Stóru löndin fimm troða upp!

BonnieogCascada

Stóru löndin fimm, Frakkland, Bretland, Spánn, Ítalía og Þýskaland, tóku sig saman og tróðu upp í Eurovision Village sem er hér í miðborg Malmö. Það var stappað af fólki enda von á sjálfri Bonnie Tyler á svæðið, og mikil stemmning meðal áhorfenda, sem flestir voru ,,óbreyttir“ áðdáendur sem vildu nýta tækifærið að sjá stjörnurnar.

Spænska dúóið steig  fyrst á stokk. Þau eru ekki mjög vinsæl hér og það fer lítið fyrir þeim og þau virkuðu meira sem upphitun fyrir þá sem á eftir komu. Sú franska var næst á svið og flutti tvo lög ásamt júróvision framlagi þeirra. Það var hins vegar ekki fyrr en þýska sveitin Cascada steig á stokk að almennileg stemmning komst í áhorfendahópinn. Það er alveg greinilegt að þau eru alveg með’etta og það ætlaði allt um koll að keyra þegar þau fluttu Evacuate the Dancefloor. Þau enduðu að sjálfsögðu á að flytja júróvision framlagið sitt, með miklum myndarbrag!

Sjálf Bonnie var næst síðust á svið og það ætlaði allt um koll að keyra. Hún flutti aðeins júróvisionframlagið sitt, Believe in me, enda á hún bágt með að syngja of mikið. Nokkrir FÁSES félagar voru á svæðinu til að styðja Bonnie, öll bolunum sem þau létu gera fyrir tilefnið! Þessi uppákoma enda svo á að hin ítalski Marco tróð upp en hann átti lítin séns í krádið eftir að Bonnie lauk sér af!

bonnie bolir_eev

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s