Enn úr slúðurbankanum í Malmö!

Hér gerist alltaf eitthvað markvert á hverjum degi og við heyrum af skrítnum og skemmtilegum hlutum sem við viljum segja ykkur frá:

* Heitasta slúðrið er auðvitað „wardrope malfunction“ hjá norsku gellunni frá því í gærkvöldi. Kjóllinn á hreinlega að hafa sprungið utan af henni rétt áður en hún fór á svið og var því hreinlega saumaður utan á hana!! Þessu til staðfestingar æfði hún í öðrum fötum á fyrri búningaæfingunni í dag.

* Aserskar heimildir tjá okkur að inntak textans hjá Aseranum fjalli um innri átök lagahöfundar/söngvarans um hvort hann eigi að hallast til kvenna eða karla, og því sé konan á sviðinu með dansaranum í glerkassanum – tjáningin segir svo allt sem segja þarf!

* Finnska atriðið er nú þegar farið að vekja athygli og flestir hafa sennilega heyrt um Tyrki sem eru brjálaðir vegna kossins í lokin. Það verður hins vegar ekki það eina sem kemur til með að sjokkera sálir sem eru viðkvæmar fyrir hlutum af þessum toga því að í sænska atriðinu sem sýnt er í hléinu bregður fyrir öðrum kossi! Ætli flest lönd séu með auglýsingatíma á sama tíma, jafnvel löndin í Austur-Evrópu?

* Eftir keppnina í gær var auðvitað heilmikið stuð hjá Íslendingunum í höllinni sem og öðrum sem komust áfram, sérstaklega Finnum sem voru mjög áberandi með fána og skreytingar rétt eins og Íslendingarnir. Flestir gerðu sér glaðan dag og á Euro-klúbbnum var heilmikið fjör meðal Íslendinganna á svæðinu. Þar voru m.a. nokkrar af íslensku bakröddunum, Felix og Friðrik Ómar en einhverjir lentu reyndar í því að eiga í erfiðleikum með að komast inn, vegna ósamræmi milli gestalista og íslenskra eftirnafna!

* Það eru alltaf dálítið mismunandi spár í gangi um hvert sé sigurstranglegasta lagið og það nýjasta sem við höfum heyrt er Georgía sem er farið að skora ansi hátt í veðbönkum. Reyndar svo hátt að áhyggjur hafa vaknað hjá aðstandendum og aðdáendum í Georgíu um hvernig skuli standa að keppninni þegar þau vinna!

* Svo virðist sem Zlata frá Úkraínu eigi einhver óútkljáð mál með stærðir. Hún segir ástæðuna fyrir því að hún sé með risa á sviðinu vera þá að hann endurspegli hennar innri persónuleika en sjálf er hún á dvergamörkunum í líkamlegri stærð. Stærðin skiptir kannski bara máli?

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Enn úr slúðurbankanum í Malmö!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s