Júróvision vertíðin hafin

Nú þegar langt er liðið á janúar mánuð má með sanni segja að júróvísjon vertðin sé hafin. Ekki er nóg með að Söngvakeppni sjónvarpsins sé á næsta leiti, heldur eru fjölmargar af þátttökuþjóðunum 27 sem eru byrjaðar að velja framlög sín og flytjendur. Raunar eru nokkrar þjóðir þegar búnar að velja framlög sín, þar með talið Ítalía, Hvíta-Rússland og Úkraína. Enn fleiri lönd hafa valið flytjendur og ber þar kannski hæst að San Marino hefur ákveðið að tefla söngkönunni Valentinu fram í þriðja skiptið í röð, í von um árangur!

Framlag Íslands verður að vanda valið í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Alls eru tíu lög sem keppast um að verða framlag okkar. Keppnin mun fara fram á þremur kvöldum, tveimur undankvöldum, og svo úrslitakvöldi. Undankvöldin tvö verða 1. og 8. febrúar en úrslitin munu fara fram í Háskólabíói þann 15. febrúar. Aldrei fleiri lög bárust í keppnina að þessu sinni en tilkynnt var um hvaða 10 lög komust áfram í Kastljósinu í desember. Nú þegar aðeins er vika í keppni, styttist líka óðum í að við fáum að heyra lögin. Mánudaginn 27. janúar munu lögin heyrast í fyrsta skipti á Rás 2 og verða í spilun og hlökkum við mikið til að heyra! Margir ólíkir listamenn taka þátt að þessi sinni, allt frá gamalreyndum júróvísjon stjörnum til glænýrra höfunda og óperusöngvara. Það má því búast við fjölbreyttri og skemmtilegri keppni.

Að vanda munum við hér á Öllu um Júróvísjon vera með puttan á púlsinum og spá og spegúlera í lögunum, möguleikum þeirra og gengi. Fylgist því með á næstu dögum og vikum!

Songvakeppnin_2014

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s