Stig Íslands

Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá keppni er ekki úr  vegi að spá aðeins og spegúlera í stigagjöfinni, þá einkum frá hverjum Ísland fékk stig og hverjum Ísland gaf svo stig. Byrjum á því að kíkja á undariðlinn á fimmtudaginn var.

via Eyþór Ingi (Facebook)

via Eyþór Ingi (Facebook)

Ísland fékk samtals 72 stig og lenti í 6. sæti í riðlinum. Stigin þó aðeins frá átta löndum. Eitt stig fengum við frá Armeníu og 7 frá Spáni. Hin löndin sex gáfu okkur annað hvort tíu eða tólf stig! Ungverjaland, Lettland, Noregur og Sviss gáfu okkur öll 10 stig og það voru svo Finland og Þýskaland sem splæstu á okkur 12 stigum hvort! Það má kannski lesa úr þessu að annað hvort hafi fólki í löndunum þótt lagið okkar, Ég á líf, æðislegt eða bara ekkert sérstakt fyrst meirihluti stiganna sem komu inn voru tíur og tólfur.

rumenia

via eurovision.tv

Lítum nú á hverjum Ísland gaf stig þetta sama kvöld. Mörgum kom á óvart að Ísland gaf Ungverjalandi engin stig en kom lítið á óvart að við gáfum bæði Finlandi og Noregi stig! Það voru Ísraelar sem fengu 1 stig frá okkur, Grikkir 2, Lettar 3, Georgíumenn 4, Svisslendingar 5, Maltverjar 6 og Finnar 7. Farid frá Aserbaijan, skuggin hans og konan í rauðakjólnum fengu 8 stiga frá Íslendingum og hinn rúmenski kontratenór Cezar, sem söng sig hreinlega upp úr sviðinu í glimmerátfittinu sínu fékk 10 stigin frá Íslendingumm. Það kemur svo lítið á óvart að Bjarkaðaðdáandi Margeret Berger frá Noregi hafi hlotið tólfuna.

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Í úrslitunum á laugardagskvöldið fengu Eyþór Ingi og félagar samtals 47 stig. Þessi stig komu frá 10 löndum. Hæsta skorið kom frá Þýskalandi sem gaf okkur 8 stig. Svíþjóð, Ungverjaland og Eistland gáfu okkur 6 stig, Finland og Sviss 4 stig, Noregur og Slóvenía 4 stig, Bretland 2 og loks Danmörk 1 stig. Þessi stigafjöldi dugði okkur í 17. sætið sem verður að teljast ágætur árangur, og í raun sá besti síðan Jóhanna Guðrún hlaut 2. sætið árið 2009.

via eurovision.tv

via eurovision.tv

Stig sem Íslendingar gáfu á laugardagskvöldið komu sumum á óvart, einkum vegna þess að aftur gáfu Íslendingar Ungverjum engin stig auk þess sem Finland fékk engin stig frá okkur að þessu sinni. Af þeim 10 löndum sem fengu stig frá okkur, voru sjö sem enduðu á topp 10 í lokin eða Rússland, Úkraína, Malta, Aserbaijan, Holland, Noregur og Danmörk. Stig Íslendinga skiptust þannig: Rússland 1, Frakkland 2, Úkraína 3, Svíþjóð 4, Malta 5, Rúmenía 6, Aserbaijan 7, Holland 8, Noregur 10 og Danmörk 12.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s