Spá Flosa fyrir kvöldið!

Flosi og Eyþór í Fýling

Þá er komið að örðum undanriðli og margir bíða spenntir eftir að Ísland stígi á stokk. Þetta er mikið erfiðari riðill en sá fyrri og verður því erfitt að spá. En hér kemur mín skoðun eftir síðustu æfingu kvöldsins.

Lettland
Flott opnun á kepnninni með sætum glimmer sykurpúðum en þetta lag gerir ekkert fyrir mig og mun ekki fara í úrslit. Þetta er flott á sviði og virkar vel í sjónvarpi. Góð tilraun  Lettland but computer says no.

San Marínó
Facebook gellan kom með gott comeback en eftir að hafa séð hana í náttkjólnum  og hvernig atriðið er þá bara held ég að hún sé í hættu að komast ekki áfram. Lagið sjálft byrjar of seint því mér finnst seinni hlutinn rosa flottur og catchy. Hún er hörku söngkona og ef ég loka augunum þá er þetta bara ekki svo galið. Er þetta lag sem dómnefndin kýs áfram?

Makedónía
Þeir eru með hörku söngvara sem syngur eins og engill en svo kemur grýla í jólatrésbúning og myrðir lagið fyrir minn smekk. Spuningin er hvort Balkan löndin taki sig saman og kjósi þetta áfram þar sem það er ekkert land sem komst áfram í fyrri riðlinum, Mér finnst þetta hryllingur og vona að þetta sitji eftir.

Aserbaídjan
Sigurvegari kvöldsins án efa. Þetta er flott lag, flottur flytjandi, og magnað atriði. Svona bardagi milli þess að vera í búrinu og stelpunnar í hryggjakjólnum að bjarga honum hefur ekki sést áður í Eurovision. Mér finnst svona pínu homoerótík í þessu og held ég að þetta sé lagið sem fái atkvæði frá bæði dómurum og áhorfendum. Ekki mitt uppáhalds lag en flottasti performer kvöldsins. Baku hugsanlega 2014.

Finnland
Finnar koma í ár með hresst glamúr popp og eru ekki að spara skilaboðin til Evrópu því Krista hefur talað mikið um réttindabaráttu samkynhneigða. Mér finnst það allt frábært og gott framtak en finnst ganga aðeins of langt því það lítur bara út eins og hún sé að gera grín af málefninu. En kæru íslensku karlmenn vinsamlegast sækið poka af ís til að róa litla vininn því það er lesbíu koss í vændum. Hún stóð sig vel á æfingum og mér finnst myndatakan takast rosalega vél. Þetta er land sem fær atkvæði frá löndum sem taka keppnina ekki of alvarlega eins og Bretar.

Malta
Einlagi sykurpúðinn má vera minn einkalæknir héðan í frá. Hann er sætur og flytur lagið vel. Það var eins og þetta atriði  hafi verið samið fyrir Glee. Hann er svona Solla Stirða Malverja, sætur eins og candyfloss. Mér finnst myndatakan ekkert spes, allt of mikið af hópamyndatökum. Þetta er Belgía undanriðils tvö, þannig ef allar unglingsstúlkur taka sig saman þá kemst hann áfram.

Búlgaría
Mesta kaos lag kvöldsins sem fær mann till að dilla sér í Bollywood takti. Verð reyndar að segja að þessi bakraddir rembast eins og rjúpa við staur með einhverjum óhljóðum sem eiga kannski að vera einhverjir þjóðlegir tónar en fyrr má nú vera. Svo kemur rappandi grímumaður sem kórónar að þetta og úr verður hryllingur. Hún skipti um búning þannig að ekki fær hún atkvæði út á geirvörtunar sínar að þessu sinni!

Ísland
Úffff… ég er með gæsahúð og tár í augunum. Ég hef verið aðdáendi Eyþórs Inga síðan ég sá hann í keppninni á Íslandi. Það hafa verið miklar vangaveltur hvaða jakka Eyþór mun vera í því hann hefur ekki klæðst sama jakkanum á neinni æfinganna. Hann er án efa sterkast karlmannssöngvari þessa árs. Það er mikið talað um það í blaðamannahöllinni að flutningur, túlkun og útgeislun sé til þess að allir skilji lagið eða geta tengt sig á einhvern hátt við það og jafnvel fella tár þegar hann fer á háu tónanna. Hann er í mínum augum pottþéttur áfram og mun gera land og þjóð stollta.

