Eftir fyrstu búningaæfingu fyrir úrslitin

Í dag fór fram fyrsta búningaæfing fyrir úrstlin sem fara fram annað kvöld, en með þeim nær  Júróvision hágmarki sínu! Æfingin drógst talsvert á lagnin enda margir tækinlegir örðuleikar sem trufluðu æfinguna. Þó tæknin hafi verið að stríða æfingunni þá átti það ekki við um æfingar landanna því þegar þær loksins gátu hafist runnu þær eins og vel smurð vél.

Það var ekki bara rennslið sem gekk vel heldur áttu lang flestir keppendur mjög góðar æfingar. Það voru einkum stóru þjóðirnar fimm sem áttu verri æfingar. Það kann að liggja í þeirri staðreynd að þetta er í fyrsta skipti sem þau æfa fyrir framan áhorfendur meðan þjóðirnar sem komust upp úr undaúrslitunum eru ekki bara búin að æfa þrisvar fyrir framan áhorfendur og keppa einu sinnu og ættu því að vera bæði æfðari og reyndari á glæsilegu sviðinu. Gegnum gangandi hjá öllum flytjendum þó, og raunar líka hjá kynninum Petur, var eins og þau væru að spara sig, bæði raddlega og í framkomu. Mjög margir æfðu án búninga og förðunar og virtust jafnvel þreyttir. Það kemur þó varla á óvart enda Júróvision mikil keyrsla frá morgni fram á kvöld!

Frakkar æfðu fyrstir stóru þjóðanna enda fyrsti á svið á morgun. Æfingin gekk ágætlega en ekki hnökrulaust fyrir sig. Atriðið kom ágætlega út á sviði en það var fátt spennandi að gerast. Rödd Amandine var þó frekar lág og kom illa í gegnum tónlistina.

Spánverjar stíga fimmtu á svið á laugardaginn. Æfingin þeirra kom illa út á sviðinu. Söngkonan var mjög stressuð og gat illa haldið lagi, langt framan af. Hún gegnur rampin á sviðinu í miðju laginu og er leit út eins og henni þætti erfitt að ganga og syngja í einu.

Þýskaland

Þjóðverjar með Natalie í fararbroddi koma elleftur á svið á morgun og það var mikil stemmning meðal áhorfenda í höllinni þegar hún steig á sviðið í dag. Hún virtist líkt og margir aðrir vera að spara sig og var á tíma eins og rödd hennar væri í sinki við tónlistina. Eftir að hafa séð Natlie flytja lagið á sviðinu í Eurovision Village á miðvikudaginn þar sem hún gekk frjáls um sviðið, leit svolítið út í dag að henni þætti fyrirfram ákveðin rútinan sem hún þarf að fara eftir óþæginleg.

Vaxmyndastyttan

Bretar koma stuttu á eftir Þjóðverjum eða númer 15 í röðinni. Það kom á óvart að Bonnie átti mjög góða æfingu og söng betur en á flestum æfingum hingað til. Það var einungis í einum kafla lagsins þar sem röddin brást.

Ítalir stíga 23. á sviði. Marco mætti í þetta sinn í jakka fötum á sviðið og átti ljómandi góða æfingu, enda kannski mikið að æfa nema söngurinn sjálfur og má segja að hann hafi átt bestu æfinguna af stóru þjóðunum fimm.

Það eru ekki bara stóru þjóðirnar fimm sem æfðu í fyrsta sinn í dag fyrir framan áhorfendur. Það gilti að sjálfsögðu líka um krúttið hann Robin, en Svíjar keppa bara á úrslitakvöldinu eins og hefðin er um gestagjafaþjóðirnar. Robin sást í fyrsta skipti þessa vikuna með ekkert gel í hárinu og leit næstum út eins og annar maður með hárið niður! Líkt og aðrar æfingar hans, gekk þessi frábærlega sönglega séð og það verður ekki séð annað en atriðið hafi líka gengið vel upp.

Ísland

Eyþór æfði að sjálfsögðu líka en hann er númer 19 í röðinni á morgun. Það er skemmst frá því að segja að hann nelgdi alveg æfinguna og átti einn af bestu flutningum á laginu og upp skar mikinn fögnuð viðstaddra í höllinni.

Aðrar æfingar gegnu vel og hnökralaust fyrir sig og engar breytingar gerðar. Um leið og sænska sjónvarpið er búin að leysa úr tæknivandræðunum sem þeir stóðuframfyrir í dag, munum við eiga von á frábærri útsendingu á morgun!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s