsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur er næstsíðast á svið á laugardaginn kemur, eða fimmta lagið.

Kostir:

 • Hresst krúttpopp par exellance – sjarmatröllin gerast varla stærri!
 • Nokkuð grípandi og góður flutningur.
 • Frábært að hafa bara konur á sviðinu – sem og lagahöfunda!

Gallar:

 • Of mikið krútt-popp fyrir einhverja.
 • Hljóðfæraleikararnir þurfa að spila meira sannfærandi á hljóðfærin, sérstaklega sú sem spilaði á kassann.
 • Þær mættu, fyrir utan Gretu, leyfa sér að líða aðeins betur á sviðinu – brosa bara og hafa gaman að!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þetta hlýtur að teljast nokkuð sigurstranglegt atriði og er næstsíðast á svið, sem ýtir undir líkurnar á því að það sitji með áhorfendum. Sjarminn situr kannski fram yfir Pollapönkið 🙂

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Látlausu lögin geta líka komist áfram úr undanriðlunum og í aðalkeppnina í Júróvisjón og við teljum að fari lagið fyrir okkar hönd til Kaupmannahafnar geti það átt góða möguleika.

Möguleikar í úrslitum: Von

Mmaxresdefault_GP

Lagið Von í flutningi Gissurar Páls Gissurarsonar eftir Jóhann Helgason er fjórða lag á sviðið í Háskólabíói.

Kostir:

 • Þekkt laglína sem auðvelt er að raula strax með og límist í heilann!
 • Von á afburðaflutningi eins og Gissurar er von og vísa.
 • Eina ballaðan í keppninni.

Gallar:

 • Jafnvel of þekkt laglína og því örlítið leiðigjörn.
 • Engin júróvision-tilþrif.
 • Höfðar e.t.v. ekki til þeirra sem kjósa helst, sem er yngsta kynslóðin.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Hér verða möguleikarnir að teljast talsverðir, einkum fyrir það að lagið er afskaplega kunnulegt og tikkar í öll júróvisionboxin ásamt því að flutningurinn verður án efa framúrskarandi. Líkur á að verða í toppslagnum.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Þetta er lag sem er svona annaðhvort…eða í júróvision. Annaðhvort heillar það alla upp úr skónum eða hverfur í fjöldanum og verður óeftirminnilegt. Það sem lyftir því þó örlítið er að það er sungið af óperusöngvara, en ekki poppsöngvara, og verður því eftirtektarverðara fyrir vikið.

Möguleikar í úrslitum: Lífið kviknar á ný

img_9584_SE

via ruv.is/songvakeppnin

Lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur eftir Karl Olgeirsson er þriðja lag á svið í Söngvakeppninni á laugardag.

Kostir:

 • Eini júrvísjon-slagarinn í keppninni.
 • Von á þéttum flutningi í ágætlega grípandi lagi.
 • Útpæld sviðsetning.

Gallar:

 • Sigga Eyrún virðist vera að reyna dálítið mikið, næstum of mikið.
 • Samsöngur milli bakradda og aðalsöngkonu mætti vera betri, með dansinum mætti styrkja bakraddirnar svo að það komi ekki niður á of sterkri aðalrödd sem gæti orðið andstutt, sem heyrist þá vel.
 • Örlítið þreytt uppsetning með söngvara á milli tveggja dansara.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Lagið verður að teljast eiga aðeins miðlungs möguleika á að komast alla leið á toppinn. Þótt það sé útpælt og smellið að vissu leyti, er það jafnvel kannski of útfært og of mikið júróvision til að vinna hug og hjörtu bæði áhorfenda og dómnefndar.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Hér kann júróvision-bragurinn að hafa meiri möguleika en heima fyrir. Það veltur þó á sviðsetningunni á stóru sviðinu í Kaupmannahöfn, eins á því hvort flutningurinn nær að verða einlægur án þess að tapa töffinu sem á að fylgja laginu.

Möguleikar í úrslitum: Amor

image_AM

via Facebook „Ásdís María – Amor“

Lagið Amor í flutningi Ásdísar Maríu Viðarsdóttur eftir Hauk Johnson er annað lag á svið á laugardaginn kemur.

