SPÁ FYRIR KVÖLDIÐ: TOPP 10

Stóra stundin er við það að renna upp og því loksins komið að því að birta spá okkar fyrir kvöldið.

Við vorum framan af mjög vissar um að hin litla og smámælta Emmilie frá Danmörk myndi hreinlega rústa keppninni en eftir að við komum hingað til Malmö hefur dregið úr þessari vissu okkar. Það kann að liggja í því að Emmilie hefur verið lítið áberandi hérna (þótt það segi alls ekkert um gengi laga!), æfingar hennar hafa verið frekar orkulausar og hreinlega að við séum orðnar leiðar á laginu. Á þessum tímapunkti eigum við því erfitt með að spá og spegúlera í löndin í kvöld.

Það er alveg ljóst að nokkur lönd eru bókuð inn á topp 10, en hvernig þau raðast þar inn og hver mun standa uppi sem sigurvegari þegar allir hafa lokið sér af, er erfiðara að segja til um. Eins og undanfarin ár setjum við fram topp 10 lista, ekki í neinni sérstakri röð:

ASERBAÍDSJAN
ÚKRAÍNA
DANMÖRK
RÚSSLAND
ÍTALÍA
GRIKKLAND
HOLLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
ÞÝSKALAND

Við teljum þó að gæti verið að Georgía, Ungverjaland og Íslandi detti inn á topp 10.

Við óskum lesendum okkar og öllum júróvision aðdáendum góðrar skemmtunar í kvöld og áfram Eyþór!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s