Úrslitin í kvöld – ýmis konar tölfræði!

Nú er viðvarandi Júró-spenna dottin í mann og það hjálpar ekki að sitja í blaðamannahöllinni hérna í Malmö, því að hérna eru allir jafnspenntir!

Það er gaman að pæla svolítið í lögunum 26 sem eru í úrslitunum í kvöld. Hvað er það sem við komum til með að sjá á sviðinu? Alls konar gimmikk og hjálpartæki eru notuð og hérna er dálítill listi sem við tókum saman.

 • 12 kvenkyns flytjendur standa einar á sviðinu í kvöld (ásamt bakröddum/dönsurum), 10 flytjendur eru karlkyns og þrír hópar eða hljómsveitir troða upp. Einn dúett verður, hið georgíska par.
 • Samkvæmt æfingum og fyrri undankeppnunum tveimur koma átta flytjendur og atriði til með að nýta sér sviðsrampinn sem liggur út í áhorfendaskarann.
 • Gullfoss er í þremur atriðum.
 • Eldtungur má sjá í a.m.k. sjö atriðum.
 • Flugelda er líka að finna í fimm atriðum, sumir nýta sér þó hvoru tveggja, eldtungur og flugelda.
 • Reykur læðist um sviðið í a.m.k. sjö atriðum.
 • Tveir kvenkyns flytjendur verða berfættir á sviðinu (danska og eistneska stelpan) og í einu atriði eru dansarar berir að ofan (í írska laginu)
 • Af því að við erum í Svíþjóð er viðeigandi að IKEA-lampar séu notaðir í þremur atriðum, en annars mynda nokkrir lampar efsta hluta sviðsins, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir.
 • Einum kossi bregður fyrir.
 • Karíókí-texti er á sviðinu í tveimur atriðum, því maltneska og því belgíska.
 • Að vera risastór og hátt uppi er algjörlega „inn“ í Eurovision í ár. Það er einn úkraínskur risi, tveir búningar sem stækka (Moldóva og Rúmenía) og tveir pallar (Þýskaland og Aserbaídsjan).
 • Tjáning í áttina að söguþræði milli dansara og flytjanda er í fjórum atriðum.

Danmörk á Æfingu

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s