Úrslit úr undanriðlum

Strax og úrslit voru ljós á laugardagskvöldið birti EBU úrslitin úr undariðlunu tveimur. Það kemur ekki á óvart að efstu löndin tvö í úrslutnum hafi verið efst hvor í sínum riðli. Aserbaijan sigraði seinni riðilinn með 139 stig en Danmörk sigraði þann fyrri með 167. Lítum betur á úrslitin.:

Fyrri undanriðill 14. maí

Land

Stig

Danmörk 167
Rússland 156
Úkraína 140
Moldóva 95
Belgía 75
Holland 75
Hvíta-Rússland 64
Írland 54
Litháen 53
Eistland 52
Serbía 46
Svartfjallaland 41
Króatía 38
Austurríki 27
Kýpur 11
Slóvenía 8

Eins og sjá má sigrað Danmörk ekki með miklum yfirbruðum, einungs 11 stigum á undan Rússlandi sem var í öðru sæti. Úkraína náði 140 stigum, einu sigi fleira en Aserbaijan fékk í síðari riðlinum og sigraði. Nokkuð stökk var á milli 3. og 4. sæti í fyrri undariðlinum en Moldavía fékk undir 100 stigum. Nágrannalöndin Holland og Belgía fengu hvort um sig 75 stig og endurðu í 5. og 6. sæti. EBU setur Belgíu í 5. sæti og Holland í það 6. líklega af því Belgía fékk stig frá fleiri löndum. Holland fékk hins vegar oftar 12 stig. Írland, Litháen og Eistland röðuðu sér á bötnin öll með einungs eins stigs mun sína á milli. Serbía hefði verið næst inn í fyrri undariðlinum en var 6 stigum á eftir Eistlandi sem var í 10. sæti. Slóvenar fá þann vafasama heiður að fá fæst stig í keppninni í ár eða heil 8 stig, sem komu frá Króatíu og Svartfjallalandi.

Land

Stig

Aserbaijan 139
Grikkland 121
Noregur 120
Malta 118
Rúmenía 83
Ísland 72
Armenía 69
Ungverjaland 66
Finnland 64
Georgía 64
San Marínó 47
Búlgaría 45
Sviss 41
Ísrael 40
Albanía 31
Makedónía 28
Lettland 13

Eins og áður segir, sigraði Azerbaijan í seinni undariðlinum með 139 stig. Í þessum riðli dreifðust stigin aðeins meir en í þeim fyrri. Fjögur lönd fengu yfir 100 stig og í raun var mjótt á munum í 2.-4. sætinu. Einu stigi munaði á Grikklandi, sem lenti í 2. sæti, og Noregi sem lenti í því 3. Malta sem endaði í 4. sæti fékk svo einungis tveimur stigum færra en Noregur. Ísland endaði í 6. sæti í seinni riðlinum með 72 stig. Líkt og í fyrri riðlinum var mjótt á munum í neðstu þremur sætunum. Töluverður munur var þó á 10. og 11. sætinu en San Marínó var næst inn en fékk 16 stigum færra en Georgía sem var í því 10. Lettar ráku lestina í seinni riðlinum með 13 stig, þar af  3 frá Íslandi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s