Grikkland
Að mínu mati skemmtilegasta atriði keppnarinnar og kóngadanslagið á Euroklúbbnum. Grikkir eru ekki með neitt gimmik atriði vegna þess að þeir eru bara að skemmta sér á sviði og það skemmta allir sér með þeim. Klárlega eitt af löndunum sem fer áfram og við munum syngja saman Alcahol is free í Eurovision partýinum komandi ára.

Ísrael
Jesús hvað kom fyrir blessuðu stelpuna og hver valdi kjólinn? Kjólinn klæðir hana eins og hún sé 30 kíló þyngri en hún er í rauninni og maður sér hliðarspikið í fellingum á kjólnum. Hún minnir mig á Barbamömmu. Sönglega séð er allt fullkomið og er hún ein af sterkustu söngkonum keppnarinnar í ár. Þessi risa brjóstaskora sem hún er með mun kannski koma henni áfram en mér finnst hún ekki skila laginu eins vel á hebresku og Eyór gerir á íslensku. Þetta lag er á grensunni að komast áfram.

Armenía
Armenar hafa ákveðið að nálgast friðin með því að senda svefnmeðal til Evrópu þar sem það drepur allt sem heitir gleði. Mér hundleiðist meðan hann er á sviði svona sjúskaður eins og hann er.  Þetta lag gleymist áður en lagið er búið. En velkominn aftur Armenía  og ég hlakka til að fá Quele Quele aftur. Því miður 0 stig frá mér

Ungverjaland
Þetta lag er algjörlega í topp fimm hjá, ég elska gítaleika… ég meina elska lagið! En svona í alvöru þá finnst mér vera svona of Monsters and Men fílingur og það virkar fyrir mig. Söngvarinn er mjög látlaus en gítarleikarinn vegur hann upp með sæta brosinu sínu. Á dressinu í gær þá klikkaði ekkert og mér finnst bakgrunnurinn mjög flottur og í stíl við myndbandið. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta lag fari áfram en ég vona það þó.

Noregur
Ég var ekki mikill aðdáendi þessa lags þar sem ég er ekkert voðalega mikill Bjarkar aðdáandi og hún er einmitt ein svoleiðis. Á æfingunni í gær negldi hún þetta hinsvegar og var með flott atriði þar sem allt small saman. Hún syngur vel og er flott en hefði viljað sjá hana í örðum kjól því hún dansar eins og ólétt kona, langar rosalega missa sig en getur það ekki. Þetta lag verður klárlega í úrslitunum og í topp tíu.

Albania
Þetta lag hefur ekki höfðað til mín þar sem ég er ekki mikill rokkari sjálfur og þetta er ekki lag sem ég mun hafa í ipodinum mínum. Hinsvegar eru þeir líflegir og flottir á sviði og hljómurinn hjá þeim minnir mig svoldið á tyrkneska rokkið sem hefur notið mikilla vinsælda í Eurovision og mun því komast áfram og skora hátt. Hann er flottur á viði og synngur vel og fær mig til að renna í sætinu svona af og til.

Georgía
Þetta lag gæti ekki verið meira anti georgískt enda sænskir höfundar. Þetta er fallegur dúett og mun komast áfram nokkuð örugglega. Ég varð hinsvegar fyrir vöonbrigðum á dressinu því það var ekkert kemstrí milli þeirra á sviðinu. Lagið nýturs sín vel án gymmicka og er rosalega vel sungið.

Sviss
Þetta lag fær maður á heilann en því miður virkar það ekki í sjónvarpi en það er alveg spurnign hvort að Hjálpræðisherinn víða um Evrópu taki sig saman og  kjósi Sviss. Þetta er á grensunni að komast áfram og gaman að sjá gamla kallinn á kontrabassanum.

Rúmenar
Rúmenar hafa átt fast pláss í úrslitum sama hvort þau eru með gott eða slæmt lag. Ég er búinn að hringsnúast með þessu lagi, finnast það hörmulegt og yfir í að fíla það sem ég geri ákúrat núna.  Ég held að fólk sem gerir grín af Eurovision kjósi hann. Atriðið sjálft er eitthvað voða X-factorlegt og bara virkar ekki en hann er flottur og algjört kyntröll. Að því að hann er síðastur á svið þá spái ég honum áfram.

 

Mín spá lítur því svona út:

Albanía
Aserbaídjan
Georgía
Ísland
Noregur
Rúmenía
Finnland
Makedonía
San Marínó
Ísrael

Á mörkunum að komast inn verða þó Malta inn fyrir Makedóníu og Ungverjaland út fyrir Ísrael.

Ísraelska gellan lítur út eins barba mamma

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Spá Flosa fyrir kvöldið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s