Marcel Bezencon verðlaunin

marcel_bezencon

Að vinna Júróvision er ekki það eina sem hægt er að vinna í þessari keppni því daginn sem úrslitn fara fram eru Marcel Bezencon verðlaunin veitt. Marcel Bezencon verðlaunin eiga rætur sínar að rekja til ársins 2002 og er komið á fót af Svíjunum Christer Björkman og Richard Herrey, sem báðir hafa tekið þátt í Júróvision fyrir hönd Svíja. Christer Björkman hefur raun verið viðriðin Júróvision og Melodifestivalen næstum frá því hann söng framlag Svíja árið 1992 og var í ár einn af aðalframleiðundum keppninnar. Verðlaunin eru nefnd eftir hugmyndasmiði Júróvision, og framkvæmdastjóra EBU frá 1955-1970, Svisslendingum Marcel Bezencon.

Marcel Bezencon verðlaunin eru veitt í þremur flokkum:

Blaðamannaverðlaun (Press award) eru veitt því atriði sem endar í fyrsta sæti að lokinni kosningu þeirra blaðamanna sem staddir eru á keppninni hverju sinni.

Listamannaverðlaun (Artistic award) eru veitt þeim flytjanda sem þykir skara framúr samkvæmt kosningu lýsenda keppninnar hverju sinni. Til ársins voru þessi  verðlaun veitt eftir kosningu fyrrverandi sigurvegara í Júróvision.

Höfundaverðlaun (Composer award) eru veitt þeim höfundi/höfundum sem þykja eiga frumlegasta og besta lagið í keppninni eftir kosningu meðal höfunda.

Misjafnt er hvernig þessi verðlaun dreifast og oftar en ekki fara þau til þriggja atriða og alls ekki alltaf til sigurvegara Júróvision. Það var einingis í fyrra  sem sigurvegarinn, Loreen, og höfundar Euporhiu fengu einnig öll þrenn Marcel Bezencon verðlaunin.

Í ár voru það þrjú mismunandi atirði sem fengu verðlaunin. Georgíumenn hlutu blaðamannaverðalunin en þau voru efst í kosningu blaðamanna. Farid frá Aserbaijdan hlaut listamannaverðalunin og að lokum hlutu, Joy, Linnea, Joakim og Robin höfundaverðalunin fyrir lag sitt You sem var framlag Svíja í ár.

Þess má geta að sænska sjónvarpið, SVT, veitir einnig þessi sömuverðlaun á úrslitakvöldi Melodifestivalen. Í ár skiptust þau verðlaun á milli tveggja atriðia. Yohio og lagið hans Heartbreak Hotel hlaut bæði blaðamannaverðlaunin og listamannaverðlaunin en þau Joy, Linnea, Joakim og Robin hlutu einnig höfundaverðalunin í Melodifestivalen.

Hér má sjá afhentingu  verðlaunanna í ár:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s