Spár og úrslit – seinni undankeppni

Nú tökum við saman hvernig spárnar okkar hér á AUJ rímuðu við úrslit seinna undankvöldsins í gær.

Rifjum upp hverju Casper spáði áfram. Hann taldi Finnland, Georgíu, Aserbaídsjan og Grikkland örugg og það reyndist rétt, en Noregur, Lettland, Makedónía og Armenía þyrftu að leggja sig öll fram og fá smá heppni. Þar með spáði hann sex löndum rétt áfram.

Spá Flosa var á þá leið að hann hafði rétt fyrir sér með sex lög, það voru: Aserbaídsjan, Georgía, Ísland, Noregur, Rúmenía og Finnland.

Við Eyrún og Hildur spáðum saman en höfðum misjafnlega rétt fyrir okkur. Eyrún spáði rétt til um sjö lög; Aserbaídsjan, Möltu, Íslandi, Grikklandi, Noregi, Rúmeníu auk Georgíu. Hildur spáði rétt um sömu sex lögin og Eyrún, en hafði meiri trú á Sviss.

Síðast en ekki síst eru það niðurstöður lesendanna hérna á síðunni, en þið höfðuð aldeilis rétt fyrir ykkur og voruð sannspá um 9 af 10 löndum sem komust áfram:

Ungverjaland, Aserbaídsjan, Georgíu, Rúmeníu, Noreg, Ísland, Finnland, Möltu og Grikkland.

Auk þess spáðuð þið San Marínó áfram sem laut í lægra haldi fyrir Armeníu í gærkvöldi.

Flest okkar ásamt lesendum höfðum meiri trú á San Marínó en síðar kom í ljós og fæstir höfðu nokkra trú á Armeníu .

writers

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s