Kostir:

 • Eina indie/alternative-lagið í keppninni.
 • Þrususöngkona sem skilar sínu ábyggilega á stóra sviðinu.
 • Viðlagið gífurlega grípandi, nánast ásækir mann!

Gallar:

 • Söngkonan ung og efnileg en ekki mjög reynslumikil undir miklu álagi.
 • Ákafur framburður Ásdísar á orðinu amor gæti pirrað einhverja.
 • Ef til vill svo lágstemmt að einhverjir fari að poppa.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Lagið var valið af dómnefnd inn í lokakeppnina og því spurning hvort það höfði nægjanlega til almennings. Það er þó nokkuð sérstakt og eftirminnilegt af þeim sökum. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Eins og við höfum áður minnst á hafa indie-lög átt upp á pallborðið undanfarið í Eurovision, ætli möguleikarnir á góðum árangri hljóti ekki að vera talsverðir!

Möguleikar í úrslitum: Þangað til ég dey

funk_image

via Söngvakeppni Sjónvarpsins (Facebook)

Lagið Þangað til ég dey í flutningi F.U.N.K. eftir Pétur Finnbogason, Lárus Örn Arnarson og Franz Ploder Ottósson ríður á vaðið á sviðinu í Háskólabíói á laugardaginn kemur.

Kostir:

 • Hressir og skemmtilegir ungir menn.
 • Laglínan er nokkuð grípandi.
 • Sá litli dans sem framinn er á sviðinu er ágætlega útfærður.

Gallar:

 • Söngvarinn þarf heldur betur að hysja upp sig buxurnar, því að hann var stífur og virtist ekki finna sig á sviðinu. Ef ekki, verður atriðið aðeins of mikið eins og atriði úr Gettu betur (án þess að gera lítið úr því, en þar er standardinn annar)
 • Kaflinn með söngrokunni og píanósólóinu kemur ekki alveg nógu sannfærandi út.
 • Í heildina vantar prófessíonal brag til að eiga raunverulega möguleika – því allir heim að æfa sig og koma svo aftur!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Fyrsta lag á svið getur átt það á hættu að gleymast þegar líður á keppnina. Möguleikarnir verða því að teljast minni en meiri, einkum þar sem er of mikill amaturabragur yfir atirðinu. Það má þó ekki vanmeta það að lagið komst áfram í símakosningu og á því bakhjarla sem gætu fleytt því áleiðis á toppinn. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Eins og við sögðum hér í fyrri færslu er þetta ekki lag sem er líklegt til að eiga ekki mikla möguleika á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn. Það er einfaldlega hvorki nægilega grípandi eða eftirminnilegt atriði til að  ná í gegnum skjáinn til Evrópubúa sem kjósa.

Spennan eykst fyrir laugardaginn!

img_9590_0

via ruv.is/songvakeppnin

Allt er að komast á yfirsnúning hvað varðar laugardaginn, og við náttúrulega liggjum yfir lögunum dag og nótt og spáum og spekúlerum endalaust!

Keppnin á laugardag er sérstaklega skemmtileg fyrir tvær sakir. Annars vegar er hún haldin í Háskólabíói sem er ný sviðsetning og það verður áhugavert að sjá hvernig þetta kemur út á sviðinu þar og í sjónvarpinu. Enn á ný er boðið upp á lokaæfingu sem hefur verið vinsæl hjá fjölskyldufólki og svo aðalkeppnina um kvöldið.

Hitt sem er nýlunda er að fyrirkomulagið sem fyrst var prófað í fyrra; að velja á milli tveggja efstu laganna með hreinni símakosningu, verður útfært nánar. Nú verður flytjendum laganna tveggja sem efst verða, og flutt aftur, gert að flytja lögin á því tungumáli sem ákveðið hefur verið að flytja það úti í Kaupmannahöfn. Þessi ákvörðun hefur hingað til tengst frumflutningi á myndbandi við lagið og spennan hefur verið mikil í kringum sum framlögin, t.d. Never forget (2012) og Ég á líf (2013). Nú á s.s. að stytta þennan spennutíma og minnka líkur á kransæðastíflu hjá aðdáendum og henda þessu fram strax í lokakeppninni!

Við hlökkum mega mikið til og þið megið búast við yfirlegu-póstum frá okkur fram á laugardaginn!